Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 46
Þegar strengirnir voru liafðir i drœtti, hél/t „Örninn“ í 600 til 700 feta hæð. rátt fyrir alla nákvæmni Andrée's og fyrirhyggju varðandi undirbúning leið- angursins og allan útbún- að, reyndist „Örninn“ hafa einn afdrifaríkann ágalla þegar til kom — belgurinn lak gasi. Þetta kom ekki i ljós fyrr en hann hafði verið fylltur og frá öllu gengið til brottferðar, en þá reyndist ltkinn nema um 35 rúm- metrum af gasi á sólarhring. And- rée reyndi að stcðva lekann með því að bera þéttikvoðu í saum- ana, en það bar litinn árangur. Var jjað þá einróma álit og tillaga allra, sem að leiðangrinum stóðu, þar á meðal loftbelgsgerðar- mannsins, að förinni yrði frest- að og belgurinn annað hvort saumaður upp eða gerður nýr. En þá gerðist það, sem ekki hafði hent Andrée áður á lífs- leiðinni. Hann þraut kjark. „Ég hef blátt áfram ekki hugrekki til að slá leiðangrinum á frest öðru sinni“, sagði hann, minn- ugur ]>ess hvernig móttökur hann hlaut heima fyrir árinu áð- ur. Sama máli gegndi um félaga hans báða, þótt báðir væru yfir- leitt kunnir að þvi að láta sér fátt fyrir brjósti brenna— þeir hvöttu Andrée báðir fararinnar, enda þótt ]>að væri nú komið á daginn, að „Örninn“ missti allt að 50 kg burðarmagn á sólar- liring. KI. 14.30, þann 11. júlí 1897, var skipun gefin um að festar skyldu leystar. „Strindberg! Fraenkel!" Þre- menningarnir klifu um borð í körfuna og teygðu úr sér út fyr- ir handriðið til að kveðja sam- starfsmenn sína á jörðu niðri. , Skerið á!“ skipaði Andrée og einn af áhafninni á fallbyssu- bátnum brá hnffi sínum á akker- isstrenginn. „Fari það í helvíti!“ tautaði hásetinn, þegar hnifseggin skar fingur hans til blóðs. Andrée hallaði sér út fyrir borðstokk körfunnar, þegar Iiann ■heyrði tautið. „Já, við erum ein- mitt á leið þangað", hreytti hann út úr sér úm leið og belgurinn hófst hægt á loft. „Örninn" vaggaði dálítið um leið og vindurinn fyllti seglið, en tók siðan stefnu norður á bóginn.Þegar hann bar út yfir ströndina gerðist það, að einn af kjölfestustrengjunum festist snöggvast í klettaskoru, en það nægði til þess að loftbelgurinn tók hættulega dýfu, svo stóra að botn körfunnar sleikti sjóinn og þeim félögum vcittist erfitt að fóta sig í lyftingunni. En í næstu andrá réttist loftbelgurinn og hækkaði sig aftur í lofti af sjálfs- dáðum um leið og strengurinn slitnaði úr skorunni. í allt að þvi klukkustund mátti greina loft- beelginn, þar sem hann bar við úrgrá ský sem smáminnkandi depil, unz hann hvarf sjónum í norðurátt. Þá hvarf liann sjónum manna fyrir fulll og allt. Og ekki að- eins það —■ eftir það spurðist ekki til ferða þeirra leiðangurs- félaganna þriggja og enginn vissi hver orðið hefðu örlög þeirra þótt ýmsum getgátum væri að því leitt. Það var ein- ungis eitt, sem tíminn leiddi óvéfengjanlega i ljós — að þeir höfðu allir farizt. Það var ekki fyrr en þrjátíu og þrem árum síðar, eða í ágúst- mánuði 1930, að það tók að kvis- ast hvers þeir á norska selfangar- anum „Bratvaag" hefðu orðið vis- ari í Hvítey. Skipstjórinn var ó- fús að tefja nokkuð einhverja þá arðvænlegustu veiðivertið, sem hann og skipshöfn hans hafði ef iil vill nokkurn tíma átt í vænd- um. Þegar „Bratvaag“ mætti svo öðrum norskum selveiðara, „Terningen“, á