Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 30
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. leg ®Hrútsmerkið (21. marz—21. apríl); í hönd fara mjög skemmtilegir dagar, og þér heppn- ast næstum ailt sem þú tekur. þér fyrir hendur. Ein- hverjar breytingar gætu orðið á högum þfnum á mánu- dag eða þriðjudag, ef til vill smá ferðalag eða óvenju- skemmtun. Á vinnustað verður líf og fjör. ©Nautsmerkið (21. apríl—21. mal): Það mun ýmislegt vera uppi á teningnum í ástamálum þeirra sem fæddir eru 17.—22. mai, og eru stjörnurnar þeim hliðhollar sem fæddir eru á þessu tímabili. Ef þú dvelur fjarri þeim, sem þér er kærastur, þá reyndu að komast í samband við hann/hana. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú átt einhverja vangoldna heimsókn sem þú ættir ekki að draga lengur. Ef til vill væri heppilegt fyrir þig að hringja áður og láta kunningja þinn vita, að þú sért enn með lífsmarki. Á vinnustað leysist nú úr máli sem þú hingað til hefur aðeins haft erfiði og ergelsi af. Krabbamerkið (22. júni—23. júlí): Láttu ekkj löngunina til að taka lífinu rólega sigra þig þessa vikuna og mundu að hæfileikar þínir fá ekki notið sín nema þú sért fyllilega vakandi og með á nótunum. Atvik sem þú í fyrstu gefur ekki gaum, getur hins vegar síðar komið þér að góðu gagni. Einkunnarorð þessarar viku er því: Vertu vel vakandi. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Gk Upp úr helginni skeður ýmislegt sem þú veizt ekki * alveg hvernig þú átt að snúa þér í. Líklegt er að ^ þú komist að einhverju sem ekki er á allra vitorði og verður því að vera sérstaklega gætinn í viðræð- um við meðbræður þína og systur. ©Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Gættu framkomu þinnar vel og reyndu að vera sem látlausastur og alþýðlegastur. Leiðréttu strax misskilning sem komið hefur fram vegna hreinskilni þinnar. Taktu ekki þátt í neinu slúðri eða baktali. Með lipurð ætti þér að takast að koma þér nokkuð vel fyrir. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): í þessari viku skaltu vera vel á verði og leggja ekki í neinar framkvæmdir. Samtöl við yfirboðara þina og peningamál ættirðu að leiða sem mest hjá þér fyrri part vikunnar, en upp úr helginni rofar aftur tii fyrir þér. Mánudagskvöld er gæfurikt elskendum. Drekamerkið (24. október—22. nóv.): Mörgum þeirra sem fæddir eru milli 15.—20. verður þetta hreinasta sæluvika. Brúðkaup eða trúlofun setur ef til vill svip sinn á þetta tímabil. Fólk yfir þritugt getur hins vegar glatt sig yfir góðri heilsu og heppni á vinnustað. Rauður litur gæti fært lukku. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. dcs.): Vandamál elskenda, sem þeir hugðu leyst, endurtekur MVWk sig nú og verðurðu að láta skynsemina ráða og gæta B vei orða þinna og athafna ef ekki á allt að fara upp í loft. Vertu varkár þessa viku. Reyndu að vera vin- um þínum trúr og umgakkstu meir persónur af þínu eigin kyni. Gcitarmerkið (22. des.