Vikan - 31.01.1963, Page 42
ide. „Hann miðaði of kæruleysis-
lega. SkotiS úr byssunni minni drap
hann. Ég verð vafalaust sæindur
heiðursmerki fyrir vikið.“
„Og það hafið þér sannarlega
verðskuldað, vinur minn,“ sagði
ofurstinn af heilum hug og með að-
dáun. Hann var af gamla skólanum,
sem hafði ánægju af að mæta ofbeldi
með réttlátri iítilsvirðingu og tala
um það af kuldalegu kæruleysi. Eigi
að síður hafi ofbeldi átt sér stað,
og ofurstinn var nógu reyndur til
að geta séð það fyrir sér: Harry
fyrir neðan kjallaratröppurnar í
miklu betri aðstöðu en hinir. Ær-
andi skothrið og gneistaflug. „Hann
miðaði of kæru;eysislega,“ hafði
Scoubide sagt. Líklega hafði höf-
uðsmaðurinn skotið Harry beint í
hjartastað eftir fyrsta skotið frá
honum. Ofurstinn ímyndaði sér
undrunarsvipinn, sem hlaut að liafa
færzt yfir ásjónu Harrys. I>ví að
enginn býst við dauða sínum.
Upphátt sagði hann í ánægjutón:
„Það var lieppilegt að jiagga niður
í þeim peyja.“ Hann hugsaði um
Söruh og þann mannorðshnekki,
sem hún liefði beðið, ef Harry hefði
átt að sanna fjarveru sína fyrir
rétti.
„Það var yður að þakka, að ég
var viðbúinn öllu, því að þér sögð-
uð mér, að hann myndi líklega vera
vopnaður,“ sagði höfuðsmaðurinn.
Ofurstinn hneigði sig. Hann var
Hvar er örkin hans Nóa?
Ongfrú Yndisfríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
ÍRIS G. VALBERG,
Sólheimum 10, Reykjavík.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
örkin er á bls. Sími
fjarska hrifinn af því, að Harry
skyldi vcra úr sögunni Ilann kunni
illa við að liafa lilutina ekki í röð
og reglu.
Höíuðsmaðurinn lagði af stað
fram að dyrunum, en Roquebrun
grunaði, að hann væri ekki alveg
búinn að ljúka máli sínu. Og það
reyndist rétt.
Scoubide hóstaði enn einu sinni
hæversklega og sagði: „Heyrið þér
annars, ég hef heyrt, að nokkrir
vinir yðar, sem búa skammt frá
Miuoury bóndabænum, liafi lent í
einliverjum óþægindum. Simaþræð-
irnir hjá þeim liafa verið skornir
og bílarnir þeirra skemmdir, einn
þeirra hefur meiðzt i andliti, annar
marizt illa. Ekkert alvarlegt samt,
heyri ég.“
„Það var fallegt af yður að láta
mig vita,“ sagði ofurstinn. Eg verð
að fara í heimsókn til þeirra að
votta þeim samúð mína.“
Enn liikaði höfuðsmaðurinn, og
nú lá við, að ástúð skini úr svip
hans. „Ég er mjög ánægður með
yður, vinur minn,“ sagði hann,
„mjóg ánægður og hreykinn.“
Og af því að ekki var hægt að
sæma ofurstann heiðursmerki fyrir
þátttöku hans i málinu, mátti höi'-
uðsmaðurinn til að heiðra hann
þess i stað með smáræðu: „Frakk-
land lifði af ósigurinn í striðinu,
og það lifir áfram vegna manna
eins og yðar.“
Síðan sneri hann sér við og fór.
Næsti gestur kom ofurstanum
heldur ekki að óvörum. Það var
Jagúarinn, sem Sarah Howard átti,
en Sarah var bara ekki í honum,
heldur faðir hennar, Joel Howard,
sem sat einn við stýrið.
