Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 8
ÞAÐ AAR HAOltKI FROST AÉ IVARHHÆIH, SEM AARffl ÞEOl Aff> ALDURTILA - IIELDIJR OFfflRLITID ORIIKl IKIKDI.......... Hræðslan við almenningsálitið rak þá af stað í þessa vonlausu ferð. Andrée vildi sízt af öllu vera brigzlað um hugleysi. Hér eru þeir að koma sér upp bækistöð á ísbreiðunni. q • • nótt er um sáralitlar hitabreytingar að ræða, og fyrir bragðið mundi gasið í loftbelgnum ekki taka neinum teljandi þenslubreytingum. Af því ieiðir svo það, að gaslekinn verður sama og enginn og ekki ber lieldur nauðsyn tii að hieypa i’it gasi sökum ofþenslu. Með því að búa loftbelginn segii má auka rekhraðann það mikið, að hann gæti liæglega farið umrædda vegalcngd á 15—20 dögum, eða á þeim tíma sem hann mundi halda nokkurnveginn óskertu lyftiafli sínu.“ I>ann 31. maí, 1896, lagði Norðurlieimsskautsleiðangur Andrée’s af stað frá Stokklíólmi við alþjóðarfögnuð og hrifningu, eftir að undirbúningur lians hafði staðið meir en ár. Nafn Andrée’s trónaði stóru letri á for- síðum allra heimsblaðanna, þegar leiðangur hans steig á land í Dönskuey við Svalbarða, þar sem komið hafði verið upp aðalbækistöðvum, en síðan beið heimurinn — og þó sér í lagi sænska þjóðin — nánari fregna i ofvæ.ni næstu sex vikurnar. Kóngur vill sigla, en byr ræður, segir í gömlu máltæki, og það rættist þarna eins og oftar. Andrée beið byrjar með leiðangur sinn, en byrinn lét á sér standa. egar vindur hafði ekki enn gengið í suður þann 17. ágúst, neydd- ist Andrée til að fresta leiðangrinum árlangt að minnsta kosti. Gasinu var lileypt úr loftbelgnum en leiðangursmenn laumuðust heim til Sví- þjóðar og var ekki hátt á þeim risið. Sannaðist hér semoftaraðalmenn- ingsálitið er ekki iengi að snarsnúast; ekki hvað sízt þegar Ijlöðin ýtta undir — þau afrek, sem Andrée hafði áður unnið og verið nefndur þjóðhetja fyrir, virtust nú allt i einu öllum gleymd, og svo að sjá sem hann hefði aldrei verðskuldað annað en gagnrýni og tortryggni. Sum dagblöðin köll- uðu hann „svindlara", önnur „auglýsingaskrumara“. Jafnvel þau blöðin, sem drengilegast komu fram við hann, töldu að líkurnar til þess að hann kæmist nokkurn ttíma yfir Norðurheimskautið á þennan liátt hefðu nú farið sömu leiðina og gasið úr loftbelgnum. Það haust og þann vetur allan hafði Andrée hljótt um sig en hugsaði sitt ráð af þeirri þrákelkni og einbeitni, sem honum var lagin. Þegar voraði jók það honum kjark og áræði um allan helming, að Alfred Nobel, liinn kunni, sænski uppfinningamaður og auðmaður, sem síðar tryggði sér varanlegan sess í sögunni með stofnun sjóðs þess sem Nobelsverð- launin eru árlega veitt úr, bauðst til að standast allan straum fjár- hagslega af annarri tilraun hans. Þá ákvað sænska ríkisstjórnin og að láta leiðangri Iians í té fallbyssubátinn „Svensksund", er flutti hann til Dönskueyjar ásamt sérfróðum mönnum til að annast nauðsynlegar við- gerðir á loftbelgsskýlinu, gastækjunum og loftbelgnum sjálfum og veita alla aðstoð við brottför hans. „Okkur getur ekki mistekizt", fullyrti Andrée hvað eftir annað, rétt eins og hann vildi þar með vinna eið að því frammi