Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: Við seldum 973 Volkswagenbíla af árgerð 1963 Árgerð 1964 er þegar komin Fallegra litaval en nokkru sinni fyrr. - Eftir- spurn eftir Volkswagen hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Allfaf fjölgar Volkswagen Vinsamlegast látiS okkur vita ef þér ætlið að fá yður einn. Heildverzlunin HEKLA h.f. Laugavegi 170-172. Sími 11275. Hestar og áfengi Upp á síðkastið hefur nýtt sport rutt sér mjög til rúms hér á íslandi, en það er reiðmennska. Hér áður fyrr var hún ekki ann- að en nauðsynleg samgönguað- ferð, þótt einnig væri til hennar gripið í skemmtunarskyni, þá að- allega af því að ekki var um aðra ferðaskemmtun að ræða, nema þá gangandi. Það er sjálfsagt ekki nema gott um það að segja, að eiga hest og skreppa á bak öðru hverju og spretta úr spori í góðu veðri á viljugum fáki. En þó fylgir böggull skammrifinu. Það þykir ófært að skreppa á bak, án þess að neyta víns um leið. Ef farið er um nágrenni Reykjavíkur á góðviðriskvöldum og um helgar, eru hálfdrukknir hestamenn og aldrukknir næsta algeng sjón. Það kveður svo rammt að þessu, að ef hinn venjulegi borgari sér reiðmann, sem ekki ber öll ytri einkenni ölvunar, ályktar hann undir eins, að sá sé annað tveggja; nýkom- inn á bak eða þá að hann eigi eitthvert ákveðið erindi upp á hrossið, svo sem að huga að fé sínu. Þegar reiðmaðurinn er orðinn fullur, getur hann varla haft neina ánægju af hrossinu leng- ur. Ég er að vísu ekki hestamað- ur og verð trúlega aldrei, en ég hafði haldið, að ánægjan af hrossareið væri fólgin í því að hafa vald yfir hrossinu og reyna að laða fram það bezta í gangi þess; „að finna fjörtök stinn“. Þegar knapinn á hestbaki, sem á dögum Einars Benediktssonar var kóngur um stund, er orðinn svo ölvaður að hesturinn verður að fullu og öllu að hafa vit fyrir honum, getur hann ekki haft mikla unun af hrossinu lengur. Það kveður svo rammt að þessu fylliríi á hrossum, að Dýraverndunarfélagið getur ekki öllu lengur setið hjá og horft á aðgerðalaust. Það getur ekki horft á það, að þeir menn, sem telja hestinn sinn bezta vin, níð- ist fullir á honum, geri tilraunir til þess að ríða á honum í veg fyrir bíla og annað slíkt. Það getur ekki horft þegjandi á, þeg- ar hesturinn, sem löngum var kallaður þarfasti þjónninn, er aðeins notaður sem skálkaskjól, svo að eigendurnir geti ótrufl- aðir svalað sinni brennivínsþörf í nafni hinnar göfugu hesta- mennsku. sh. 2 — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.