heimleið nokkr- um dögum siðar, voru fréttirnar því kallaðar milli skipanna, og þegar „Terningen“ kom í heima- höfn, og skipstjórinn, Gustav Jensen, sagði tíðindin, varð held- ur en ekki uppi fótur og fit hjá blaðamönnum. Heimsblöðin kepptust við að fá á leigu hrað- skreiða gufubáta til að leita ,.Bratvaag“ uppi og verða fyrst til.að ná i fréttina. Og þar sem viðtæki var um borð í sclfangar- anum — en ekki senditæki — sendu þau skipstjóranum livert skeytið á fætur öðru og hétu hon- um, hvert um sig, feiknafjárfúlg- um, ef hann vildi halda til móts við sitt leiguskip, og veita sér „forgangsleyfi“ varðandi birt- ingu fréttarinnar. Þegar hálfur mánuður leið án þess nokkurt samband næðist við „Bratvaag", fóru blaðamenn- irnir að láta liggja að þvi að eitt- hvað mundi vafasamt við þennan fréttaflutning Jensens skipstjóra á „Terningen"; vændu hann jafn- vel um að hafa lagað fréttina í hendi sér í auglýsingaskyni, og mundu minjar þær, sem fundust í Hvítey, ekki á neinn hátt vera tengdar heimskautaleiðangri Andrée’s. Þann 3. september varð stór- blaðið „New York Times“ loks til þess að taka af allan vafa með forsíðufrétt undir stórletr- aðri fyrirsögn: „JARHNESKAR LEIFAR LEIÐ- ANGURSMANNA FINNAST EFT- IR 33 ÁR SKAMMT FRÁ ÞAR SEM LOFTBELG ÞEIRRA HLEKKTIST Á“. Næstu dagana urðu fréttirnar svo smám saman ljósari. Það var ekki neinum vafa bundið að minjar þær, sem fundizt höfðu í Hvítey, voru úr heimskauta- leiðangri Andrée’s — segldúks- báturinn, sleðinn, vistaleifarnar, ryðgaður riffill, fatnaður, gas- suðuvél og ljósmyndavél — og ljósmyndaþynnur en í henni. Þarna höfðu og fundizt tvær beinagrindur, vafðar loðklæðum. Önnur var af Andrée og hallað- ist hún upp að steini, hin af Strindberg. Bein Fraenkels fund- ust ekki fyrr en nokkrum vikum síðar, þegar ýtarlegri leit var gerð í Hvítey. Þó var dagbókin mikilvægust af öllu þvi, er þarna fannst. Og nú beið allur hinn sið- menntaði heimur þess í eftirvænt- ingu að í ljós kæmi hvort skrift- in væri enn læsileg, eftir að dag- bókin hefði legið i 33 ár undir snjó — og ef svo reyndist, hvort þar mundi skráð öll frásögnin af h’rakningum og baráttu þeirra fálaga. Til allrar gæfu hafði Andrée ekki slakað á nákvæmn- inni til síðustu stundar. Ilann liafði fyrst vafið strátróði utan um dagbókina og síðan oliudúk, eins þétt og lionum var unnt, og loks lagt hana við barm sér, innan klæða. Hún hafði því varð- veitzt eins örugglega og frekast var unnt. Gervöll sænska þjóðin var því alls hugar fegin, að nú mundi gátan varðandi örlög og aldur- tila hinna þriggja djörfu leiðang- ursmanna loksins ráðin. En sú varð ekki raunin. Hún varð jafn- vel dularfyllri en áður. Ekkert það kom i Ijós, sem bent gæti á orsök þess að þeir skyldu bfða bana þá og þar, sem raun bar vitni. Það var viðlíka og þeir hefðu farizt i útilegu á Kjölnum eða fjöllunum i Norður-Sviþjóð. ann 11. júli 1897, þrem klukkustundum cftir að loftsigling þeirra félaga hófst, voru þeir allir í bezta skapi og hugðu gott til ferðarinnar, þrátt fyrir gaslek- ann. Loftvogin fór stöðugt hækk- andi og vindáttin liélzt nokkurn- veginn óbreytt, en brá þó lítið eitt til austurs. Það olli Andrée ekki neinum áhyggjum, þvi að með dráttarstrengjunum mátti stýra loftbelgnum um allt að þrjátíu gráður til hvorrar handar