fyrir dómstóli al- menningsálitsins, að í þetta skipti skyldi loftbelgur hans, „Örninn“, svífa af stað áleiðis til Norðurheimskautsins — hvað sem það kostaði. Leiðangursfélagar Andrée's voru tveir, Knur Fraenkel og Nils Strind- berg. Fraenkel var vélfræðingur að ment, 27 ára að aldri og hafði þegar talsverða reynslu sem heimskautssvæðakönnuður. Hann sór sig um margt í ætt víkinganna gömlu — fjallagarpur, fjölhæfur íþróttamaður og taldi það eingöngu spennandi ævintýri, að hann hafði g — VIKAN 34. tbl. FEIGÐAR- FLAN frh. tvívegis með naumindum komizt lífs af, er hann varð að nauðlenda á loftbelgsflugi. Strindberg var lærðastur þeirra þremenninganna, háskólaprófessor, 24 ára, og slíkt glæsimenni að þátttaka hans tryggði leiðangrinum árn- aðaróskir kvenþjóðarinnar. Hann var snjall áhugaljós- myndari og hafði fundið upp og smíðað sérstaka ljós- myndavél, loftþétta, til myndatöku af hafíssvæðunum, þar sem loftbelgurinn færi yfir. Flestar af myndum þeim, er grein þessari fylgja, eru einmitt teknar með þeirri Ijósmyndavél. Um miðjan júnímánuð, 1897, var Andrée kominn aft- ur til Dönskueyjar með „Örninn“, Ioftbelginn, sem var yfir þrjátíu metrar á hæð og meir en tuttugu metrar að þvermáli, saumaður úr 600 tilsniðnum dúkum úr „pongee“-silld. Hafði saumameistarinn, Henri Lachmbre, sjálfur grannskoðað hvern dúkhluta, áður en saumur þeirra og samlíming hófst, en Andrée, sem alltaf var jafn nákvæmur, hafði fengið tvo sérfræðinga lil að hafa umsjón með allri gerð loftbelgsins. Efri hluti belgs- ins var þrefaldur, bæði til aukins styrkleika og að koma í veg fyrir gasleka; neðri hlutinn var tvöfaldur. Loks var loftbelgurinn vendilega borinn þéttikvoðu, bæði að utan og innan, og ]>ótt það þyngdi hann nokkuð, virt- ist það ekki álitamál, þar sem það átti að gera belginn gasheldan með öllu. Ulan um belginn var riðið net úr 380 kaðalstrengjum, sem snúnir voru saman 1 digra teina neðst, tólf talsins, er gengu niður gegnum burðarhring úr amerískum álm- viði í festingar á körfunni. Karfan var gerð úr vírneti og viði og tvílyft. Að ofan var ein skonar stjórnpallur eða lyfling, um sex fet á hvorn veg, á neðri hæðinni voru bálkar og svefnpokar úr hreindýrsstöku, og var sú vistarvera svo ljósþétt ef vildi, að nota mátti hana sem myrkraklefa í sambandi við ljósmyndunina. Ilafði Andrée hugsað sér að framkalla þar ljósmyndir og ganga frá þeim á leiðinni og senda þær með bréfdúfum, eða varpa þeim í sjóinn i vatnslieldum málmhylkjum. Með þvi móti mundu verðmætar upplýsingar varðandi för þeirra leiðangursmanna berast umheiminum, þótt svo færi að leiðangursmennirnir ættu þangað ekki aftur- kvæmt. Umhverfis þessar vistarverur og lyftinguna, eða á báðum þiljum, voru klefar, þar sem komið var fyrir farangri og alls konar birgðum; Ijósmyndatækjum, vist- um, alls konar fatnaði, stjórntækjum, landabréfum, bók- um og öðru þess háttar. Byssum og skotvopnum var komið fyrir milli þilja og á botni körfunnar. Leiðangurinn hafði meðferðis vistir til hálfs fjórða mánaðar. Þar á meðal voru ýmsir ávaxtadrykkir lil að Framhald á bls. 45.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.