—20. jan.): 0Þú lendir i einhverri rimmu við kunningja þinn, eins og þú hefur hálfvegis búizt við. Ef skjöldur þinn er hreinn í þessu máli þá er líklegt að kunningi þinn leyni einhverju sem gæti leyst misklíðina. Talaðu hreint út og varastu stóryrði. Vatnsbcramcrkið (21. janúar—19. fcbrúar): í atvinnulífinu og hinni hagfræðilegu hlið lífsins geta orðið breytingar til batnaðar. Þó að gæfan virð- ist blasa við þér í þeim efnum, verðurðu samt að vera virkur þátttakandi sjálfur og dálítið klókur. Bezt virðist þeim vegna, sem fæddir eru frá 21. janúar til 2. febrúar. Fiskamerkið (20. febrúar—20 marz): ©Láttu nú hendur standa fram úr ermum þessa dag- ana. Fyrir suma þýðir þetta ef til vill smá ferðalag eða óvanalega heimsókn. Þriðjudagur og miðviku- dagur eru líklegir til að færa þér eitthvað nýtt og skemmtilegt. Kvöld vikunnar eru happadrjúg þeim, sem vilja sinna hjartans málum. Það fegursta sem konan á, erAUGUN Notið augnsnyrtivörur eru heimsþekktar. Snyrtingu yðar er ekki lokið fyrr en augnaumbúnaðurinn liefur fengið fullkomna snyrtingu. fæst í næstu snyrtivöru- verzlun. H. A. Tulinius - Heildverzlun 2Q — VIKAN 14. tbl. Happasælt hneyksli. Framhald af bls. 16. gamli vinur minn hefði ekki mál- ungi matar norður í Kaupmanna- höfn, en ég lifði hér sem blóm í eggi. Ég ákvað að ræða málið við herra Carstensen. Hann sat álútur yfir skjölum og tölum, þegar ég gekk inn í skrif- stofuna. Ég sá, að hann var með talsverðum áhyggjusvip, kannski var það fremur ergelsissvipur. Hann benti mér að setjast and- spænis sér. — Velkominn! Þú ert sjaldséður gestur hér! — Það þorir enginn að ónáða þig hér, jafnvel ekki frú Carstensen. — Oh, ætli hún drifi sig ekki í það ef henni væri mikið niðri fyr- ir! Vindil? — Jú, takk! — Glas af Bourgogne, úr því að þú gerir mér þessa ánægju? — Já, takk! — Gerðu svo vel! Þetta er Romanée, betra fæst ekki í litlu Danmörku. Það hefur einn kost. Það léttir áhyggjunum. Skál! Hann brosti sínu ljúfmannlegasta brosi. — Ég þakka! Það kemur sér á- gætlega fyrir mig í dag. — Hvað er að? — Það er vinur minn inni í Kaupmannahöfn, íslenzkur tónlist- armaður. Hann á í erfiðleikum, hef- ur brugðizt atvinna í bili. Hann sveltur. — Láttu hann koma hingað! Hann getur spilað með konunni minni og hjálpað okkur til að borða matinn. — Er þér alvara? — Fullkomlega. Hann er vel- kominn mín vegna. Er þetta annars dugandi maður? — Mjög. Hann nálgast það að vera snillingur. En ... — En hvað? — Hann er dálítið rauður og get- ur verið dálítið tannhvass, finnst stundum, að hann' megi til, sóma síns vegna, að vera óvinur þjóðfé- ldgsins. Hann hló. — Við spyrjum aldrei um lit hér og ef hann verður of tannhvass, þá stingur vonandi ein- hver upp í hann. Ég geng út frá, að hann kunni mannasiði. — Jú, blessaður vertu — svona innan um sæmilega umburðarlynt fólk. — Ágætt! Útrætt mál! Talaðu um þetta við konu mína og símaðu svo til mannsins. — Svo fáum við okk- ur annað glas af Romanée til þess að létta áhyggjum mínum. Það er ekki langt þangað til ég verð, sóma míns vegna, einn af óvinum þjóð- félagsins. — Hvað er að? spurði ég með hans eigin orðum. — Það á að fara að þvæla mér út í vitleysu. Ég finn á mér, að það er vitleysa. Og það er ekkert, sem mér er eins bölvanlega við, eins og að láta þvæla mér út í vitleysu. En það getur orðið nógu bölvað við- fangs að venjast því og kostar kannski annað eins, þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrirgefðu, ég er alltaf dálítið geðvondur, þegar ég