Vikan - 31.01.1963, Side 27
i hernum í síðasta stríði,
KAFBÁTAHAZAR
OG FALLHLIFARSTÖKK
Pétur lá uppi í koju og var að geispa golunni — í bókstaflegri merk-
ingu. Hann lá þarna og geispaði eins og kjálkarnir væru að fara úr liði,
og um leið og einn geispinn var liðinn hjá, þá hófst annar.
Tárin kreistust fram í augnakrókana og runnu í stríðum straumum út
af hvörmunum, niður með eyrarsneplinum og aftur á háls, þar sem þau
blönduðust svitanum og bleyttu kojuna þar til Pétur lá bókstaflega í
polli.
Fyrir neðan Pétur voru tveir aðrir menn, sem geispuðu í kapp við hann,
og voru búnir að gera það lengi. Alls staðar, hvert sem litið var, lágu
menn í kojum og géispuðu út úr sér síðustu golunni. Sumir bölsótuðust á
á milli geispanna en aðrir báðust fyrir. öllum var það samt sameiginlegt
að þeir hreyfðu sig ekki, þótt þeir byggjust við dauða sínum þá og þegar,
og þótt allir þe'irra væru fuilfrískir menn á bezta aldri. Þeim var bannað
að hreyfa sig og þéir gátu heldur ekkert annað gert en að bíða og vona
að þeir kæmust úr þessari prísund, sem þeir voru komnir í. En til þess
þurfti töluvert átak, þvi milli þeirra og frelsisins var veggur af sjó —
nokkur hundruð metra þykkur.
Þeir voru fastir i kafbát á hafsbotni, nokkur hundruð metrum fyrir
neðan yfirborð sjávar — og komust ekki upp aftur.
VIKAN 27