Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 41
VAL UNGA FÓLKSINS - HEKLUBUXURHAR - VANDAÐUR FRÁGANGUR AMERÍSKT EFNI NYLON NANKIN verið smitandi, en hann getur líka stafað af ofþreytu í fótun- um og stafar þá frá taugunum. Séu fæturnir heilbrigðir og ó- þreyttir getur svitinn horfið al- veg með daglegri notkun þessa sérstaka krems og talkúms. En þó að ekki sé um eiginlegan fót- svita að ræða, er ágætt á heit- um dögum að nota sérstakt fóta- talkúm, en ekki er rétt að hafa það of sterkt fyrir heilbrigða fætur. Nú fást líka „spray“- flöskur með kælandi og lj’kt- eyðandi vökva, og er það fljót- legt og þægilegt í notkun og þornar vökvinn samstundis á húðinni. Séu opnir sandalar notaðir, er sjálfsagt að lakka táneglurnar. Leggja bómullarhnoðra á milli tánna meðan lakkað er, svo að lakkið renni ekki til. Lakkið fyrst með undirlakki og síðan tveim lögum af yfirlakki. Litur- inn má gjarnan vera sterkari á tánöglunum en á nöglum á fingr- um, sérstaklega ef fæturnir eru vel sólbrúnir. Hár af leggjum má taka af með vaxi, því að þau vaxa ekki eins hratt aftur eins og þau væru rök- uð af og verða heldur ekki eins stíf þegar þau koma aftur upp. Ungar stúlkur með ljós og mjúk hár á fótleggjum ættu ekki að taka þau af, því að slík hár eru til engrar óprýði, nema síður sé. Mjög gott er að nota þurran, harðan bursta á fótleggina dag- lega. Það örvar blóðrásina og kemur í veg fyrir að fitukeppir eða bólgur safnist á leggina. ★ GRÆNMETI. Framhald af bls. 29. í ofni, þar til það er meyrt og hefur fengið á sig brúnan lit. Hrært smjör borið með. blómkálsbúðingur. 1 blómkálshöfuð, vatn og salt, sem það er soðið í, 50 gr smjörl., 60 gr hveiti, Yí 1 mjólk, 3 egg, smjörlíki, brauðmylsna, salt, pip- ar, hrært smjör. Gerður jafningur úr smjörlík- inu, hveitinu og mjólkinni, eggja- rauðunum bætt í eftir að hann hefur verið kældur svolítið. Eggjahvíturnar stífþeyttar og blandað varlega saman við. Helmingur deigsins settur í smurt eldfast mót, soðið og brytj- að blómkálið sett þar á og hinn helmingur deigsins settur ofan á. Brauðmylsnunni stráð yfir og smjörlíkisbitar settir á víð og dreif. Bakað í vel heitum ofni í 20 mín., og hrært smjör borið með. grænkál í jafningi. 400 gr grænkál, 100 gr smjör- líki, 50 gr hveiti, 4 dl mjólk, salt, pipar, sykur. Grænkálið tekið af leggjunum og soðið í 5 mín. Sigtað og saxað smátt. Jafningur gerður úr smjörl., hveitinu og mjólkinni, saltað og soðið um stund en grænkálið sett í síðast. Þannig grænkál er gott bæði með kjöti og fiski, ekki sízt saltfiski. Líka má nota það sem sjálfstæðan rétt, en þá er það sett á mitt fat, harðsoðnum eggjasneiðum raðað utan með. Kartöflur, sem hafa verið soðnar og brúnaðar, settar með á fatið og ristaðar brauð- sneiðar yzt. GRÆNKÁLSSÚPA. 300 gr grænkál, 2 1 kjötsoð, 300 gr gulrætur, 40 gr smjörl., 40 gr hveiti, salt, pipar. Suðan látin koma upp á græn- kálinu og það síðan saxað mjög smátt, eða hakkað í hakkavél. Jafningur gerður úr smjörlíkinu og hveitinu og jafnað út með kjötsoðinu. Gulræturnar skornar í þunnar sneiðar og soðnar í nokkrar mínútur í súpunni, grænkálið sett í og soðið með í ca. 3 mín. Kryddað eftir smekk. Hollast er að saxa grænkálið hrátt og sjóða með súpunni, en þá þarf það að vera mjög fín- hakkað. Pocheruð egg sett út í súpuna, ef mikið er haft við. HVÍXKÁL Á PÖNNU. Skerið hvítkálið eins smátt og hægt er í lengjur, steikið í bacon- feiti á pönnu með svolitlu ediki, salti, sykri og örlitlu vatni. Líka má hafa eplasneiðar með á pönn- unni, en þær eru þá settar á pönnuna á undan hvítkálinu. RIFNAR GULRÆTUR. Rifnar gulrætur er hægt að nota á marga vegu, t. d. má blanda sítrónusafa í þær og ör- litlum sykri og setja svo rúsínur í. Látið liggja nokkra stund, svo að rúsínurnar blotni. Með smá- skornu hvítkáli og appelsínu- sneiðum eru þær ljúffengar í salat og gott er að hafa rifnar gulrætur út á kartöflustöppu. PÚRRUSÚPA MEÐ BACON. 6 púrrur, 25 gr smjörl., IV2 1 vatn, salt, 30 gr smjörl., 30 gr hveiti, V2 dl rjómi, 3 sneiðar bacon. Púrrurnar skornar í sneiðar og soðnar þar til þær eru næstum meyrar í 25 gr smjörlíki sem hefur verið brætt í potti og 1 dl vatni. Þá er það, sem eftir er vatnsins sett í og súpan látin sjóða í 8—10 mín. Jöfnuð upp með smjörbollu úr 30 gr smjörl. og 30 gr hveiti. Rjóminn settur í eftir að potturinn er tekinn af eldinum. Baconið steikt og skorið í litla bita, sem er stráð út á súp- una um leið og hún er borin fram. ★ VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.