Milljónamæringurinn, sem var
ekkjumaður, frámunalega glæsilegur
og fullur af ameriskum lífskrafti,
var ekki með neinar málalenging-
ar. „Ég kom fyrir nokkrum klukku-
stundum,“ sagði hann. „Sarah var á
l'lugvellinum, og ég er búinn að tala
við Scoubide höfuðsmann. Ég er
hingað kominn til að færa yður
þakkir mínar.“
„Ójá,“ sagði ofurstinn, „fyrir að
endurheimta málverkin . . .“
„Nei,“ sagði Joel Howard, „fyrir
að endurheimta Söruh, dóttur mina.“
Þeir horfðust í augu með þöglum
skilningi. Siðan tók Howard aftur
til máls: „Málverkin voru tryggð
. . . auk þess eru þau ekki annað
en dauðir hlutir. En Sarah ...“ hann
hikaði, en hélt síðan áfram: „Sarah
sagði mér alla söguna. Það er mér
að kenna, að hún hefur lifað dá-
lítið villtu lífi, síðan móðir hennar
dó. Ég hef vanrækt hana. En það
mun ég ekki gera framar. Undir
slikum kringumstæðum koma Ilarr-
yarnir til sögunnar. Það var mikið
lán fyrir hana, að þér voruð hér.“
Ofurstanum tókst að setja upp
viðeigandi lítillætissvip, og hann
vonaði af öllu hjarta, að hr. Joel
Howard myndi aldrei nokkurn tíma
frétta svo mikið sem eitt smáhvísl
um endurreisn Dýraflokksins.
Howard horfði dreymandi út í
bláinn svolitla stund, en mælti síð-
an: „Góði vinur minn, Pierre, mig
langar að endurgjalda þér með ein-
hverju móti, ef þú vilt leyfa mér
það. Eitthvað — hvað sem er —
eitthvert málefni, sem þér kann að
vera kært; ég veit vel, hvilík góð-
verk þú gerir. Viltu leyfa mér það?“
Hugsanirnar þutu með eldingar-
hraða um huga ofurstans, þegar
hann minntist gömlu samherjanna
sinna fjögurra og ásetnings þeirra,
er jieir lögðu út í þetta rómantíska
en mishepnaða ævintýri. Fundar-
launin inyndu gela hjálpað niörgum
bágstöddum i nágrenninu, en áform
þeirra liafði verið stórfenglegra.
„Já,“ sagði hann, „gefðu okkur
spitala, Joel. Nýtízku spítala með
öllum beztu tækjum og ókeynis vist
fyrir fátæklingana, sem ekki geta
borgað."
„Samþykkt,“ sagði milljónamær-
ingurinn. „Þú skalt fá hann.“
„Og ég held,“ sagði Roquebrun
ofursti, „. . . ég held, að nafn hans
ætti að vera Spítali bláa Renoirsins.“
„Spítali bláa Renoirsins?“ endur-
tók Howard. „Það var skritin hug-
mynd.“
Bros ofurstans var fjarrænt, liví
að hann var enn að liugsa um vini
sína og hversu ánægðir beir myndu
verða .„En fullkomin,“ svaraði hann.
„Afsakið,“ sagði Joel Howard,
„ég skil yður ekki alveg.“
Ofurstinn gaf enga skýringu.
★
Kafbátahazar.
Framhald af bls. 29.
Siðustu súrefnisflöskurnar voru
tæmdar og nýtt líf færðist í
tuskurnar andartak. Foring-
inn notaði tækifærið og galaði
einu sinni enn af öllum kröftum
„Auftauclien!“ þvi nú átti að gera
síðustu örvæntingarfullu tilraun-
ina. Nú átti að tjalda öllu því, sem
til var og setja allt á fullt. Alsíð-
asti sjens.
Fyrsti stýrimaður ýtti á takka.
Annar stýrimaður ýtti á annan
takka. Þriðji stýrimaður ýtti á
þriðja takkann. Dælurnar fóru í
gang. Báturinn fór upp. Lóðsinn
stökk á fætur og hrópaði liúrra,
ísland lengi lifi, og allir hinir
stukku á fætur og hrópuðu húrra,
Heil Hitler. Og áður en hrópin
voru hljóðnuð var liafið fyrir neð-
an þá og nepjan yfir Norðursjón-
um streymdi niður um manhólið
á dekkinu.
Köttur úti í mýri,
setti upp á sig stýri.
Úti er œvintýri.
í ÆVINTÝRALEIT.
— En hvernig í ósköpunum
stóð á þvi Pétur, að þú lézt plata
þig út i þetta ævintýri? Segðu mér
eitthvað frá þvi.
— Það var í sjálfu sér ósköp ein-
falt mál. Ég var staddur þarna úti,
þegar stríðið brauzt út, og svo þeg-
ar þeim datt i hug, að hafa hérna
mann til að senda þeim veður
fregnir, létu þeir mig í skóla og
skipuðu mér að fara heim.
— Einfalt mál. Rétt si svona?
