Vikan


Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 04.04.1963, Blaðsíða 51
Dægur Óttans. Framhald af b!s. 29 Júlía uppgötvaði, að hún gat hlegið í öllum þeim glundroða, sem alltaf var ríkjandi eftir hverja skurðaðgerð. Hún minntist þess, að einu sinni hafði farið um hana hrollur, er hún virti fyrir sér, hvern- ig grisjun og sáraumbúðum, sprautu- glösum og rauðblettuðum blóðflösk- um ægði saman. Það mundu líða að minnsta kosti tvær stundir, áður en aftur yrði hægt að framkvæma skui’ðaðgerð þarna. Hún þráði að- eins að komast í rúmið sitt í hjúkr- unarkvenníbústaðnum — og í hug- anum fór hún yfir hvert atkvæði, sem Andy hafði sagt við hana að skilnaði. „Heldur þú, að Sloane láti okkur sleppa í þetta skipti?" „Annars hárreyti ég hana,“ sagði Vicki. „Hún hefur sjálf verið skurð- stofuhjúkrunarkona einu sinni, þó að minnsta kosti tuttugu ár séu nú liðin síðan. Hún veit ósköp vel, hvað það táknar að vera að sálast úr bakverk.“ Hún þagnaði snögglega, þegar sjálf yfirhjúkrunarkonan kom inn frá ganginum. Þótt Emily Sloane væri orðin fimmtug, var hún enn teinrétt og léttstíg eins og ung stúlka. Enginn hershöfðingi hefði getað borið ein- kennisbúninginn sinn með meiri virðuleika en hún, og enginn starfs- maður sjúkrahússins (ofan frá Mar- tin Ash og niður úr) naut meiri virð- ingar en hún — eða vakti meiri ótta annarra. Eins og flestar góðar hjúkrunarkonur hafði Emily unnið sig upp smám saman. stig af stigi, án þess að nokkur veitti henni að- stoð að tjaldabaki. Það var eitthvað óvenjulegt við yfirbragð hennar, cins og tíminn hefði enginn áhrif á hana, og hún var eitthvað svo hlédræg í fasi, eins og hún hefði fyrir löngu dregið sig í hlé frá dag- legu lífi. Eins og venja hennar var hafði hún ekki komið nálægt skurð- stofunni, fyrr en læknarnir voru farnir. Nú var hún reiðubúin að taka stjcrnina í sínar hendur. „Talbot og Ryan — þið getið tekið ykkur frí núna.“Hún talaði lágt og rólega, en valdsmannstónninn í röddinni var eins og keyrissmcllir. „Hvor ykkar á að vera á verði í nótt?“ „Það er ég, ungfrú Sloane," svar- aði Júlía ósjálfrátt. án þess að skipta sér af því, að Vicki hafði gefið henni olnbogaskot. „En ég er fús til að vera hér áfram, ef ég get orðið yður að liði.“ Þegar Emily brosti, eins og hún gerði í þetta skipti, kom hún Júlíu til að hugsa um ýmislegt; erfiðleik- ana á námsárunum, fyrstu krufning- una, sem hún hafði verið viðstödd og hafði haft þau áhrif á hana, að hún hafði fallið í öngvit umsvifa- laust, og heimþrána, sem hafði þjáð hana. Hún var þá enn of ung til að gera sér grein fyrir, að starfshrynj- andi sjúkrahússins mundi brátt koma í staðinn fyrir þörfina fyrir heimilislíf, og hún hafði einnig verið of upptekin af sjálfri sér til að skilja, að starfið, sem hún hafði val- ið, gat fengið einstaklinginn til að gleyma þörfum sjálfs sín. Það var eins og allar þessar end- urminningar rynnu saman í Emily Sloane, er hún stóð þarna fyrir framan hana, hvítklædd og háttvís. Henni virtist á köflum erfitt að trúa því, að yfirhjúkrunarkonan væri lifandi vera. Rætnar tungur sögðu líka, að hún væri ekki til fyrir utan hinn hvíta búning sinn — hún hefði sett aukahitamæli á þann stað, þar sem hjartað ætti að vera. En jafnvel eindregnustu andstæðing- ar hennar gátu ekki neitað því, að hún var fyrirmynd hjúkrunar- kvenna. „Ungfrú Ryan finnst ekki, að þér eigið að taka meir að yður en þér eruð neydd til,“ sagði Emily Sloane, ,,og hún veit, um hvað hún er að tala. Farið þér nú bara til herbergis yðar, ungfrú Talbot. Þér fáið vafalaust fullnægt löngun yðar til starfa, áður en nóttin er á enda.“ Þegar Emily var orðin ein í skurð- stofunni og leit yfir glundroðann þar, andvarpaði hún feginsamlega. Hún hefði getað kallað á hvern þeirra tólf nema, sem voru undir stjórn hennar, með því einu að taka — Ég segi þér það í sjöunda sinn, þetta er ekki sígarettukveikjarinn, heldur sturturnar! símann, en hún hafði nautn af því að taka til á eigin spítala — og það með þvílíkum hraða, að nemarn- ir höfðu fengið svima af aðdáun. Af einhverri ástæðu var hún alltaf á- nægðari, þegar sérstaklega mikið var að gera. Þegar hún hafði nú ríki sitt út af fyrir sig, gæti hún meira að segja látið svo sem hún væri alheil og velupplögð til starfa. Hún hafði heldur ekki verið sér- staklega þjáð síðan um morguninn, og þótt hún vissi með sjálfri sér, hver væri ástæðan íyrir þrautu.n- um — - hún var ekki í neinum vafa að því leyti — var enn auðvelt að gera sér í hugarlund, að ótti henn- ar væri ástæðulaus. Það mundi verða nógu snemmt að horfast í augu við sannleikann morguninn eftir, þegar hún fengi að vita um árangurinn af prófuninni. I kvöld var einungis um það að ræða að bretta upp ermarnar og ljúka ræst- ingunni sem allra fyrst. Framhald i næsta blaði. RAFMAfíNSELDAVELAR MARGAR GERÐIR 35 ÍRA ICI1\SI.A Ódýrasta eldavélin á markaðnum Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með gióðarrist Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI VIKAN 14. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.