Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 2
llmva$in Avon ilmi..,.. Dásarnleg ilmefni, bundin í miidum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema- tegundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart .. . æsandi Persian Wood, ... hressilegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. ★ KYNNIi) YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: ★ V ARALITI — MAKE-UP — PÍJÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon cosmetics LONDON NEW YORK MONTREAL ÚTSÖLUSTAÐIR: Regnbogmn, Tíbrá, Sápuhúsið, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jons Eðvarðs, Akureyri, Apótek Akraness, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannacyj- um, Verzlun Jóns Gíslasonar, Ólafsvík, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlun Ara Jonssonar, Patreksfirði. MANNORÐS- ÞJOFAR „Þú sérð ekki bjálkann í eigin auga, en flísina í auga bróður þíns“. Einhver ljótasti löstur fslendinga nú á dögum — og hefur raunar lengi verið — er níð og baktal um náungann. Er það, eins og raunar fleira, er mikið ber á í þjóðlífi voru, greinilegt merki um lélega menn- ingu, molbúahátt, og einkennir hvarvetna helzt frumstætt, hálf- menntað fólk, sem býr í fámenni, að því er talið er. Hér er þessu svo varið, eins og allir vita, að allir þekkja alla, að heita má, enda stendur ekki á að búa til slúðursögur um allt og ekki neitt og þá vanalega annaðhvort sannleikurinn rangfærður, svo að sagan verði sem gómsætust, eða jafnvel uppspunin frá rótum. Tilefnin þurfa ekki alltaf að vera mikil eða alvarleg, og þó geta orðið úr þeim verstu sögur um alla mann- lega glæpi. T. d. þarf ekki meira til, en að kona og maður hittist á götu og talist við nokkur orð, að ég nú ekki tali um, ef þau yrðu samferða spottakorn, til þess að út af þessu geti spunnist saga um, að þau séu tekin saman eða a. m. k. farin að „halda hvort við annað“! í útlöndum myndi slíkt varla þykja tiltökumál, a. m. k. þar sem ég þekki til, og alls ekki saga til næsta bæjar. Mér virðist að þetta muni stafa af sjúklegu sálarástandi, að sjá ætíð hið versta og saurugasta út úr öllu, sem náunginn gerir eða ekki gerir. En sumt fólk virðist, því miður, ekki hafa, eða sækjast eftir annarri and- legri næringu, en slúðri um náung- ann og hygg ég, að margur, karl og kona, myndu verða að játa það með sjálfum sér, ef þau vildu vera heiðarleg og einlæg við sig sjálf. En hverju ber þetta sálarástand vitni? Því fyrst og fremst, að fólk vantar betri viðfangsefni, eitthvað, sem gæti lyft huga þess upp úr þessum óþverra. Ef það læsi góðar bækur og þrosk- andi eða fengist við tómstundastörf, sem þroskaði listfengi þess á ein- hvern hátt, þá myndi það ekki langa til að heyra eða segja frá ávirðing- um annarra, sönnum eða ímynduð- um. Fólk, sem baktal stundar, gerir Framhald á hls. 3G 2 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.