Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 15
Guðmundur Sigurðs
son með 120 kg
fótpressu.
Gunnar Alfreðsson var væskilslegur unglingur fyrir
tveim árum síðan, segir hann sjálfur, og þótti hvergi
liðtækur þar sem krafta var þörf. Fyrir nokkrum ár-
um síðan lenti hann í bílslysi og brotnuðu þá í honum
nokkur rifbein, og fengu að gróa saman eftir því, sem
verkast vildi. 1 fyrravetur fór hann að æfa fimleika,
frjálsar íþróttir og llyftingar í 2—3 mánuði, en í vetur
hefur hann stundað lyftingar og frjálsar íþróttir af
kappi, — og myndirnar sýna árangurinn. — Gunnar
er 22 ára gamall, ættaður frá Húsavík.
kranabíl (Michigan Bay City) — og varla hefur hann hugsað
meira en þeir.
Enn í dag erum við íslendingar íþróttamenn miklir, og keppum
við nágrannaþjóðirnar með góðum árangri, — og ef árangurinn
er ekki góður, þá er það einhverjum ófyrirsjáanlegum óhöppum
að kenna, eins og t. d. timburmönnum.
Ein er sú íþróttagrein, sem lítið hefur látið á sér bera, sú sem
Grettir fann upp forðum. En nú er ekki hlaupið um landið og
grýtt grjóti um allt, öllum til ógnar og skelfingar. Nú láta menn
sér nægja að keppa við að lyfta upp þungu hlassi og styrkja
sína vöðva og skrokk.
Lyftingar, er það kallað.
Nú má enginn skilja glettni mína svo, að þetta sé ekki góð
og holl íþrótt, sambærileg eða jafnvel fremri en margar þær
aðrar íþróttagreinar, sem hér eru stundaðar af kappi.
Eftir því, sem mér er sagt eru lyftingar einkum vel til fallnar
til að þjálfa alla vöðva — eða flesta að minnsta kosti - - jafnt
og hættulaust, gefa líkamanum hraustlegt og kraftalegt útlit, gera
vöxtinn spengilegan og vöðva stóra og aflmikla.
Margs konar tæki eru notuð til þjálfunar og stuðla að þjálfun
hinna ýmsu líkamshluta. Algengust eru lóðin, sem sett eru á
stöng og síðan lyft með báðum höndum, en einnig er notaður
alls konar útbúnaður annar, svo sem sérstakir skór á fætur, og
lóð fest þar við, til að þjálfa fótvöðvana, ólar um höfuðið, sem
lóð eru fest við og bjálfar hálsvöðvana o. s. frv.
Að sjálfsögðu er þessum tækjum öllum lyft mismunandi hátt,
stundum aðeins í mittishæð, stundum að brjósti og stundum
jafnhent.
En ekki mun ennþá vera völ á þjálfuðum kennara í þessari
íþrótt, en áhugamenn koma saman, stofna nokkurs konar klúbb
Framliald á bls. 31i
VIKAN 15
<
Jón Geir Árnason
rakari lyftir rúml.
200 pundum, eða
100 pund í hvorri
hendi.