Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 46
eftir hjá honum, og hann hafði komizt á lag með að stjórna svo þurftum sínum, að hann sinnti þeim ekki nema þegar honum þótti hent- ugast. Hann hætti einnig að eta hádegisverð. Connie gaf honum að borða á morgnana, áður en hún fór í vinnuna, síðan bragðaði hann hvorki vott né þurrt fyrr en hún kom heim aftur að vinnu lokinni, heldur lá hreyfingarlaus og lét hug- ann reika. Smámsaman var þetta vökudraumlíf hans orðið með af- brigðum frjótt og fjölskrúðugt. Hann gerði ekki neitt til að örva það sjálfur, hafði ekki nein áhrif á það eða beindi því að neinu sér- stöku, heldur lét draumsýnimar koma og fara ósjálfrátt, og undir- meðvitund hans bætti stöðugt öll sín fyrri met, varðandi sköpun hinna furðulegustu kynjamynda, sem liðu óslitið framhjá hugskots- sjónum hans í myrkrinu og þögn- inni. Það kom nú varla fyrir að hann væri hetjan í þeim frásögn- um, ekki einu sinni þátttakandi, heldur einungis hlutlaus áhorfandi. Ekki fann hann heldur hjá sér neina löngun til neins annars. Hann gerði sér grein fyrir því, að það var hans eigin hugsun, sem skóp þessar mynd- rænu frásagnir, en aðeins á óbein- an hátt, þannig að hann varð sér þess aldrei meðvitandi að hann væri höfundurinn eða ætti nokkurn þátt í þeirri sköpun sjálfur. Og til þess að flýta enn meir þessu, sem hann vissi ekki hvað var, hætti hann að leggja sér til munns annað en fæðumauk, og Connie mátti hvorki salta það né krydda á nokkurn hátt. Soðin egg voru of bragðljúf, kjöt of safamikið. Og hann nærðist eingöngu á mjúku og bragðlausu fæðumauki, sem hann þurfti einungis að renna niður, og hann vissi að nú færi hann að nálg- ast eitthvert takmark, þótt hann vissi hins vegar ekki í hverju það var fólgið. Og hann þóttist sæll og haming j usamur. Connie var líka sæl og hamingju- söm, og það var ekki laust við að hún skammaðist sín fyrir það. Móð- ir hennar heimsótti hana oft nú orðið, var stundum yfir nóttina og *vaf þá á legubekknum frammi í dagstofunni. Þær ræddust oft og lengi við. Móðir hennar hafði mestu andúð á Norman, taldi hann sér- góðan, og hafði andúð á dóttur sinni fyrir að halda uppi vömum fyrir þetta heimskulega tiltæki hans. „Hlustaðu nú á mig, væna mín,“ sagði móðir Connie, „láttu hann bara eiga sig, piltinn. Sjáðu bara til hvort hann verður lengi að snaka sér framúr, þegra hann fer að svengja." „En ég vil ekki vita hann þjást, mamma.“ „Það er honum sjálfum fyrir beztu. Og því í ósköpunum ertu eiginlega að hanga hjá honum?“ „Ég elska hann, mamma. Og hann er eiginmaður minn,“ svaraði Connie. „Eiginmaður — þó þó! Hann er enginn maður, og hafðu það. Kjöt- flykki og ekkert annað. Kemur hann nokkurn tíma nálægt þér eins og karlmaður?" „Já, svo sannarlega. Það er ein- ungis umheimurinn, sem hann er að flýja. Öll þessi vandamál, sem hann gat ekki leyst. Hann hagar sér hvað það snertir eins og lítill drengur. Ég verð að leggja mig fram við að skilja hann.“ hlustalokurnar. „Halló, tengdamamma!" var Nor- man vanur að segja og um leið brosti hann glaðlega. En hann ræddi aldrei við hana; það var í mesta lagi ef hann spurði hana hvernig henni liði. Og það kom yfir- leitt ekki fyrir að hann tæki af sér hlustalokurnar til að heyra hvað „Ég fæ ekki séð neina ástæðu til þess. Láttu hann um að skilja sjálf- an sig. Það er ekki eins og þú yng- ist með árunum, gættu að því. Ef ég væri í þínum sporum, léti ég hann eiga sig og leitaði uppi ein- hvern annan.