Vikan - 31.01.1963, Síða 17
Það getur margt komið fyrir á skömmum tíma. Stellu fannst hún ekkert ráða við atburðarásina. Þetta hafði
henni ekki dottið í hug, þegar hún lagði af stað til Spánar . . .
brigðalaust þar sem hún fylgdi manninum
eftir.
— Fyrirgefið þér, en eruð þér fröken Bar-
ton?
Stella sá að maðurinn var hár og karlmann-
legur með grannt og skarpleitt andlit og alvar-
leg, grá augu. Röddin var djúp og róleg.
— Já, ég er Stella Barton, en ...
Ég heiti Lovell, Kane Lovell, og þetta er ...
hann sneri sér að stúlkunni ... þetta er Lóla
Larosa, fjarskyldur ættingi minn, sem er hér
í heimsókn. Stúlkan kinkaði kæruleysislega
kolli, og hann hélt áfram:
— Elmer Simmons bað mig að hjálpa yður
og þess vegna sendi ég Carlos, bróður Lólu,
út að landamærunum til þess að reyna að ná
yður þar. En bíllinn hans bilaði, og þegar
hann hringdi til mín, varð mér Ijóst, að ég
mundi finna yður hér. .
— En hvers vegna? Hvað hefur komið fyr-
ir? Stella horfði spyrjandi til skiptis á þau.
— Kona Simmons varð skyndilega veik, sagði
Lovell. — Hann fór flugleiðis með hana til
Madrid í gær og ætlaði að ná í flugvél til New
York þaðan. Það var eina vonin um bata, og
hann hafði ekki tíma til þess að komast í
samband við yður, áður en þér lögðuð af stað
frá London. Hann bað mig að annast það og
skildi eftir peninga fyrir farinu yðar heim —
og reyndar dálitið meira, svo að þér gætuð
tekið yður frí hér i einliverju hóteli um tíma.
Kane Lovell strauk hárið frá enninu með
sterklegri og fallegri hönd, og áhyggjusvip-
ur kom á andlit lians.
— Mér þykir það leitt, að ég skyldi ekki liafa
samband við yður fyrr, hélt hann áfram.
— Þér hljótið að hafa verið undrandi á því,
að enginn skyldi taka á móti yður. Hann horfði
á fölt og fíngert andlit hennar og bætti við i
skyndi: — Þér eruð alveg uppgefnar.
— Hún verður að fara á eitthvert gistihús,
sagði Lóla Larosa. Röddin var mjúk með
spænskum lireim. Hún brosti, en augun voru
fjandsamleg.
Stella játaði því og sagði: — Vesalings frú
Simmons.
— Það er ágætt liótel i útjaðri bæjarins,
sagði Kane og kallaði á þjóninn til þess að
borga honum ávaxtadrykkinn. — Er þetta all-
urfarangur yðar? lígskalaka yður þangað,og...
Hún sá, að þau stóðu upp og reyndi að gera
það sama. Kvalirnar i höfðinu urðu að nístandi
sársauka og um leið og hún reis upp hringsner-
ist allt fyrir augum hennar. Hún sá áhyggjufull
andlit allt í lcringum sig og fann sterkan hand-
legg styðja sig — og svo timlykti mjúkt myrkr-
ið hana.
að er gott, að þér eruð komnar á fætur.
Þér hafið valdið okkur töluverðum
áhyggjum!
Stella sat i körfustól úti í garðinum
þegar Kane Lovell kom niður tröppurnar.
Hann brosti, en augu hans voru alvarleg.
— Mér finnst leitt, ef ég hef valdið yður
óþægindum, sagði hún lágt. — Allir liafa ver-
ið svo vingjarnlegir. Frú Larosa ...
— Inez frænka hefur einmitt verið á réttri
hillu, tók Kane fjörlega fram i fyrir lienni.
— Ég kalla hana frænku, en eiginlega er hún
gömul, spænsk vinkona móður minnar. En
henni hefur fallið vel að hjúkra yður. En þér
verðið að hafa hægt um yður til að byrja með.
Sólstingur getur verið hættulegur, og þér hefð-
uð ekki átt að vera hattlaus fyrstu dagana á
Spáni.
Hún roðnaði svolítið.
— Ég er yður mjög þakklát, sagði hún dá-
litið hátiðlega — en nú get ég ekki íþyngt gest-
risni yðar lengur. A morgun ...
— Varela læknir segir, að þér getið ekki
farið fyrstu vikuna, sagði hann kuldalega, en
bætti svo við með vingjarnlegri röddu:
— Hér er nóg húsrými og yfirfullt af þjón-
um. Inez frænka, Carlos og Lola verða hér í
allt sumar, og hvort það er einum fleira breyt-
ir engu. Það eina, sem ég hef haft áhyggjur af,
er að ég vissi ekki hvern ég átti að láta vita
um þetta í Englandi. Fjölskyldan yðar...
