Vikan - 07.03.1963, Page 47
Hún náði Ben Purnell inni i
forsalnum. Hann hafði gengið þang-
að til þess að sjá hvað um væri að
vera.
„Falska gamla geit!“ öskraði
hún. „Þú ert eins falskur og litað
hárið' á þér!“
„Talaðu lægra!“ sagði li&nn
áhyggjufullur og leit á fólkið úti
fyrir.
„Tala lægra! Ég, sem fór i kring-
um hálfan hnöttinn til að finna
hina einu sönnu trú! Þú tókst alla
peningana mína!“ Þú eyðilagðir
stúlkurnar mínar! Og nú segirðu
mér að tala lægra!“
„Farðu ekki að rífast hérna!“
sagði hann skiparidi.
„Ég rífst hvar sem mér sýnist,
gamla hræsnari! Mannsins sonur,
það segistu vera! Skyldurðu ekki
vera einhvers annars son . . .
Hún sló hann á vangann með há-
um skell, og þegar hún hafði reitt
höndina aftur til höggs náði hann
taki á handlegg hennar og gat
stanzað hana. Þá sleppti hún Hildu
og gerði sig liklega til að klóra í
augu hans með þeirri hendi, sem
þá losnaði.
Ben konungur hafði nú misst þol-
inmæðina og reiddi hnefann, en þá
gerði hann sér ljóst, að fólkið
horfði æst á hann og Var að byrja
að ryðjast inn. Hann sneri við og
reif sig af konunni, en hún hljóp á
eftir lionum og reyndi að rifa i
skegg hans og hár. Hann náði að
hrengja neyðarbjöllu um leið og
hann hljóp upp stigann og inn í
herbergi á annarri hæð, þar sem
liann setti slána fyrir dyr í snatri.
Hópur siðhæðra manna kom
samstundis á vettvang, vopnaðir
kylfum, og skipuðu fólkinu kurteis-
lega, en ákveðið, að fara aftur yfir
i skemmtigarðinn. Ekkjunni var
lika sagt, að hingað ætti hún ekkert
erindi, og nokkrir sterklegir ungir
ísraelsmenn leiddu hana með valdi
hurt án þess að skipta sér að æðis-
gengnum hótunum hennar.
„Hann er ekki laus við mig, þessi
bölvaður svikahrappur!" kallaði
hún. „Það er langt frá því!“
Hún flýtti sér að finna Irenu,
sem vann sem einkamatreiðslukona
konungsins. Hún fór nú með báðar
stúlkurnar burt úr nýlendunni og
kærði spámanninn siðskcggjaða
fyrir að nauðga dætrum sinum.
Það höfðu borizt of margar kær-
ur fyrir sams konar brot til þess að
hægt væri að þegja þetta i hel —
frá Mrs. Lulu Baushke, Fortney
systrunum, Mose Claró — en Ben
Purnell fór aftur i hasti í fri til
Kanada meðan liðsmenn hans und-
irhjuggu vörn hans af miklum
móði. Lögfræðingur hans lagði fyr-
ir dóminn mörg hundruð yfirlýs-
ingar frá öllum konum safnaðarins,
sem komnar voru af barnsaldri, um
að konungur þcirra væri hafinn
yfir allan grun um saurlífi.
Kæra ekkjunnar stóð ein á móti
öllum yfirlýsingum og sjöunda
konungsrikið hafði staðið af sér
cnn einn storminn.
En þetta var aðeins skin milli
skúra fyrir konunginn. Næsta ár
gerði hann þá alvarlegu skyssu, að
snúa Esther Johnson gegn sér.
Enginn hafði þjónað spámann-
inum dyggilegar en þessi granna
og smávaxna sænskættaða kona,
sem nú var orðin þrítug. Hún liafði
svikið, mútað og kúgað ákærend-
ur hans. Hún hafði með öllum ráð-
um komið i veg fyrir uppþot og
óánægju í söfnuðinum, og hún hafði
leyst úr öllum vandasömustu mál-
um, sem að höndum bárust og
aldrei mistekizt eða brugðizt hon-
um.
