Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 37
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. Keiluspil er mjög vinsælt, en það er ekki á allra færi að byggja keilubraut í líkingu við þá er Lídó tók í notkun í vetur. Fyrr má nú líka gagn gera. „Tveir duglegir strákar“, 12 og 13 ára, á Vesturlandi biðja okkur að birta teikningu af keilubraut — og það gerum við með mikilli ánægju og vonum að „duglegir strákar" — og góðir smiðir, finnist víðar en á Vestfjörðum. Á 1. mynd sjáum við ofan á keilubrautina. A, er brautin, 30 cm breið og 2—3 m löng, gerð úr gabon, eða fjölum með nokkrum okum undir. B, eru hliðarfjalir, 8—10 cm breiðar. D, er blikkrenningur, endar hans eru negldir — eða skrúfaðir utan á hliðarfjalirnar. C, eru stutt hliðar- borð, utan á B-borðunum. Punktarnir tíu, sem mynda þríhyrning á öðrum enda brautarinnar, tákna keilustæðin og jafnframt göt, sem bora þarf í gegn um brautina (sjá 3. m.). í fyrstu röðinni eru 4 göt, en milli allra gata í hverri röð eru 6 cm Framhald á bls. 50. Vilhjálmur Baldvinsson, er hiaut 1. verðlaun í teiknikeppni Menningarsjððs og kennari hans Einar Heigason, teiknikennari. G6ð samvinna, góður árangur í teiknisamkeppni, meðal barna og unglinga, sem Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs efndi til 1961, fóru leikar svo að Akureyringar sigruðu, „stórglæsilega" eins og íþróttafréttaritarar orða það. Nemendur í barna- skóla Akureyrar voru meðal 800 keppenda í 67 skólum, víðs vegar um landið, og hlutu 30 verðlaun af 42, hrepptu öll efstu verðlaunasætin, en keppt var í 7 flokkum. Viðfangsefnið var: Myndir við texta úr íslenzkum þjóðsögum og fornbókmenntum. 1. verðlaun hlaut: Vilhjálmur Baldvinsson, fyrir vatnslitamyndina „Þrym drap hann fyrstan". —- 2. verðl. hlutu: Halldór Matthíasson og Guðný Jónsdóttir. — 3. verðl. hlutu: Helga K. Þórðardóttir og Bryn- Framhald á bls. 50. Það er að jafnaði mjög takmarkað, sem kemst fyrir í einum elðspýtnastokki. Töframenn segja þó annað. Og hér sjáið þið einn þeirra, sem dregur langan töfrasprota upp úr stokknum. Þetta bragð getur þú auðveldlega leikið cftir þeim — ef þú tekur miðhlutann úr öðrum skúffugaflinum, stingur öðrum stafendanum í gegn um stokkinn, en feiur hinn endann upp í erminni. Á teikningunni sérðu greiniiega, í hverju galdurinn er fólginn. Ljósmyndin er af frægum töframannl, cr sýnir þér aðferðina. VIKAN 14. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.