veit ekki, hvað gera skal. — Þú gerir mig forvitinn. Hvað er um að vera? — Þú veizt, að hér á Suður- Sjálandi er dálítið járnbrautarfyrir- tæki í einkaeign, Suðursjálenzka járnbrautarfélagið, hið eina, sem Ríkisjárnbrautirnar hafa ekki enn- þá keypt, eða öllu heldur náð kaup- um á. Það hefur verið gróðafyrir- tæki, en það er að fara á hausinn. Hluthafarnir eru helztu burgeisam- ir hér í Köge, Fakse-Ladeplads og Næstved, formaður þeirra er gamli refurinn Ivar Eskjær bankastjóri. Ég neita því ekki, að þetta er þarfa fyrirtæki fyrir þennan landshluta — verður blátt áfram að vera til og í rekstri — en það ber sig aldrei framar. Ástæður hafa breytzt og grundvöllur fyrir hallalausum rekstri, hvað þá heldur ágóða, er ekki framar til. Þetta vita þeir í Ríkisjárnbrautunum. Þeir vildu kaupa fyrirtækið fyrir 25 árum, en fengu ekki. Þeir verða neyddir til að taka upp reksturinn á línunum, þegar fyrirtækið er farið á hausinn. En þeir hreyfa sig ekki fyrr en þeir verða að taka við draslinu gjald- þrota — fyrir ekkert — eða sama og. ekkert. Þetta veit ég, en þetta skilja þeir ekki, þöngulhausarnir í félaginu. Hver króna, sem í þetta er lögð úr þessu, er glötuð. — Eruð þið hluthafar? — Nei, sem betur fer! En Eskjær gamli í bankanum er alráðinn í því að plokka saman nýtt hlutafé til þess að koma félaginu á lappirn- ar — tilsýndar. Það verður vitan- lega aldrei annað. Svo prangar hann sínum hlutabréfum inn á ein- hvern fávita meðan allt lítur sæmi- lega út. Svo má allt fara á hausinn og hinir tapa hverjum eyri. Það mun ekki bíta á hann, karlinn. En hann er að gera áhlaup — hefur skrifað okkur nokkrum „þjóðfélags- stólpum" álitsskjal um málið og kveðst brátt muni kveðja okkur til fundar „til þess að leysa þetta vandamál í allri vinsemd vegna al- mennrar nauðsynjar“. Ja, svei! — Þarftu að gegna slíku kalli? — Ivar Eskjær er harður og slunginn. Og hann er voldugur. Hann getur skaðað mitt fyrirtæki alveg miskunnarlaust, ef ég hef hann ekki sæmilega góðan. Hann gæti sennilega langleiðina gert út af við það. Og mundi ekki hlífast við, ef hann gæti. — En hefurðu fé að leggja í þetta? — Ég á ekki lausa krónu til. Það litla, sem ég á er bundið í rekstri. Það er fé konu minnar, sem hann er að slægjast eftir. Hann hefur verið svo blygðunarlaus að segja mér í einkaviðtali, að sér fyndist ekki einungis eðlilegt, heldur sjálf- sagt, að hún yrði mestur styrktar- maður þessa fyrirtækis. — Hann veit allt um hennar fjárreiður. Ég veit ekki hvar í fjandanum hann grefur það upp. Ekki frá mér! — Útaf fyrir sig færi það ekki með okkur að tapa 30 þúsund krónum. En ég hef bara ekki geð í mér til þess af því tvennu, að það er vita «111 g NOTIÐ ^ANCASTER SNYRTIV ÖRUR DAGKREM NÆRINGARKREM ANDLITSM J ÓLK ANDLITSKREM BODY MILK MAKE-UP STEINPÚÐUR LAUST PÚÐUR VARALITIR VARALITABLÝANTAR AUGNPOKAKREM AU GNHÁR ALITUR AUGNSKUGGAR AUGNABRÚNABLÝANTAR KINNALITIR ÚTSÖLUSTAÐIR: Vcrzlunin Tíbrá, Laugavegi, Tízkuskólinn, Laugavegi 133, Holtsapótek, Langholtsvcgi, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Bankastræti, Tjarnar- hárgreiðslustofan, Tjarnargötu, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum. VIKAN 14. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.