Lögfræðingar Bens Purnell héldu
þvi seinna fram, að ósamkomulag
þeirra hefði byrjað, þegar hann
neitaði henni um þúsund dollara til
að taka þátt í verzlunarnámskeiði
við nærliggjandi háskóla. Sjálf hélt
Estlier því fram, að missætti þeirra
hefði orðið vegna vináttu hennar
við fjölskyldu úr söfnuðinum, sem
orðið hafði fyrir vonbrigðum og
var að búa sig undir að yfirgefa
hann. Siðar giftist hún syni þess-
ara hjóna. Það er hugsanlegt að
aðrar ástæður hafi einnig legið til
þess. 'Ben leyfði venjulega eftirlæt-
is stúlkunni sinni í hvert sinn að
fá að gera allt, sem hún vildi, og'
það er líklegt, að einliver fimmtán
eða sextán ára gömul stelpan, af-
brýðissöm vegna valds og áhrifa
Esther Johnsons, hafi baktalað
Esther við liann og snúið Iionum
gegn henni.
Hver svo sem ástæðan hefur
verið, þá var Esther útilokuð frá
einkaskrifstofu sinni einn morgun-
inn.
„Ég vil fá að tala við Benjamín!"
sagði hún við nýja einkaritarann
hans, H. T. DeWhirst. „Ég trúi
því ekki, að hann hagi sér svona
óskynsamlega.“
DeWhirst hristi höfuðið kulda-
lega. Hann var nýr i söfnuðinum.
Hann hafði verið héraðsdómari í
Bedlands í Kaliforniu og fyrrver-
andi sunnudagaskólakennari í Met-
hodistasöfnuðinum. Þegar hann
kom fyrst til Húss Daviðs, liafði
atvinna hans verið sú, að tína rusl
af götum skemmtigarðarins. En
upphefð hans var jafn fljót á leið-
inni og íall Esther Johnsons.
Hcilsu Benjamins konungs hafði
hrakað. Gömul meiðsli frá falli af
hestbaki háðu honurn upp á síð-
kastið, og læknar, sem hann hafði
fengið i leyni til að rannsaka sig,
höfðu komizt að þeirri niðurstöðu,
að hann væri alvarlega veikur af
berklum. Hann hafði því i æ ríkara
mæli komið vinnunni við stjórn
rikisins yfir á herðar annarra og
var nú orðinn háður DeWlirist.
„Benjamin getur ekki tekið á
móti neinum í dag,“ sagði dómar-
inn við hana. „Benjamín líður ekki
vel i dag.“
„Honum mun líða verr, eftir að
ég hef tekið til minna ráða!“ hót-
aði Esther.
Hún fór aftur til herbergis síns
og þar beið Cora Mooney eftir
henni.
„Benjamín hefur ákveðið að láta
breyta þessari álmu hússins,“ sagði
æðsta gyðjan í Shiloh. „Hann vill
að þú flytjir út á stóra búgarðinn
á meðan.“
„Jæja,“ sagði Esther blíðmál.
Vistarverur fólksins þar voru ó-
merkilegir kofar. Þetta var sama
og útlegð.
„Sannleikurinn er sá, að þú ert
ekki lengur vel séð hér,“ sagði
Cora hrokafull. „Það er bezt fyrir
þig, að gera þér það ljóst.“
Esther sneri sér að henni og
starði á hana.
,3Iér líkar ekki hvernig þú tal-
ar,“ sagði hún.
„Hvað þér likar eða líkar ekki,
er ekki lengur eins mikilvægt og
það var einu sinni.“
„Er það ekki‘?“ sagði Esther
Johnson og brosti. „Hefurðu nokkra
hugmynd um, hve mikið ég veit
um þennan stað og allt, sem hér
hefur gerzt? Þú ert ekki að tala
við Elizu litlu Murphy núna!“
„Hverja — hver er Eliza Mur-
phy?“ Rödd æðstu gyðjunnar var
orðin hás og titrandi.
„Láttu ekki svona!“ Eisther hló
kuldalega. „Ég veit um það allt
▼ZKAN U. tbL -