“ Ekki var það þó alltaf, að þær þrefuðu þannig. Lengst af sátu þær og röbbuðu saman um daginn og veginn, og smám saman færðist samband þeirra í sama horf og verið hafði áður en Connie giftist. „Mamma er komin, Norman,“ kallaði Connie svo hátt að Norman komst ekki hjá að heyra, þrátt fyrir tengdamóðir hans hefði til málanna að leggja. Þau Angela og Larry Pervis litu inn endrum og eins, en þegar þau höfðu, eins og af skyldurækni, rétt stigið inn fyrir þröskuldinn í svefn- herberginu, settust þau að í dagstof- unni og röbbuðu við Connie. Þau voru vinir hennar enn sem fyrr, en það var því líkast sem tognaði óðum á öllum tengslum — þrenningin hefur aldrei verið heppileg, hvað langvarandi vináttu snertir. Eitt sinn buðu þau Connie heim, og þá kom á daginn að þau höfðu líka boðið heim ókvæntum kunningja sínum á hennar aldri svo þau yrðu fjögur talsins. Kvöldið varð henni óumræðilega þreytandi, hún hafði ekki hugmynd um hvaða skilning hún átti að leggja í þetta tiltæki þeirra, og þó var enn lakara að hún fann að hún hafði sjálf ekkert á móti nánum kynnum af framandi karlmanni og blygðaðist sín sárlega fyrir ístöðuleysi sitt — og daginn eftir átaldi hún Angelu harðlega fyrir það í símanum að hafa vitandi vits reynt að fá sig til að gerast Norman ótrú. En svo leið það hjá, og þau heimsóttu hana eftir sem áður, og þó að ljóst væri að þau álitu ekkert annað ganga að Nor- man en hengilmænuhátt og dáð- leysi, gerðu þau ekki neina tilraun til þess aftur að koma henni í kynni við aðra karlmenn. Connie var hvað eftir annað að því komin að fá sálfræðing til að athuga Norman, en þegar á átti að herða, gat hún ekki með neinu móti fengið sig til þess. Hún var ákaf- lega fátöluð og fálát í starfi sínu nú orðið, en afkastameiri en nokkru sinni fyrr, og í byrjun marzmán- aðar fékk hún launahækkun. Þeg- ar hún sagði Norman það, brosti hann í viðurkenningarskyni, en engu að síður fann hún að hann hafði ekki minnsta áhuga á því. Hún gældi við þá uppástungu móður sinnar að láta hann sjá um sig sjálfan og vita hvernig færi. Ekki sjálfrar sín vegna, sagði hún við sjálfa sig, heldur hans vegna. Loks gerðist það eitt föstudags- kvöldið, að hún bar honum ekki neinn mat. Hún sat döpur og ein- mana yfir sínum eigin kvöldverði, og hver munnbiti vakti með henni samvizkubit og sektarkennd. Ekki minntist hann neitt á mat það kvöld. Þegar hún lagðist allsnakin hjá hon- um, bjóst hún við að hann mundi spyrja um mat, en hann gerði það ekki. Ekki heldur á laugardaginn, en þegar leið á sunnudaginn, og hann hafði ekkert innt hana eftir mat, brast hana kjark. Hún bar honum margfaldan skammt af maukinu, og hann gerði því skil að miklu leyti. En hann minntist ekkert á það að hann hafði verið matarlaus í nærri tvo sólarhringa. Miðvikudaginn næstan á eftir til- kynnti Norman henni að hann vildi ekki að hún rekkjaði hjá honum lengur. Það truflaði hann, sagði hann, og þegar hann fann fyrir hör- undi hennar gegnum náttfötin, þótti honum það hrjúft eins og sandpapp- ír, sagði hann. Nú vildi hann rjúfa síðustu tengslin við umheiminn, mælti hann enn fremur, snertiskynj- unina. Þetta mælti hann án nokk- urrar tilfinningasemi, hlutlaust og fræðilega, rétt eins og hann væri að leggja einhverjum öðrum en sjálf* um sér lífsreglurnar af læknislegri nákvæmni. Hún grét, en honum varð ekki hvikað, og hún varð að gera sér að góðu að sofa á legu- bekknum frammi í dagstofunni. Hann vildi ekki einu sinni leyfa henni að baða sig eða dyfta framar. Hún beið þess að honum kynni að snúast hugur, en því var ekki að heilsa; hún bað hann þess á hverju — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.