Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 20
IITABuK VIKUNNflR Þessi maður er rithöfundur. Eða svo er sagt. Hann er að skrásetja metsölubók fyrir næstu jól. Hún er um Abraham huldulækni og Jón miðil. Á veggnum er mynd af Marilyn Monroe, tekin í gegnum miðilinn (35 mm special optik tele-wide-angel linsa) Marilyn er 95 — 55 — 95. Litið hana nábleika. Á hinum veggnum er mynd af Jóni og Abraham. Þá mynd tók líkamningur einn að norðan. Uppi á skápnum eru draugasögur. Rithöfundurinn er að skrifa kaflann um það, þegar komst upp um hann Jón hér um árið. Það verður erfiður kafli. í flöskunni er spíri. Útgefandinn bað um fimm arkir, en efnið er bráðum búið. Rithöfundurinn bíður eftir framhaldsefni — og sönnunum. Litið hann mjög jarðbundinn og hvimleiðan. Þetta er fimmaura orðan. Framvegis munum við veita hana öðru hvoru fyrir fram- úrskarandi afrek. Að þessu sinni veitum við hana fyrir hókmenntalegt afrek Guðmundi G Hagalín fyrir frásögnina af „Mín- um manni“ í útvarpsþætti Péturs Péturssonar. Þetta er opinber skrifstofa. Skrifstofufólkið er búið í morgunkaffi. Það bíður eftir hádegismatnum. Maðurinn framan við borðið er búinn að bíða í hálftíma. Litið hann öskuvondan. Stúlkan er einkaritari skrif- stofustjórans. Hann er ekki við í dag. Litið hana samkvæmt því. Gamli maðurinn með krossgátuna er 83 ára. Hann situr þarna af gömlum vana. Litið hann mjög vanafastan. Krassið yfir manninn með dagblaðið. Hann hefur ekkert gert síðastliðin 15 ár. Þegar hann er búinn með blöðin, byrjar hann á Aghötu Christie. Hún Iiiggur á borð- inu. Litið hana spennandi. Tveir eru að tala um pólitík. Litið annan ljósrauðan, hinn skoðanalausan. (Hann hefur setið þama síðan hann féll í Verzló). Skrifstofuna skuluð þið lita grámyglulega. 2Q — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.