á hlið við áttina. Andrée ákvað — af þeirri á- kefð, sem alltaf einkenndi hann — að þegar væri tími til kom- inn að senda umheiminum til- kynningu um hvernig ferðin gengi. Hann skrifaði þvi fjórar orðsendingar, sem hann kom af stað með fjórum bréfdúfum. Litlu síðar skrifaði liann fimmtu orð- sendinguna og kom fyrir i málm- hylki, sem hann varpaði fyrir borð. Þar var fyrst skýrt ná- kvæmlega frá siglingarstefnu loftbelgsins og hæð, en siðan sagði: ... Fjórum bréfdúfum sleppt kl. 5:40 G. M. T. Þær flugu í vest- ur. Við fljúgum nú yfir ísaþök, sem eru mjög sprungin i allar áttir. Dýrlegt veður. Skapið ágætt. Andrée, Strindberg, Fraenkel. Ofar skýjum síðan 7:45,G. M. T."‘ Tilkynning i hylki, sem varp- að var fyrir borð tæpri klukku- stundu síðar, sýndi að þá hafði „Örninn" náð um það bil 1.800 feta hæð og var kominn á 82 breiddargráðu, 25 lengdargr. aust- ur. Siglingarhraði loftbelgsins fór þá þegar fram úr öllum von- um. Þannig leið klukkustund eftir klukkustund og hrifningin, sem gripið hafði þremenningana við upphaf ferðarinnar, tók brátt að fjara út við fábreytni siglingar- innar.Nú varð eklci annað haft fyrir stafni en að matast og sofa. Ekki jók sjónarsviðið undir niðri fjölbreytnina, endalausir liafís- flákar, sem straumar og vindur ýmist hrakti sundur eða rak sam- an, svo vakirnar breikkuðu og þrengdust á víxl. Leiðangurs- mennirnir skrásettu athuganir sínar og mælingar á hita og vind- styrk. En þar sem hvorki brá birtu né veðri, varð sú skrásetn- ing lítið annað en sífelld endur- tekning. Þegar þriðji dagur loftsigling- arinnar leið að kvöldi, skrifaði Andrée aðra orðsendingu i nokkr- um eintökum samhljóða og kom af stað með bréfdúfum. Kvað hann ferðina enn ganga að óskum og skýrði frá stefnu og siglingar- hæð og liraða loftbelgsins. Orð- sending þessi var stíluð til „Afton- bladet“ í Stokkhólmi. Þetta var sú eina orðsending frá leiðangursmönnum, sem komst til skila. Þennan sama dag greindu þeir fyrst uggvænleg liljóð — Iágt brak, þegar ísingin, sem var far- in að setjast á loftbelginn, brast og hrundi ofan. Nokkru síðar varð isingarmyndunin svo ör, að loftbelgurinn seig fyrir þunga hennar unz karfan dróst eftir isnum. Húðin rofnaði þá við rykkina og lirundi af belgnum, sem náði þá 500 feta hæð, en tók siðan brátt að siga aftur nið- ur á við. Að kvöldi þessa þriðja dags, byrjuðu að rætast þa.u spádóms- orð, sem Andrée höfðu hrotið af munni, þegar þeir leiðangurs- menn kvöddu félaga sfna í Dönskuey. Klukkustundum saman endurtók loftbelgurinn þessar sömu hreyfingar — seig smám saman niður, unz hann dró körf- una eftir isnum, stundum langar leiðir, og hóf sig síðan aftur á loft, bæði fyrir það að isingin molnaði af honum og leiðangurs- menn „vörpuðu" út kjölfestunni með því að rekja strengina fyrir borð. Það kom síðar fram, meðal ann- ars af bréfaskiptum þeirra Andrées og Friðþjófs Nansen, að Andrée hafði verið þess full- viss vikum saman áður en hin örlagaríka loftsigling hófst, að hún mundi ekki takast. Ef til vill hefur hann samt gert sér vonir um að þeir félagar myndu þó kom- ast á Norðurheimskautið, og að sér mætti auðnast að senda um- heiminum tilkynningu um þann glæsilega sigur með bréfdúfun- um, ellegar í málmhylkjum, enda — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.