Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 34
yfir skotmarkið, gusu ótal dökkir reykjarhnoðrar upp úr loftvarn- arbyssunum og kúlurnar hvinu allt í kring. Sprengjulestarhlerarnir opnuð- ust! Virkið kipptist til í Joftinu og allt í einu varð Kelly þess var, að aðstoðarflugmaðurinn greip til hans. Hamingjan góða — hann er orðinn brjálaður! hugsaði Kelly og sá að andlit hans var ná- fölt eins og dánargríma og lieyrði hann öskra hásum rómi i hljóð- nemann: „Burt . . . burt úr þessu víti . . . hurt . . .“ Fleira sagði hann ekki í bili, því að hæjtri hnefi Kellys skall leiftursnöggt og hart á kjálka hans og hann seig saman í sæt- inu að svo miklu leyti sem ör- yggisbeltin leyfðu. Kelly þótti sem eilífð löng hefði liðið, þegar hann lieyrði loks rödd sprengju- varparans í eyrnafónunum til- kynna að allt væri í lagi, og fann virkið hækka sig í lofti um leið og það var laust við hinn þunga og hættulega drápsfarm sinn. Iíelly beindi stýrinu liart til vinstri og um leið og virkið tók krappa beygjuna til baka, sá hann þá sjón, sem hann mundi aldrei gleyma. Annað fljúgandi virki koin út úr eldinum frá loftvarnarbyss- unum, en tók beygjuna þveröfugt og stefndi heint á þá. Stefnið hafði verið skotið af þvi, og nú nálgaðist það þá eins og helsærð ófreskja. Kelly dró að sér stjórnvölinn eins hart og hann frekast mátti og bjóst við árekstrinum í sömu andrá, en í stað hins ógnþrungna höggs fór snarpur rykkur um skrokk virkisins og siðan flaug það áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann heyrði rólega rödd i hlustarfónunum. „Snerti sprengjulestarhlerana — reif skyttubyrgið með skyttunni und- an skutnum.“ Sem snöggvast fann Kclly til flökurleika, en sigraðist á hon- um von bráðara. Hann tók á því, sem hann átti til og innan skannns flaug hann heim á leið í fylking- arbroddi þeirra fljúgandi virkjá, sem enn voru eftir í deild hans. Það var löng leið til baka, óend- anlega löng, og það eitt víst, að orrustuflugvclar fjandmannanna mundu gera að þeim liarða hrið, áður en sú leið væri á enda. Hann heyrði enn sömu, rólegu röddina i hlustarfónunum. „Sprengjulest- arhlerarnir hafa rifnað af.“ Þá vissi hann það. Síðastliðna tvo mánuði hafði það, sem gerðist í þessu árásar- flugi til Schweinfurt, ásótt hann hvað eftir annað. Hann hafði dreymt þá - það var ekkert óeðli- legt við það, að þeir atburðir vitj- uðu hans í draumi, einu sinni, eða oftar og þá með löngu milli- bili, en hann hafði dreymt þetta hvað eftir annað, nótt eftir nótt. Það var jafnlengi, sem hann hafði átt í höggi við þennan stöðuga vafa 0£f hik, sem gerði iionum illkleift að taka nokkra ákvörð- un, og enn örðugra að framkvæma það, sem liann þó vissi réttast. Síðast þegar liann ók út á flug- völlinn fyrir nokkurri stundu. Hann hafði beinlínis átt í þræt- um við sjálfan sig. Taktu þessu rólega, Kelly. Ekki neitt heimsku- flan. Þú ert að öllu leyti eins fær flugmaður og þú hefur nok k- urntíma verið. Kannski enn fær- ari. Þig hefur aldrei lient neitt slys ekki einu sinni óhapp. En honum hafði ekki tekizt að sannfæra sjátfan sig. „Hvern ertu að reyna að blekkja,“ spurði hann. „Þú hefur séð fara þannig fyrir öðrum. Og nú er röðin ein- faldlega lcomin að þér. Og þér er eins gott að viðurkenna það, áður en það er um seinan. Farðu úr einkennisbúningnum áður en þú verður sjálfum þér að hana — og það sem verra er, öðrum líka.“ „Hef éft ekki sagt, að þér hafi ekkert farið aftur?“ spurði hann sjálfan sig. „Einmitt það . . . Hvers vegna geturðu ekki sofið nema þú neyt- ir sterkra svefnlyfja? Og livað veldur þessuin óliugnanlegu draumum, sem stöðugt ásækja þig? Og livers vegna saztu stjarf- ur og ráðþrota við stjórnvölinn, þegar þú mættir orrustuþotunni, þarna um daginn “ „Það varðaði ekki nema hrot úr andrá. Þú áttaðir þig strax . . .“ Orrustuþotan hafði komið út úr skýjaþykkni, flogið beint fyrir liann og síðan horfið inn i skýja- þykkni. aftur Það hafði ekki tekið nema brot úr andrá, en í þeirri sömu andrá hafði Iíelly ]iótt sem hann sæi laskaða virkið koma æðandi beint á hann. „Víst tókst þér að átta þig strax. En brot úr andrá getur nægt til þess að ]>ú sért dauða- dæmdur maður, þegar þú situr undir stýri í flugvél. Og ekki að- eins þú, heldur og öll áhöfnin og farþegarnir. Hvernig geturðu verið viss um að ekki fari aftur eins fyrir þér, þegar bráð hætta steðjar að næst — og hvað þá?