Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 37
halda fyrir eyrun. Þegar allt var um garð geng- ið, fékk hann leyfi til að læðast inn til móður sinnar ... Fyrst ætlaði hann varla að þekkja hana, þar sem hún lá í rúminu föl og þreytuleg. Djúpir skuggar undir augum hennar, sem ann- ars ljómuðu ávallt af gleði, báru vott um þann sársauka, sem hún hafði orðið að þola. En móðir hans hafði ekki verið ung, það hafði honum að minnsta kosti fundizt, en Megan var svo ung og sterk ... Þegar hann bar bakkann inn í stofuna, sat hún enn og las í bókinni. — Ógleði á morgnana stafar eingöngu af of spenntu ímyndunarafli. Maginn er hita- mælir á tilfinningarnar. Ef mað- ur er svangur eða æstur, verður maginn rauður og aumur; ef maður er hræddur, verða slím- himnur magans hvítar og kald- ar og það orsakar ógleði. Auð- vitað! Og það var bein afleiðing af þessu, að um morguninn lá Megan og svaf vært með úfið höfuðið á öxlum Davids. En hann reyndi að hugsa ekki um þann vott af ógleði, sem hann fann fyrir í maganum. En ekki var hann reiður neinum, honum fannst hann ekki vera æstur eða hræddur. Hann var bara með ógleði. Hann hafði auðvitað heyrt að slíkt gæti komið fyrir. Að milli konu og manns, sem voru bund- in svo nánum böndum, gat kom- ið upp eins konar fjarskynjun samhygðar. En honum fannst það hlægilegt. Það hljómaði eins og ein af þessum kjánalegu kenningum Megans, eins og til- vitnun í einhvern kafla grænu bókarinnar. Eftir því sem tíminn leið, fór David með mikilli leynd að lesa slitnar síður grænu bókarinnar. Megan hafði aldrei litið svo hraustlega út áður, hún var tákn- rænt dæmi um réttan hugsana- gang. Þegar hún sigurviss var komin á níunda mánuð með- göngutímans, sagði hún David, að hún óskaði eftir því að hann yrði viðstaddur, þegar barnið fæddist. — Þá getur þú hrópað húrra með sjálfum þér, sagði hún. David lokaði augunum, svo að hún sæi ekki þá skelfingu, sem í þeim hlaut að speglast ... Hann hafði að sjálfsögðu vitað, að öll líkindi bentu til að hann yrði beðinn að vera á þönum með heitt vatn, og hann hafði þegar gert sér í hugarlund, hvernig hann myndi ganga fram og aftur á gólfteppinu í stofunni. En að hann í raun og sannleika ætti að vera til staðar og vera við- staddur atburð, þar sem hann ætíð hafði álitið að aðeins ættu að vera konur? Hinn tilfinninga- næmi hugur hans var í uppnámi og sjálfur varð hann fölur af til- hugsuninni einni saman. Hann lofaði að hann skyldi vera við- staddur, en stuttu síðar fór hann að hugsa í hljóði. Hann varð spenntur og hugsandi. Sam- kvæmt kafla þrettán voru á- hyggjur neikvæð tilfinning. Það sagði Megan hbnum. — í sannleika sagt, sagði hún eitt sinn eftir að hafa verið hjá ljósmóðurinni. — Það er furðu- legt, hve mikil læti sumar konur gera út af svona algjörlega eðli- legum atburði. Þaina voru þær allar með brjóstsviða, bólgna ökkla, magaveiki á nóttunni og þjáðust af þreytu á miðjum dög- um. Og allt saman sökum nei- kvæðrar afstöðu. Allt saman af því að þær hugsa niður á við. David leit með skelfingu á grænu bókina, þar sem hún lá á kaffiborðinu. Hann mældi fjar- lægðina frá borðinu til ofnsins og var að því kominn að rétta út höndina ... En hvað gagnaði það? Einhvers staðar væri til bók, sem gæti fullvissað Megan um, að maður gæti einn alið upp sitt barn. Einhvers staðar væri að auki til bók, þar sem kennt væri að venja pelabörn á já- kvæðar hugsanir . . . því kennt að hlæja á réttum tíma og gráta á réttu andartaki. — Þú ert þreytulegur, elskan. Hallaðu þér aftur á bak og slak- aðu svolítið á. Maturinn er næst- um því tilbúinn. Ég skrepp snöggvast upp í hálftíma og geri slökunaræfingar, áður en ég bý til sósuna. — Þú gleymir bókinni, rumdi í David, þegar hún var komin að dyrunum. Megan tók við bókinni og sendi honum blítt bros, algjört og sigri hrósandi. David lokaði augunum og hugsanir hans hefðu áreiðan- lega verið flokkaðar sem nei- kvæðar. Næsta dag vaknaði hann með höfuðverk og um kvöldið, þegar hann opnaði útidyrnar, var hann enn með stöðugan og dynjandi höfuðverk. Venjulega kom Meg- an á móti honum fram í forstof- una, og gómsætur ilmur frá ljúf- fengum kvöldverðinum barst að vitum hans frá eldhúsinu. David stanzaði snögglega. Víði sloppurinn hennar Megan lá á stigahandriðinu . . . hafði ber- Framhald á bls. 40. ~T5 VIKAN 34. tbl. — Q7 k

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.