Vikan


Vikan - 04.04.1963, Síða 6

Vikan - 04.04.1963, Síða 6
Hann á eftir að verða eitthvað mikið, þessi pattaralegi strákur. Það er auðséð á svipnum. En svona fyrst f stað er hann ekkert ánægður með þessa stóru og víðu veröld. NYR EINSTAKU NGUR HEIMINN Nýr einstaldingur í heiminn, allslaus og hjálparvana. Hvaða þýðingu liefur það? Hann verður einn af þessum fjögur þúsund, sem sjá dagsins ljós á ári hverju og fjölga þjóð- inni um tvö prósent. Ef til vill verður hann óþekkt stærð í hinum nafnlausa fjölda, ef til vill verður hann framúrskarandi á einhverju sviði, jafnvel leiðtogi. Þetta er alltaf jafn óráð- in gáta, hvenær, sem nýr einstakl- ingur kemur i heiminn, nema við viljum trúa stjörnuspámön num, sem segja, að ævi mannsins á- kvarðist i smáatriðum af innbyrð- is afstöðu stjarnanna á því augna- hliki, sem barnið kemur i heim- inn. Ef það er svo, þá er þetta sannarlega mikið happdrætti allt saman. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði er barnið nýfædda aðeins brot af þessum tveim prósent- um, sem bætast við þjóðina á ári hverju, nýr skattþegn þegar til kemur, neytandi með ein- hverjar ákveðnar meðaltekjur, ef til vill meðlimur i stjórnmálaflokk. Frá öðruin sjónarhól hefur þessi athurður miklu meiri þýðingu. Um leið og barn kemur í heiminn, byrjar saga. Ef til vill mikil ör- lagasaga. Það er eins líklegt, að frá þessum hjálparvana einstaklingi, sem liggur í vöggunni, þrútinn og rauður i framan, eigi eftir að koma mikill og merkur ættbogi. Líf hans á eftir að tvinnast og þrinn- ast og kvísiast saman við lífshlaup annarra einstaklinga; valda gleði eða sorgum eftir atvikum og leiða til þess að enn nýir einstaklingar hefji göngu sina. Frá sjónarmiði foreldranna er barnið nýfædda gimsteinn öllu dýrmælara, uppfylling vona og fyrirheit um hamingju, dýpt og fyllingu í sambúð- inni. Og eftir að þessi einstaklingur kemst á legg: Nýr meðlimur i fjölskyldu, vinur vina sinna, vinnufélagi, eiginmaður eða eiginkona og þannig mætti lengi telja. Fátt er eins ópersónulegt og röð nýfæddra barna á fæðingarheimili. Það er rétt eins og hópur unglamba á vordegi. Manni virðist þau nálega öll eins, nema þessi fáu hár á kollinum á þeim eru misjafnlega dökk. Samt hefur svo þýðingarmikill lilutur gerzt, að- — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.