“ „Allt 1 lagi, ég verð að sætta mig við það,“ hafði Kelly sagt við sjálfan sig, þegar hann steig út úr bílnum við flugstöðina. Að- eins i ]ietta eina skipti, og svo Iiætti ég fyrir fullt og allt. Von- andi kemur ekkert fyrir, og þegar maður er lentur á Tampa, fer ég úr einkennisbúningnum.“ Það lá við að hann væri i sól- skinsskapi, þegar hann kom inn i afgreiðslusalinn. Eins og þeirri fargþungu byrði, sein á honum liafði hvílt síðustu vikurnar, væri skyndilega af honum létt. Kl. 2:29:37 síðd. „Hvað sagðirðu? spurði Iíelly. Lee aðstoðarflugmaður laut nær honum, vætti varirnar og reyndi að segja eitlhvað, en rödd- in brást honum. Um leið skall hægri linefi Kellys leiftursnöggt og hart á vinstri kjálka hans, og aftur um leið og höfuð hans rykktist aftur á bak, og þá svo hart, að froðan spýttist út úr vitum hans þegar hann hneig niður í sætinu eins og öryggis- beltin leyfðu. Mér þykir leitt að ég skuli neyðast til að leika þig svona harkalega, félagi, hugsaði Kelly. En þú hefðir ekki reynzt maður til að hafa í fullu tré við þessa bófa, og ég varð einhvernveginn að koma í veg fyrir að þ'ú reynd- ir að fljúga vélinni til Havanna. „Hvern fjandann sjálfan mein- arðu?“ öskraði Morelli. „Ég ætla að fljúga vélinni til Tampa,“ hvæsti Kclly kaldi milli samanbitinna tannanna. „Nú er það ég cinn, sem get flogið henni, og ef þig langar til að þrýsta á gikkinn, þá skaltu bara gera það, helvizkur bófinn þinn.“ Sem snöggvast þóttist Kelly eins og viss um að Morelli mundi þrýsta á gikkinn. Það var eins og hann fyndi á sér æðisgengna reiði hans, og hann var við öllu búinn — skothvellinum, sársauk- anum og myrkrinu, sem þurrkaði út alla skynjun og lif. „Flugvél þrír-'einn-fjórir kallar flugturninn á Ta,mpa“, mælti hann rólega í hljóðnemann, og furðaði sjálfan á að ekki skyldi heyrast minnsti titringur í röddinni. „Tveir bófar hafa reynt að ræna flugvélinni, en lendum samt. Kall- ið lögregluna á ...“ Hann lauk ekki setningunni, því að hann var lostinn skammbyssu- skeftinu við gagnaugað öðru sinni. Hann lineig fram á stýrið, barðist af öllum lífs og sálar- kröftum við að halda meðvitund- inni og hugsa skýrt um leið og hann fann flugvélina stefna hart niður á við og liann heyrði Mor- elli öskra. „Taktu stefnuna til Havanna samstundis, bölvaður þrjóturinn þinn. Annars skal ég skjóta þig í hausinn, að niér heilum og lif- andi...“ „Þú verður hvorki heill né lif- andi til lengdar", hvæsti Iíelly kaldi að honum, um leið og hon- um tókst með allt að því ofur- mannlegri áreynslu að rétta sig upp í sætinu og sigrast á kvöl- inni í höfðinu og ásókn magn- leysisins og myrkursins. Hann leit um öxl til Morelli; sá hvar Joe stóð, gulgrænn í framan af skelfingu á höllu gólfinu. „Flugvélin skellur í sjóinn, beint á stefnið“, kallaði Kelly eins hátt og hann mátti. „Hefurðu nokkurn tíma séð sjórekið lik, Morelli? Þú verður varla sér- lega fríður ásýndum, þegar þig rekur að landi og marflærnar hafa étið allt hold framan úr þér og af fingrum þínum og tám. Þá er þó skárra að skömminni til að fá kúlu i hausinn og vita ekki meir ... Skjóttu, helvízkur, ef þú hefur kjark til!“ „Réttu flugvélina við ...“ vein- aði Joe. „Réttu liana við!“ En þá sleppti Kelly kaldi báð- um höndum af stýrinu og lagði þær á lær sér. Þeir tóku báðir eftir þvl, Joe og Morelli, og eins fór það ekki fram lijá þeim, að flugvélin stefndi liratt niður á við. Það gat ekki verið nerna um sekúndur að ræða, kannski brot úr sekúndu, og þó að Mor- elli væri harður í horn að taka, stóðst hann ekki mátið. Rödd hans var hás og skræk, þegar hann tók til rnáls. „Allt í lagi... til Tampa þá. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOAi l»að er alltaf sami lcikurinn í hénnl Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í hlaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Vcrðlaunin cru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er au.ðvitað Sælgætisgerð- in Nói, Nafn HclmiU Örkln cr á bls. í*4 '2M Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: SÓLRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Vífilsstöðum. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.