Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 4
Jyrir hauslið fáum við mikið úrval af regnkápum, með og án kuldafóðurs. Einnig léttar úlpur með hettu. Kápan hér á myndinni er úr vatnsþéttu poplin með kuldafóðri. Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1 - Sími 15077. Svar til Ellu. Hvernig væri að segja vinkonu þinni að segja honum að þú sért hrifin af honum og viljir vera með honum áfram, fyrst hann sagði vinkonu þinni að hann væri hrifinn af þér og langaði til að vera með þér áfram? Skrift og réttritun ... Kæri Póstur. Jeg les alltaf hreynt Vikuna í hvert skifti og hún kjemur út. Svo sabbna ég blaðinu og á núna tvo árganga innbudna. Mér finnst afskaplega gaman af myndasögunum, sjerstaklega Stínu og stjána. Ég ættlaði ekert að biðja þig um að leisa úr neynum vanda fyrir mig, mér langaði bara til að þakka þér fyyrir allt gamalt og gott. Vertu bless. Sigga. P.S. Hvernig er skriftin? --------Skriftin er svona þolan- leg, en réttritunin afleit. Úrklippusafn ... Pósturinn í Vikunni. Hvers vegna tekur ekki Vikan upp úrklippusafn eins og Fálk- inn? Þetta er eitt það skemmti- legasta sem við lesum. Hvernig væri það, ha? Tvær tuskur. — — — Þótt hugmyndaþjófn- aður sé stundaður í stórum stíl, jafnt í blaðamennsku sem öðru, þá verður að fara fínt í slíka iðju. Hugmyndin er góð, en við getum fjárakornið ekki verið þekktir fyrir að stela henni frá Fálkanum, heldur verðum að bíta í það súra epli, að í þetta sinn varð einhver fyrri til þess að fá góða hugmynd. En það kemur ekki oft fyrir. Hálfflöskur ... Kæri Póstur. Getur þú gefið mér nokkra skýringu á því, hvers vegna „Ríkið“ getur ekki selt hálf- flöskur með því brennivíni, sem hér er framleitt? Bytta. — — — Einfalt: Þetta eru ó- sviknir bisnessmenn, sem þekkja íslendinga og vita sem svo, að ef íslending langar í flösku, þá fær hann sér flösku, hvernig svo sem hún er í laginu, og hann hættir ekki fyrr en sú flaska er tóm. Það væri ljótur bisness að fara allt í einu að framleiða hálfflöskur. • ítrekun ... Vika mín. Ég hef skrifað þér áður um sama efni, en ég get enn ekki orða bundizt. Ég fór í bíó í gærkvöldi (Aust- urbæjarbíó svo að ég hlífi nú engum, þótt þetta bíó sé langt frá því að vera eitt um þennan ósóma) og sá þar mynd, sem auglýst var ný ásamt öllu öðru tilheyrandi auglýsingaskrumi. — En ég er illa svikinn ef þessi mynd hefur ekki verið a. m. k. tíu ára. Ef kvikmyndahúsin ætla að auglýsa allar myndir, tíu ára og yngri, sem nýjar, væri skemmitlegt að fá hjá þeim ein- hverja skýringu á þeirri merk- ingu, sem þau leggja í orðið „nýr“. Ég hef alltaf litið upp til þeirra, sem þora að auglýsa vör- ur sínar þannig, að neytendur fái peninga sína aftur, ef varan reynist öðruvísi en hún var auglýst. Ef kvikmyndahúsin hefðu þetta fyrirkomulag á, er hætt við að ekki kæmi einn ein- asti eyrir í kassann hjá þeim. Að kríta smávegis og fegra ögn það, sem á borð er borið, er ekki nema eðlilegt, en þessir kvikmyndahúsastjórar verða líka að kunna sér hóf. Með þökk fyrir birtinguna. Bsi Meter - metri ... Kæri Póstur. Getur þú skorið úr smá- rifrildi? Hvort er rétt að segja í nf. et. meter eða metri? Tveir. --------Það kvað vera rétt að segja metri. Réttlæti ... ? Póstur minn. Fyrir nokkuð löngu birtir þú eina fyrirtaks grein um óáranið í launamálum íslendinga og bentir á ýmislegt, sem betur mætti fara. Það er nú svo með menn í 4 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.