Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 10
I SKftMMDEGISFJOTBUM HANN LÁ STÖÐUGT MEÐ BUNDIÐ FYRIR AUGUN OG VAR BÚINN AÐ MISSA ALLA LÖNGUN TIL STARFS. SVO TRÓÐ HANN í EYRUN TIL ÞESS AÐ ÚTILOKA HLJÓÐ OG EINNIG TRÓÐ HANN í NASIR SÉR. AÐ LOKUM NEITAÐI HANN AÐ REKKJA HJÁ CONNIE - SA«A EFTIR RICK RTRIN - SÍÐARI III.ITI Daglangt lá Norman í rekkju sinni og hugleiddi hlutina og lét sig dreyma og hlustaði á raddir hússins og götunnar úti fyrir. Hann reyndi að hlusta á útvarpið, en hin létta tónlist særði eyru hans, og eina út- varpsstöðin í borginni, sem hafði góða tónlist á dagskrá, rauf flutn- inginn stöðugt með auglýsingaglamri, sem kallaði hann aftur til veru- leikans, óðara en hann var genginn tónlistinni á vald. Og þegar rigndi, eins og oftast í desember, hafði hann ánægju af að hlusta á dropana falla á einhvem fastan flöt. Hann óskaði þess að hann gæti heyrt þá falla á málmþak, en svo komst hann að raun um, að ef hann opnaði gluggann nokkuð, þannig að droparnir féllu á gluggasylluna, heyrðist sama einróma lágværa hljóðið. Nú fóru áhyggjur af framtíðinni að leita á hann endrum og eins. Dag nokkurn gerði hann sér það ljóst, að hann hafði ekki minnstu löngun til að hverfa aftur til starfa síns, eða nokkurs svipaðs starfa. Hann leit á sinn gamla starfa sem tilgangslaust pappírspúl. En hann kunni ekki til neins annars starfa, hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að vinna sér fyrir lífsviðurværi með öðru móti. Og það var auðveldara fyrir hann að skjóta þessum áhyggjum aftur fyrir, þegar hann lá í myrkrinu, og láta hugann reika. Hugsanir hans snerust oft um kynræn atriði. Hann gerði sér í hugar- lund fáránlegustu ástaleiki. Hann gerði sér í hugarlund að gamlar tröllskessur hefðu náð honum á sitt vald og neyddu hann til rekkju- bragða með sér. Um skeið snerust þessir dagdraumar hans einkum um afrek og hetju- dáðir. Hann var foringi skæruliða í sigruðu landi, og vissi að hann og sveit hans var fyrirfram dæmd til að bíða ósigur og tortímast, en barðist engu að síður af hinni mestu dirfzku. Eða þá að hann barðist einn síns liðs. Hann var veiðimaður á auðnum uppi eða hann ruddi sér leið gegnum skógarþykknið. En þessar draumsýnir máðust út smám saman, og við tóku hálfvolgar tilraunir til sjálfskönnunar og til að ráða tákn- mál bæði þeirra drauma, sem hann dreymdi í vöku og svefni, og gátu þess að hann skyldi hafa flúið þannig á náðir rekkjunnar. Hann svaf nú fyrir ofan konu sína í rúminu, en áður hafði hann alltaf sofið fyrir framan, nær náttborðinu og vekjaraklukkunni. En nú var það hún, sem þurfti að vakna á ákveðnum tíma og komast til vinnu sinnar, og þess vegna skiptu þau um. Fyrst í stað ruglaði þetta drauma hans, honum fannst sem hann svæfi í ókunnu rúmi og þegar hönd hans leitaði í svefninum líkama Connie, fann hann harðan vegginn fyrir. Hann reyndi að fá hana til að taka frumkvæðið í ástum þeirra, en duldist ekki hlédrægni hennar og hann varð að taka forustuna. Síðla í desember tók hávaði að valda honum óþægindum, gnýrinn af umferðinni úti á götunni, þar sem vörubílarnir óku með skarki og skruðningum, hróp og köll og útvarpsöskur í næstu íbúðum, grátur í krökkum, hemlasarg, lífstjáning borgarinnar. Þessi hávaði kom hon- um í uppnám, hærri hljóð ullu honum líkamlegum sársauka. Ég hörfa stöðugt lengra undan, hugsaði hann. Skríð innar í móður- lífið. Morguninn eftir bað hann Connie að kaupa handa sér hlustalokur. Það