Vikan


Vikan - 07.03.1963, Side 19

Vikan - 07.03.1963, Side 19
Á stundum gat maður eyði- lagt allt með vanhugsaðri ágengni. Hann reis á fætur, vafði hana örmum og kyssti hana. „Hamingjan góða, þetta er eins og blaðaviðtal,“ sagði hann óttasleg- inn. En svo tók hann að tala um sjálfan sig; hikandi, því að það haifði hann aldrei áður gert. Og þegar hann var farinn að segja frá á annað borð, var sem allt fengi ósjálfrátt líf og lit, og yrði mun athyglisverðara, en hann hafði nokkurntíma gert sér grein fyrir. Skrifstofan hans í New York, við- skiptaferðalögin, lystibáturinn í Long Island víkinni, gamli búgarð- urinn í Karolína, jólin, þegar negr- arnir sungu við bálið, veiðiferðirnar, hestarnir, appelsínuekrurnar í Suð- ur-Kaliforníu og íbúðarhúsið í Santa Barbara, æskuárin í Kína, dvölin á Filippseyjunum og Kúba, þátttaka hans í styrjöldinni — hreint ekki svo afleitt, hugsaði hann með sjálf- um sér um leið og hann sagði frá. Loks fór hann enn að tala um appelsínuræktina. Hann átti til- raunaekrur, þar sem appelsínuteg- undirnar voru kynbættar, svo að þær urðu stöðugt safameiri og ljúf- fengari. Þær voru steinlausar, og nú var eingöngu eftir að ná hinu sérkennilega bragði og ilminum, sem var af spænskum appelsínum ... „Hugsarðu aldrei um neitt annað en starfið, þegar þú ert við það?“ spurði hún. „Hvað meinarðu? Nei, það held ég ekki. Þannig eru allir karl- menn ..." Allt í einu tók hún sígarettuna úr munni hans, sogaði reykinn djúpt að sér nokkrum sinnum og fékk honum hana síðan aftur. Þessi smávsegilega, en óvænta athöfn var á sinn hátt svo einlæg og innileg, að hún fyllti hann eftirvæntingu og þrá. „Segðu mér meira,“ mælti hún. „Hefurðu ekki fengið nóg af frá- sögn minni enn?“ spurði hann og brosti. „Nei,“ svaraði hún og hristi höf- uðið. „Það er svo ótal margt enn, sem mig langar til að vita;‘ svo ótal margt, svo að ég geti hugsað um þig ... seinna." Hún þagnaði við andartak og horfði beint í augu honum. „Til að veita ímyndunar- aflinu byr undir báða vængi,“ sagði Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.