Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 16
HAPPASÆU HNEYKSU NÝ SMÁSAGA EFTIR SÉRA SIGURÐ EINARSSON í HOLTI TEIKNING: HALLDÓR PÉTURSSON Það vissu allir, að frú Carstensen var rík. Ekki þannig, að hún bærist mikið á. Það var öðru nær. Hún gekk oftast nær um heima hjá sér með ljósa vinnusvuntu og söng. Söng og vann. Ef hún var ekki að vinna í húsinu, vann hún í garðinum. Og þegar hún gat ekkert fundið sér til í garðinum eða húsinu, lék hún á hljóðfæri og söng. Hún hafði verið forustu- sópran hjá Mogens Wöldike í Palestrinakórnum, áður en hún giftist og flutti til Köge. Það vissu allir, að herra Carstensen var ekki ríkur, en hann var mjög dugandi forstjóri fyrir myndarlegu iðnfyrirtæki í Köge, hafði ríflegar tekjur, en átti ekki eignir til muna. Hann hafði hafizt úr algerri fátækt. Hann var áræðinn um nýbreytni, harðsnúinn sölu- maður, glöggur maður og var. En hann hafði frábærlega aðlaðandi framkomu, var karl- mannlegur og fríður. Snjall samkvæmismaður, hugmyndaríkur, glettinn og hrókur alls fagnaðar. Karlmenn báru virðingu fyrir honum og gátu ekki annað en dáðst að honum. Konur dáðust að honum og gátu ekki annað en borio virðingu fyrir honum. Hann virtist una hvoru tveggja jafn vel. Af þessu er auðsætt, að menn voru yfirleitt ekki í neinum vafa um, hverju Ejnar Car- stensen átti sitt auðuga og glæsilega kvonfang að þakka. Hann hafði blátt áfram rænt hjarta ungfrú Soffiu Erichsen. Og gamla, vellauðuga David Erichsen hafði ekki þótt taka því að angra augasteininn sinn með því að gerast þeim Þrándur í Götu. Hann var orðinn ekkjumaður um þær mundir, sem þessi ráðahagur var stofnaður, sat í óskiptu búi og við- skiptum. Hann hafði árum saman verið Fólksþingmaður fyrir eitt stærsta kjördæmi Kaup- mannahafnar, átti sæti í fjárhagsnefnd þingsins og var þegar kominn í forustuaðstöðu í flokki sínum. Hann gerði sér lítið fyrir, um leið og hann samþykkti ráðahaginn, skipti búi sínu og greiddi börnum sínum þremur út móðurarf. Minnkaði hann þannig umsvif sín, meðal annars til þess að fá betra tóm til að sinna áhugamálum sínum. Það vissi enginn, hve mikið af hlutabréfum, fasteignum og öðru farsællegu góssi hafði fylgt Soffíu Erichsen úr föðurgarði. En allir þóttust vita, að það hefði ekki verið neitt smáræði. Hitt var aftur á móti á allra vitorði, að auður frúarinnar var séreign. Og það var talið, að tekjur hennar af eignunum næmi að minnsta kosti tvöföldum árslaunum manns hennar, einkum eftir að umsjá þeirra og ávöxtun færðist smám saman algerlega á hans hendur. Gamli Davíð Erichsen var fyrir alllöngu hættur öllum afskiptum af þeim málum, hefur sennilega litið svo á, að öllu væri óhætt í höndum Carstensens. Og því var sannarlega öllu óhætt. Þannig stóðu hagir þeirra Carstensens-hjóna, þegar ég kynntist þeim. Þau bjuggu í stóru, yndislegu húsi í útjaðri Köge. Þau voru ákaflega gestrisin. í húsinu stóðu jafnan uppbúin fjögur gestaherbergi. Og það kom ekki oft fyrir, að þau væru öll auð. Stundum voru það viðskiptavinir Carstensens, stundum ættingjar þeirra hjóna og venzlalið, stundum tónlistar- menn, málarar eða rithöfundar. Bókmenntir, tónlist og málaralist voru í háveg'um hafðar á heimilinu, umgengishættir allir mjög frjálsir, tónn heimilisins glaðværð og hnýsnislaus alúð. — Ég hef hvergi dvalið gestur, þar sem mér hefur þótt jafnelskulegt að vera. Svo frjálsir voru gestir í húsi þeirra Carstensens-hjóna, að þeim taldist ekki skylt að mæta til máltíða, nema til miðdegisverðar klukkan sex, ef þeir kusu heldur að skoða sig um, eða sinna viðfangsefnum sínum. Þess var þó vænzt, að þeir gerðu húsfreyjunni í tæka tíð grein fyrir fjarveru sinni. Að öðru leyti ríkti gamall og gróinn bragur borgaralegrar menningar á heimilinu. II. Ég hafði verið nokkra daga. Þetta var í maí og yndislegt þarna suður á ströndinni. Við fórum í sjóinn, lágum í garðinum og sleiktum sólskinið, lásum, ókum um nágrennið á kvöldin. Herra Carstensen virtist ekki eiga eins annaríkt, eins og stundum áður. Hann kom oft heim um klukkan þrjú og fór ekki aftur til vinnu. Þetta var á árunum milli heimsstyrjaldanna, kreppan mikla farin að gera talsvert óþægilega vart við sig á ýmsum sviðum, en þó ekki komin í algleyming. Það gat ekki dulizt, að samdráttur og erfiðleikar voru í aðsigi. En það hafði lítil áhrif á lífið í húsi Carstensens-hjóna. Þannig stóðu sakir, þegar ég dag nokkurn fékk bréf frá gömlum vini mínum í Kaup- mannahöfn. Hann var tónlistarmaður og barðist þar í bökkum, lifði allur í list sinni og var þegar orðinn afreksmaður í sinni grein, en var ósýnt um að koma ár sinni fyrir borð. Ég held, að hann hafi líka goldið þess stundum að vera íslendingur. Hann var manna vörpulegastur á vöxt, stórbrotinn í skapi og einarður, sem stundum kom sér illa, og hann hafði takmarkalausa fyrirlitningu á öllu, sem hann nefndi smáborgaralegt puð. Nú hafði honum brugðizt atvinna, sagði hann mér ■—og hreinlega svalt. Engra peninga von af ís- landi, fyrr en eftir mánuð. Hvað skyldi nú taka til bragðs? Mér féll þetta mjög þungt, en sá litla getu mína til úrbóta. Fannst hörmulegt, að þessi Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.