Vikan


Vikan - 07.03.1963, Qupperneq 51

Vikan - 07.03.1963, Qupperneq 51
hún kom inn í gistihússíbúðina gekk hún út að glugganum og dró djúpt andann. Hún skefldist eitthvað, sem hún vissi að var í aðsigi, eitthvað óþekkt, óumræðilega sterkt og vold- ugt ... ástin. ,,Ég geri ráð fyrir að þú viljir fá þér bað“, sagði Frank einhvers stað- ar á bak við hana. „Já, þakka þér fyrir“, svaraði hún og hikaði við andartak áður en hún leit um öxl. Þótt einkennilegt mætti virðast, var það fyrst nú sem hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún væri komin til Parísar. Ekki til ein- hverrar draumaborgar, en til Paris- ar, eins og hún var í raunveruleik- anum. Og það var einmitt þessi hái gluggi og litlu svalirnar fyrir utan hann sem vöktu hana til meðvitund- ar um París. Við slíkan glugga hafði hún staðið og horft út yfir borgina, þegar hún var hér í brúðkaupsferð með Kurt. Og einnig þá hafði hún fundið til nokkurs ótta. Einkennilegt, hugsaði hún. Konur koma alltaf til Parísar í fylgd með karlmönnum. „Ég verð að taka upp farangur- inn“, sagði hún við Frank. „Gott. Má ég hjálpa þér?“ spurði hann. í sömu andrá lá hún í faðmi hans og kyssti hann. Hún hneig í dimm- rautt þokudjúp, og rankaði aftur við sér í gistihússherberginu. Það var sem henni fyndist að einhver hefði verið vitni að þessum kossi þeirra, og þegar hún leit um öxl, blasti við henni brosmilt og þrýstið andlit Josephine Beauharna- is. Þetta var heldur illa gerð eftir- mynd úr gipsi af höggmynd Houd- ons, og hún stóð á arinnhillunni. Enn máttvana í hnjáliðunum eftir kossinn og faðmlögin, reikaði Eve- lyn til hennar, leitaði athvarfs hjá henni eins og reyndri systur. Ósjálf- rátt minntist hún kennslustundar í listsögu, þegar Damhauser prófessor hafði sýnt þeim þessa mynd, og farið um hana allt annað en lof- samlegum orðum. Það var undarlegt þetta líf, og óumræðilega löng leið- in frá þeirri Evelyn, sem hafði setið í þessari kennslustund í kvenna- skólanum og þeirrar Evelyn, sem nú var komin til stefnumóts við elsk- huga sinn í gistihússíbúð í París. Henni fannst sem hún hefði upp- haflega kynnzt þessari Josephine hjá vönduðu og heiðarlegu fólki, og að þær hittust nú aftur við þær aðstæður, sem væru þeim báðum jafn ósamboðnar. Vitund hennar var einkennilega tvískipt — það var sem hún stæði utan við sjálfa sig og sægi sig annars augum. Og hún sá að með þessari Parísar- ferð sinni hélt hún fram af hengi- fluginu en sá það jafnframt að hún gat ekki annað, og að henni stóð gersamlega á sama um hvað við tæki. Hún sá og fann að hún vildi það eitt að þessu ósjálfræði yrði fullnægt, en vissi aftur á móti ekki í hverju sú fullnæging yrði fólgin. Og hún vissi að hún var reiðubúin að taka hvaða niðurlægingu sem var, einungis til þess að þessu ó- kunna yrði fullnægt. Með sviða og sársauka varð hún þess vör, að Frank leit að vissu leyti niður á hana fyrir það, að hún hafði orðið við beiðni hans um að koma. Henni virtist allt tvírætt og saurugt á þess- um stað, slitið silkiáklæðið á hús- gögnunum, hvernig burðarkarl gistihússins laumaðist um, þegar hann bar töskuna hennar inn fyrir þröskuldinn, jafnvel veggfóðrið. Og uppi í loftinu er dökkur rakablett- ur frá lekri vatnsleiðslu. Josephine brosir af meinfýsni og blygðun við þessu öllu saman. Frank gekk þvert yfir gólfið, tók litlu handtöskuna hennar og bar hana inn í svefnherbergið. Þegar Evelyn gekk þangað á eftir honum, sá hún hvernig kvikir vöðvarnir hnykluðust undir dökkbláum jakka- fötunum. Þannig var það alltaf; í hvert skipti sem henni varð litið á Frank, var sem hún sæi líkama hans gegnum fötin. Allt varð henni svo annarlega líkamlegt, eitrað ljúfri og heitri fýsn. Frank tuldraði eitt- hvað; hann virtist dálítið vandræða- legur og það jók henni sjálfsöryggi, þrátt fyrir allt. Loftið inni í svefnherberginu var þungt af dulum ilmi dimmrauðra rósa, sem stóðu á náttborðinu við rekkjuna. Og um leið var sem allt yrði fegurra og þokkafyllra; rósirnar voru henni dýrmætt og dulúðugt tákn, öldungis eins og mímósurnar, sem henni höfðu borizt heim í Dússeldorfstrasse. Kannski hafði Frank þann háttinn á, þegar hann vildi tjá ást sína. Kannski veittist honum erfitt að tjá sig í orðum; kannski var hann feiminn og hlé- drægur, bak við hið örugga og til- þrifamikla fas sitt. „Þakka þér fyrir“, sagði hún af innileik. Hún hafði herbergi út af fyrir sig, það gerði henni strax allt auðveldara. Hún óttaðist rekkjuna og varaðist að líta hana, Frank lét einnig sem hann sæi hana ekki. Það sem næst kom henni á óvart var svo það, að hann hafði skráð hana á gestalistann sem eiginkonu sína. Það jók nokkuð álit hennar á staðnum, en um leið snart það hana sem snöggt svipuhögg; það var eins og allt yrði enn tviræðara og ógagnsærra fyrir bragðið. ann- ars var það í sjálfu sér hlægilegt að hugsa sér Frank í hlutverki eiginmanns. Hún hafði orð á því, að hann væri alger mótsetning við það að vera eiginmaður, þegar hann hjálpaði henni við að taka upp úr ferða- töskunni og bar síðan smádótið hennar inn í svefnherbergið. Og hann nam staðar á þröskuldinum með tannsápustaukinn hennar í hendinni. „Einmitt það? Og hvernig er svo þessi algera mótsetning við eigin- mann, ef ég má spyrja?" Framhald í næsta blaði. H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 1501 og 3001■— fyrir heimili, verzlanir og veitingahús. VIKAN 10. tbl. -

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.