— Já.
— Hverslags viðtal heldurðu
eiginlega að þetta verði? í sama
stíl og þegar Mogginn talar við
happdrættissölumenn, eða hvað?
Nei, þú verður að segja mér eitt-
hvað dálitið meira.
■—- Eins og hvað, svosem?
— Hvenær fórstu út til að byrja
með?
— 1931.
— Og til hvers?
— O-o-o bara ævintýraþrá. At-
vinnuleysi hérna heima.
— Hvert fórstu?
— Til Kaupmannahafnar.
— Nú . . .?
— Jú, ég var búinn að fá at-
vinnu þar, áður en ég fór af stað,
en á meðan ég var á leiðinni út,
þá dó þessi tilvonandi atvinnuvcit-
andi minn, svo að það varð ekkert
úr þvi. Ég komst svo i að aka vör-
um fyrir heildverzlun, og var í þvi
dálítinn líma. Svo gerði ég ýmis-
legt annað. Ég var t. d. um tima
við spegilgerð, síðan lagermaður
á sjúkrahúsi, svo var ég hjá ljós-
myndafyrirtæki í Kaupmanna-
höfn.
— Fékkstu þá Ijósmyndadelluna,
eða hvað?
— Nei, blessaður ég var löngu
farinn að taka myndir. Gerði það
hér heima áður en ég fór út. Að
vísu bara að gamni minu, en nóg
til þess að ég var búinn að fá áhug-
ann.
— Nú. Hvað skeði svo?
— Svo gerðist ég þjónn á l.plássi
á skipi, „Vistula“, sem gekk frá
Kaupmannahöfn til Stettin i Þýzka-
landi. Skipið beið oft í liöfn í
Stettin. Þá kynntist ég ýmsum þar.
Svo komst ég að því að þar —• í
Stettin — var ágætur ljósmynda-
skóli, og þangað langaði mig.
Þetta var Iíklega í ársbyrjun 1939.
Og svo endaði það með því, að ég
sagði upp vinnunni og fór á skól-
ann. Hann átti að standa yfir í
eitt ár. En svo kom stríðið, og
þýzki herinn tók þá alla tækni-
skóla í sína þjónustu. Okkur var
sagt að við ættum tveggja kosta
völ. Annað að fara heim til okkar
þegar í stað, hinn að halda áfram
í skólanum eins og elckert hefði i
skorizt — en ganga í herinn.
— Þið, hverjir?
— Það voru þarna ýmsir fleiri
Norðurlandabúar, Danir, Norð-
menn, Svíar og einn Finni. Þeir
fóru allir heim, nema einn Norð-
maðurinn, — og ég.
GEKK í IíERINN.
— Þú hefur heldur kosið þann
kostinn að ...?
— Já. Mér fannst það sjálfsagt.
Ég vildi fyrst og fremst klára
skólann, úr þvi að ég var kominn
svona langt í honum. Svo var allt
gegnsýrt í atvinnuleysi liér heima,
og mér datt aldrei í hug að nokk-
uð væri hægt að1 fá að gera. Svo
var liitt, að ég var einlileypur og
til i alls lconar ævintýri, ef í það
færi. Þess vegna varð þetta að
ráði.
— Og það hefur gengið eftir-
ir vonum?
— Með skólann, já. Ég kláraði
hann eins og til stóð. Síðan var
maður látinn fara að taka myndir
fyrir herinn, hingað og þangað.
— Hvers lconar myndir voru það
aðallega?
— Það voru myndir af alls
konar framkvæmdum, tilraunum,
fyrirtækjum, verksmiðjum, vopn-
um o. s. frv.
— í Þýzkalandi aðlallega, eða
hvað?
— Aðallega, já. En anars fór ég
víða. Til Spánar, ítalíu, Austurrík-
is, Frakldands, Hollands, Belgíu,
Danmerkur og Noregs.
—- Lentirðu ekki í ævintýrum
eða lífshættum á þessum ferðum?
— Það má sennilega segja það,
því maður var jú alltaf i lífshættu
— meira og minna — allan tím-
ann. Það voru gerðar loftárásir á
borgir, þar sem ég var staddur
o. s. frv., en maður var bara hætt-
ur að telja það til tiðinda.
DJARGAÐI DRÓKUNUM.
— Munaði aldrei mjóu ...?
— Það var þá helzt þegar þeir
skutu niður um mig brækurnar.
42 VIKAN