Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 50
MERKIÐ ER: SPORTVER Óshagjöf fermingarbarnsins er NERPONT ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: ★ höggvarið ★ vatnsþétt ★ glæsiLegt ★ árs ábyrgð ★ dagatal ★ óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. ★ Dömuúr — herraúr, glæsilegt úrval. Sendi í póstkröfu um allt land. Qarðar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi. — Sími 10081. minntist þess, að hann hafði séð hana einmitt svona á svipinn einu sinni áður — þegar hún ók bílnum úti á þjóðveginum með 120 km hraða. En hann fékk ekki skilið í hvaða sambandi þessi svipur, sem virtist túlka áhættufýsn hennar, gat staðið við venjulegt símtal. „Halló, Evelyn, ertu þarna?“ sagði Maríanna allt í einu. „Þú hefur vitanlega sofið vært og lengi ... Það er gott að heyra. Og hefurðu leikið þér við köttinn? Finnst þér of langt þangað fótgangandi? Nei, þú þarft ekki endilega að fara, ef þú ekki vilt. Ég kem um áttaleytið, og þá borðum við kvöldmat. Heyrðu . .. Kurt er hérna, og hann biður að heilsa ...“ Maríanna lagði enn lóf- ann yfir talnemann. „Hún biður að heilsa þér, og spyr hvort Litlibróðir hafi ekki verið þægur?“ Droste kinkaði kolli og brosti. „Hann hef- ur ekki verið óþekkari en hann er vanur,“ sagði hún. „Þér líður vel, er ekki svo? Er það nokkuð sérstakt, sem ég á að segja Kurt ... Þú mátt ekki leggja of hart að þér,“ sagði hún við Kurt. „Jæja, bless ... og mundu eftir að kaupa tíu kíló af ís, þegar íssalinn kemur ...“ Hún hélt á talnemanum og glóð- in í augum hennar varð enn heit- ari. „Viltu ekki annars tala við hana sjálfur?" spurði hún, og stóð tein- rétt eins og dansmær, áður en hún heldur út á strengda línuna, og barmur hennar bifaðist. Droste yppti letilega öxlum, en reis þó seint um síðir á fætur og tók við talneman- um, ylhlýjum úr hendi hennar. „Halló, vina mín,“ sagði hann. Það heyrðist lágur brestur. „Númerið svarar ekki,“ heyrðist símastúlkan segja. „Nú — jæja, hún hefur lagt á,“ sagði Droste og lagði talnemann á gaffalinn. Maríanna, sem hafði staðið við hlið honum með sígarettu milli var- anna, kveikti nú í henni, teygaði að sér reykinn og það var eins og hún varpaði öndinni léttara. Það var farið að rökkva, og hún var fölari en hún átti vanda til; hann minntist þess ekki að hafa séð hana svo föla áður. „Því verður ekki móti mælt, að þetta var mikill sigur, sem þú vannst í dag,“ sagði hún og stóð við hlið honum. „Ég var sannarlega stolt af þér.“ „Já. Og þetta er hið eina, sem gerir dómarastarfið þess virði, að maður helgi því krafta sína. Þegar rriaður hefur þreifað sig áfram, skref fyrir skref ... og svo stendur maður allt í einu andspænis sjálf- um sannleikanum ...“ Maríanna strauk honum hárið. Leit undan. „Sannleikurinn er flókinn, vinur minn,“ sagði hún lágt. „Flóknari en jafnvel landsyfirréttardómari getur gert sér í hugarlund.“ Það lá við að meðaumkunar kenndi í rómnum, og Droste leit spyrjandi á hana. „Hvað áttu við með því?“ spurði hann. „Ekkert sérstakt," svaraði Marí- anna. „En hvernig geturðu vitað hvað er sannleikur? Hvernig veiztu að þvottakonan segi sannleikann? Hver veit nema eiginmaður hennar segi satt, en hún hafi allt í einu orðið óð af afbrýðisemi og vilji hann feigan. Sannleikurinn — hvað er í rauninni sannleikur?" Hún hló kaldranalega. Droste varð starsýnt á sterklegar axlir hennar, og allt í einu varð hann gripinn ákafri löngun til að vefja hana örmum og kyssa hana. En hann bældi þá löngun niður, eins og svo margt annað. „Þú ættir að gefa mér aftur í boll- ann,“ sagði hann. Framhald í næsta blaði. KEILUSPIL. Framhald af bls. 37. og 6 cm eru einnig milli raðanna. Á 2. mynd sjáum við keilubrautina á hlið. E, er net- eða tuskupoki. C, stuttu hliðarfjalimar og F fjölin, eru í sambandi við keilurnar, en hægt er að reisa þær allar upp með einu handtaki og þann útbúnað sjáum við á 3. mynd, þar sjáum við í endann á brautinni, eins og hann liti út ef blikkrenningur og poki væri fjarlægt. Hér er gert ráð fyrir, að neðan í hverri keilu sé band, sem þræðist í gegn um götin í A og F, en F- fjölin er á lömum (sjá L) og hægt að krækja henni upp (sjá K). Böndin (S) eru mislöng, en á meðan þau eru tengd við botnfjölina, þarf hún að hanga niður, eins og sýnt er á 3. mynd, en keilurnar standa á götunum meðan það er gert. Fjölinni er krækt upp, meðan skotið er á keilurnar, böndin eru þá slök, svo keilurnar geti dottið (ef þú hittir þær), en þegar þær eru reistar við, er botnfjölinni ýtt niður. Þessum útbúnaði má auð- vitað sleppa, en það er til flýtis- auka að hafa böndin, og þau þarf að negla í miðju á keiluandana. Svo þarf ekki annað en taka í öll bönd- in og toga í — og allar keilurnar rísa upp þar sem þær eiga að standa. Keilurnar eru 10 alls, ca. 10—12 cm langar, sagaðar úr kústskafti, ■— og vel sagaðar — svo þær standi lóðréttar. Keilubrautin getur legið á stofuborðinu, meðan leikið er og kúlunni er skotið með 1 m löngu kústskafti. Ef þið eigið ekki tré kúlu, verður að notast við lítinn harðan bolta. í næstu Viku birtum við leikregl- ur — en þá vonum við að smíði keilubrautarinnar verði lokið. Góð samvinna. Framhald af hls. 37. leifur Hallsson. — Auk þess fékk skólinn sérstaka viðurkenningu fyr- ir frábæran árangur nemenda og teiknikennarans, Einars Helgasonar. Myndin af Vilhjálmi og Einari var tekin á teikninámskeiði, sem Æsku- lýðsráð Akureyrar efndi til í vetur. gQ — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.