— Ég á enga fjölskyldu, sagði hún. — Ég
sagði vinum mínum, að ég færi til þess að
vinna hérna, svo að enginn hefur búizt við
fréttum af mér ennþá.
— Þá er það í lagi. Hann stóð upp og brosti.
— Næsta hálfan mánuð, að minnsta kosti, verð-
ið þér að vera gestur minn.
Andartak mættust augu þeirra, og Stellu
fannst að einhver ósýnilegur straumur færi á
milli þeirra og hjarta hennar kipptist við. Svo
kinkaði hann kolli í kveðjuskyni og fór.
Innan frá húsinu heyrðist kuldaleg rödd
Donnu Inezar ávita einhvern af þjónunum, og
rétt strax kom hún sjálf út i garðinn, feitlagin,
roskin kona, i einföldum svörtum kjól.
— Það er heitt! sagði hún á bjagaðri ensku
og settist. Hárið var byrjað að grána og svört
augu hennar voru þessa stundina áköf af for-
vitni
— Ég sá, að þér voruð að tala við Kane,
sagði hún. — Hvað sagði hann?
— Hann vill, að ég verði hér þar til mér
er alveg batnað, svaraði Stella hægt. — Hann
var ... mjög vingjarnlegur.
Donna Inez sat þegjandi dáltila stund, og
þegar hún tók aftur til máls, virtist
hún reið — Hann er — ég veit ekki hvað
þið kallið það — hann er fljótfær. Ekki i þvi,
sem viðkemur verzlun, auðvitað. Faðir hans
var mjög duglegur maður, sem setti á fót stóra
vínverzlun í Malaga, og Kane hefur rekið
hana vel. Hann er ríkur. En gagnvart fólki . . .
hún yppti öxlum .— Hann lætur hjartað ráða
þar i staðinn fyrir höfuðið. Það hefur líka
komið honum í koll.
Stella varð vandræðaleg. Donna Inez hafði
verið góð við hana, en hún hafði það á til-
finningunni, að hún væri reið, vegna þess að
hún ætti að vera þarna áfram. En hana lang-
aði til að vita meira um Kane — Hvernig?
spurði hún.
— Ég á við hjónaband hans. Það eru átta
ár síðan, hann var tuttugu og fimm ára þá.
Hann hitti hana í Paris — Yvonne Dulac.
Hún var mjög fögur, er sagt. Hann kvæntist
henni mánuði eftir að þau sáust fyrst. En
áður en árið var liðið, var liún dáin.
Stella sat þögul og liugsaði um þennan
mann, sem hafði sýnt henni svona mikla gest-
risni. Það var ekki að furða, þótt hann brosti
sjaldan.
— Siðan hefur hann búið hér einn, sagði
Donna Inex. — Eins og einsetumaður. Þess
vegna kom ég hingað með börnin mín. Það
er gott fyrir hann að hafa ungt fólk í húsinu.
Carlos — hann er alltaf svo kátur og fjör-
ugur. Og Lóla_____
Hún þagnaði og starði hugsandi út í blá-
inn. Svo stóð hún snögglega upp og sagði
kuldalega. — Nú, þegar yður er batnað, lang-
ar yður sjálfsagt ekki til að vera hér lengur.
Stella horfði á eftir henni upp að húsinu.
Það var ekki hægt að misskilja þetta — hún
hafði átt við, að Stella væri óvelkomin. Þeg-
ar hún leit við, sá hún Carlos og Lólu koma
utan af baðströndinni.
— Alein? sagði Lóla.
— Ég verð að bæta úr þvi! Carlos settist i
grasið og horfði áleitinn á ungu, ensku stúlk-
una. — Ef Kane er það slæmur gestgjafi, að
hann vanrækir yður, þá skal ég ...
— Komdu, kjáninn þinn! Lóla sparkaði i
hann með berum fætinum. — Við verðum
að fara að klæða okkur, og þar að auki er
Stella sjálfsagt þreytt, því að þetta er fyrsti
dagurinn, sem hún fer út.
Carlos reis óánægður á fætur og um leið og
þau gengu inn, sá Stella að Lóla leit aftur
og augnaráð hennar var svo hatursfullt, að
Stellu varð hverft við. Það var enn óhugnan-
legra, vegna þess að hún vissi ekki orsökina
fyrir sliku hatri.
n næsta dag hugsaði Stella með sér, að
hún hlyti að hafa ímyndað sér þetta, þvi
að Lóla var óvenjulega vingjarnleg við
hana. Carlos gaf henni hýrt auga, en
Donna Inez var sú eina, sem var kuldaleg.
Kane sá hún sjaldan. Hann fór að lieiman
snemma á morgnana til þess að gæta að vin-
ekrunum eða verzluninni inni í borginni.
Þegar hann var heima fannst Stellu, að hann
forðaðist að vera einn með henni.
Hún fór að venjast lífinu þarna. Morgun-
Framhald á bls. 47.
rFIR MALAGA
VIKAN 17