var þessi beiðni hans um hlustalokurnar sem gerði, að Connie gat ekki lengur leynt ótta sínum. Henni var þvert um geð að gera grein fyrir því böli, sem þessi sjúkleiki Normans hafði í för með sér, en nú gat hún ekki að sér gert. Hann er að breyta Norman í eins konar jurt, hugsaði hún. Kona getur ekki elskað mann í jurtarlíki, hugsaði hún. Og þó var sú raunin, að ást hennar á honum jókst stöðugt. Henni var það ljúf og hjartfólgin athöfn að mega baða hann á kvöldin og dyfta hann, þar sem hættast var við legusárum. En í rauninni á ég ekki neinn eiginmann lengur, hugsaði hún, að minnsta kosti ekki í raun- hæfum skilningi. Samt sem áður þurfti hann hennar með og um leið svalaði hann þörf hennar fyrir að annast einhvern og unna. Og nú hlustaði hann þó á hana á kvöldin í stað þess að sökkva sér niður í verkefni, sem hann hafði tekið heim með sér. En hún óttaðist að hlustalokurnar, sem hún keypti og færði honum daginn sem hann minntist á þær við hana, og sem hann notaði síðan á daginn, þegar hún var ekki heima, væru í rauninni tákn þess að sjúkdómurinn væri í stöðugri sókn. Um jólin lagði hún sig alla fram við að endurvekja áhuga hans á umhverfinu og því, sem var að ger- ast í kringum hann. Hún lýsti fyrir honum ljósadýrðinni og litaskraut- inu í miðborginni og öllu annríkinu og umferðinni. Hún keypti jólatré og skreytti eins fagurlega og henni var unnt og reyndi að fá hann til að taka frá augunum og skoða það. Hún bakaði og sauð og steikti og gerði allt, sem í hennar valdi stóð til að vekja áhuga hans á heimi raunveruleikans, en þó að hann hlustaði á frásögn hennar, var hann ófáanlegur til að rísa upp og taka bindið frá augum sér. í janúarmánuði fór hann að nota hlustalokurnar eins þó að hún væri heima. Fyrst lét hann sem hann hefði einfaldlega gleymt að taka þær af sér, en áður en langt um leið þóttist hann ekki vita að hún væri nálæg, og væri að tala við hann og sneri sér til veggjar og tók svæfil og lagði ofan á vanga sér til að treysta sem bezt algera ein- angrun sína. „Þetta gengur alltof langt, vinur minn,“ sagði hún eitt kvöldið, þegar svo hittist á að hann hafði tekið af sér hlustalokurnar sem snöggvast. „Þú lætur stöðugt meir undan síga.“ „Það skiptir ekki svo miklu máli,“ svaraði hann. „Það stafar ein- faldlega af því, að ég hef ánægju af því. Þegar ég finn svo vakna hjá mér löngun til að fara á fætur aftur, þá geri ég það.“ „En þetta gengur alltof langt. Þú ... þú ...“ „Ég leita aftur inn í móðurlífið; er það ekki það, sem þú meinar?“ spurði hann. „Angela segir ...“ „Já, ég veit, ég veit ... En hlustaðu nú á mig, elskan. Ég er dálítið þreyttur. Ég held að ég fái mér því smáblund. Við getum svo talað um þetta seinna.“ „En, Norman ... þú sem hefur sofið í allan dag ...“ Það var þýðingarlaust að ætla að mæla hann máli; hann hafði grafið sig í svæflana, sett á sig hlustalokurnar og vildi ekki á hana hlýða. Daginn eftir fór hún á fund læknisins, en um það hafði hún lengi verið að hugsa að undanfömu. Hún hagaði því svo til að hún gæti verið heima, þegar læknirinn kæmi. Þetta var heimilislæknirinn þeirra, nokkuð við aldur og grá- hærður, með örlítið yfirskegg. Connie hafði alltaf fundizt sem hann hlyti að vera heimspekilega þenkjandi. „Þetta er nú eiginlega ekki í mínum verkahring,“ sagði hann við Connie. „Þér ættuð að snúa yður til sálfræðings. Að sjálfsögðu gæti Framhald á bls. 45 10 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.