Vikan


Vikan - 31.01.1963, Qupperneq 18

Vikan - 31.01.1963, Qupperneq 18
SNIÐAÞJÖNUSTA VIKUNNAR Nú eru stærstu hátiðarnar afstaðn- ar, en framundan eru margar skemmt- anir og hóf og J)á kemur auðvitað stór spurning, í hvað á ég að fara? Þess vegna erum við nú með uppá- stungu. Hvers vegna ekki að reyna að sauma einn kjói frá Sniðaþjónustu Vikunnar, bað er auðvelt því hann kemur sniðinn og merkt fyrir öllum saumum og föllum og þar að auki fylgir saumatilsögn. Það er „shantung" efni þunnt í kjólnum og hann er til 1 2 litum. 1. mosagrænn, frekar dökk- ur. 2. dökk-drapplitaður, til í no. 40, 42, 44 og kostar kr. 330. Kr. 24,20 fyrir rennilás, tvinna og „rúllibúkk" í belti. Sniðið er einfalt í blússunni, 2 stykki, hún cr meira flegin að aftan, pilsið í tveim stykkjum og er fellt við blússuna, beltið er með slaufu að framan. Útfylltu pöntunarseðilinn með upp- lýsingum um stærð og lit og sendu til Sniðaþjónustu Vikunnar ásamt kr. 100,00 os þú færð kjólinn heimsendan gegn póstkröfu. Efnissýnishorn færðu send gegn frímerktu umslagi með nafninu þínu á. „ROSITA“ HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum 38 40 44 h6 48 50 Baklengd í cm . . 40 41 42 42 42 43 43 Brjóstvídd ...... 86 88 92 98 104 110 116 Mittisvídd ...... 64 66 70 78 84 90 98 Mjaðmavídd ...... 92 96 100 108 114 120 126 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -j-5cmí fald. „RÓSÍTA“ | Sendið mér í pósti samkvæmiskjól, sam- | kvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem I tryggingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég Æ hérmeð kr. 100.00. ■C S Stærð ...... Litur .......................... g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá Nafn Allar frekari upplýsingar eru gefn- ar í síina 37503 milli 2 og 5 á þriðju- dögum og föstudögum. Heimilisfang .............. Saumtillegg. Já □ Nei □ P Ú Ð I - Hér kemur óvenjulegur púði, saumaður með bótasaumi, úr nokkuð þykku ullarefni í þremur litum (t. d. Álafossefni). Púðinn er 35x35 cm á stærð. Búið til sniðin þannig að strika ferninga á pappír, 2% cm hvern. Teiknið síðan sniðin eftir skýringarmyndinni, dragið þau á smjörpappír í tvennu lagi eftir iitaskiptingu myndarinnar, og klippið út. Sníðið nú þessi tvö stk. úr sitt hvorum litnum, saumfarslaust. Staðsetjið fyrst ljósara stykkið, klippið augað úr, og saumið síðan með þéttu kappmelluspori yfir brún aug- ans og ytri brún stykkisins. Staðsetjið þá næsta stykki og saumið á sama hátt. Að lokum er ljós snúra lögð í boga eins og sést á myndinni og saumið með þéttum ó- sýnilegum sporum. Einnig má sauma þennan boga með tveimur röðum af kappmelluspori. Pressið púðann frá röngu, saumið saman fram- og afturstykki, og fyllið upp. PÚÐI SAUMAÐUR ÚR HÖREFNI Efni: 2 stk. hvítt hörefni 37x36, um 10 þræðir á 1 cm. Jurtalitað bómullargarn: dökkgrátt, ljósgrátt og dökkrauðan lit, sem fer vel við gráu litina. 1 rúða í mynztrinu — 2 þræðir. Varpið í kring um annað stykkið og finnið miðju þess. Byrjið að sauma í miðju mynztranna með 18 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.