Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 13
„Mig langar ekki heldur til að minnast á það,“ sagði hann. En orðin voru sögð engu að síður. „Ég geri mér það Ijóst, að þú hlýtur að fara,“ sagði hún að lokum. „En við getum látið það lönd og leið í bili.“ „Getum við það?“ „Við verðum að gera það. Mér varð sam- talið við Dmitri lærdómsríkt. Maður getur ekki forðazt það, sem koma skal.“ HVAÐ þau Katyu og Grant snerti var stefnan ráðin. Það leið ekki svo dagur, að þau hittust ekki. Hún trúði honum fyrir öllu, sagði hon- um allt. Um Rodion. Um starf sitt. Um tor- tryggni stjórnarvaldanna í hennar garð. Þeg- ar hún hafði sagt honum allt sem viðkom henni sjálfri, varð henni að orði: „Það var þess vegna, sem ég gat ekki varizt neinum af rökum Dmitri, þegar við ræddumst við. Hann spurði mig hvort hann ætti nokkra framtíð fyrir höndum, sem framtíð gæti kallazt, eftir að hann hefði verið dæmdur til dvalar í betrunarskóla. Hann gerði sér ljóst, að hann yrði alltaf tortryggður. Og ég gat ekki fullvissað hann í einlægni um hið gagnstæða, því að ég vissi það af sárri, eigin raun, að hann hafði rétt fyrir sér. Og það eins, þótt ekkert yrði að minni persónu- legu afstöðu fundið, heldur aðeins eigin- manns míns.“ „Ég skil. Eitthvað þessu svipað hafði ég einmitt gert mér í hugarlund. Og nú skil ég það einnig, að við verðum að vera hálfu varkárari en nokkru sinni fyrr.“ „Það er ekkert framar að óttast. Ekkert skiptir máli framar. Að sjálfsögðu vörumst við að vekja á okkur athygli að óþörfu. En Framhald á bls. 50. — — Um leið og hann kom fyrir leiti, sá hann hermennina. Hann nam staðar, lá hreyfingarlaus bak við stein. Eftir nokkkra stund tók hann að hörfa undan. VIKAN 34. tbl. — -JO

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.