Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 40
herraföt ÞEIR VEL KLÆDDU ERU í FÖTUM FRÁ OKKUR ÞAÐ NÝJASTA ÞAÐ BEZTA þurrkazt burtu. Unterneustadt, sem er ein af útborgum Kassel, og mik- ill iðnaðarbær, 65 kílómetra vega- lengd frá Eder, hafði eyðilagzt af flóðbylgjunni. Áveitugarðar höfðu skolazt burtu, orkuver horfið og stálsmiðjurnar höfðu ekkert vatn til framleiðslu sinnar. Heill tugur vatnsaflstöðva hafði eyðilagzt, þótt sumar þeirra væru í mikilli fjarlægð, svo sem í Gels- enkirchen, Dortmund, Hamm og Bochum. Allt flutningakerfi á hrá- efnum til Ruhr var eitt einasta öng- þveiti. Verksmiðjur þær sem eftir stóðu óskemmdar, voru óstarfhæfar, því hvorki var um rafmagn að ræða — né vatn! í smáborginni Neuheim einni sam- an voru tvær þúsundir manna, þar af 1250 hermenn, teknar til ruðnings og viðgerða. Aðrar tvær þúsundir voru látnar fara að reyna að gera við stíflugarðana. Og í marga mán- uði, — meðan „orrustan um Ruhr“ stóð yfir — vantaði tilfinnanlega vatn til brunavarna. Fyrir iðnaðinn var tjónið gífur- legt. Reiknað hefur verið út, að það hafi svarað til þess, að eitt hundrað þúsundir manna væru teknar frá framleiðslustörfum í tvo til þrjá mánuði. Eitt hundrað tuttugu og fimm verksmiðjur voru annað hvort eyði- lagðar, eða gerðar óstarfhæfar. 3000 hektarar af akurjörð urðu óhæfir til ræktunar. Tuttugu og fimm brýr hurfu með öllu og auk þeirra skemmdust 21 mjög mikið. Talið hefur verið, að 6.500 svína og ann- ara húsdýra hafi farizt Svo sem jafnan verður í slíkum árásum, varð einnig mikið mann- tjón. Nær 1300 manna fórust í flóð- bylgjunum, aðallega óbreyttir borg- arar. Og meiri hluti þeirra voru ekki einu sinni Þjóðverjar. Meðal hinna látnu voru 749 vinnuþrælar og her- fangar. í dalnum fyrir neðan Eder höfðu verið búðir fyrir rússneska herfanga. f opinberum tilkynning- um Þjóðverja var minnzt á „alvar- legar skemmdir." Eftir að þessi árás var gerð, fluttu þeir hermenn í hundraðatali með loftvarnabyssur, að öllum öðrum stíflum í landinu, sem varnarliðs- sveitir. Var unnið að því með öllum kröftum, að endurbyggja Möhne- stífluna, og voru jafnframt reistir tveir háir turnar, sinn hvorum meg- in vatnsins, tveim km fyrir of- an stíflugarðinn. Milli þeirra var dreginn gildur strengur, en niður úr honum hengu aðrir strengir ofan undir vatnið. f þeim voru sprengi- kúlur til varna gegn lágfleygum vélum. Nær múrveggnum voru lögð tvö sterk tundurskeytanet. Fyrir neðan stífluna var þanið geysimik- ið net úr stálvír á háum stöngum. Dillgardt borgarstjóri hafði haft sit+ fram, — en of seint. Gibson eyddi orlofinu í ró og næði með Evu konu sinni, en hún hafði fengið taugaáfall, er hún reif upp dagblöðin og sá myndina af manni sínum á forsíðunni. Hann hafði alltaf látið á sér skilja, að hann hefði fengið rólegt og friðsamlegt starf sem kennari við einn af flug- skólum lofthersins. Þegar Gibson kom aftur til Scamton, beið hans bréf, er sent hafði verið þangað frá prestssetri úti í sveit. Inní það var lagt — „honum til athugunar“ — afrit af bréfi til stórblaðsins Times, er les- andi hafði skrifað ritstjóranum: Herra ritstjóri! Árásin á Möhne hefur vakið alvarlegar áhyggjur fuglafræð- inga um allan heim. Hin síðustu þrjú ár fyrir stríðið höfðu ein sveighálsa söngsvanahjón haft fyrir reglu að klekja út ungum sínum við vatnið. Er talið að þess- ir svanir muni vera ein sjald- gæfasta tegund stærri fugla í í Norðurálfu. Þekkja menn aðeins til einna hjóna annarra, er á síð- ari árum hafi komið upp ung- um, — en það er norrænt af- brigði, sem ljósmyndað var af frænku hins látna, íslenzka vís- indamanns, Ólsens prófessors, við Þingvallavatn á íslandi árið 1927. Hafa menn grafizt fyrir um ör- lög Möhnesvananna? Og með til- liti til sjaldgæfni þessara fögru fugla, hvers vegna var leyfð árás á aðseturstað þeirra? Og þótt svo kunni að hafa verið, að þessi hernaðaraðgerð væri talin nauð- synleg, hvers vegna var þá ekki beðið með hana, þar til ungar svananna — ef þeir voru ein- hverjir — töldust fullfleygir? Virðingarfyllst o. s. frv. Times mun hafa skilið gabbið, enda var bréfið frá lesanda aldrei birt. Það var líklega heppilegra, því Gibson komst að því síðar, að það skvar skrifað af tveim fréttamönn- um í Scampton. Micky Martin hinn ástralski fékk líka sendibréf. Voru það nokkrir landar hans í flugráði, er tjáðu hon- um, að þeir væru að safna hlutum fyrir herminjasafn, og myndu vera sérstaklega þakklátir, ef hann gæti sent þeim eitthvað er tengt væri árásinni á þýzku stíflugarðana. Martin sendi svolátandi svar: Ég hefi mikinn áhuga fyrir stríðsminjasafni yðar, og leyfi mér að senda yður hér með Möhnestífluna. Yðar með virðingu M. Martin. Fyrir neðan nafn sitt hafði hann fengið einhvern til að skrifa með rauðu bleki: „Opnað af ritskoðun- inni. Innihaldið gert upptækt af Vatnsveitu Lundúnaborgar.“ Skömmu síðar fóru fram afhend- ingar heiðursmerkja — þrjátíu og fjögurra alls. Gibson fékk Victoríu- krossinn. Martin, McCarthy, Malt- by, Shannon og Knigt fengu Dist- inguished Service Order. Hinir tutt- ugu og átta voru sæmdir lægri heið- ursmerkjum. Hinn 27. maí heimsóttu konungs- hjónin flugsveit þessa, sem nú var orðin svo fræg, og áhafnirnar röð- uðu sér upp fyrir framan flugvélar sínar í nýpressuðum einkennisbún- — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.