Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 36
Kannski hefurðu sagt satt áíSan « „Þá fljúgum við til Tampa“, svaraði Kelly kaldi. „ÞaS er út- rætt mál...“ „Allt 1 lagi... allt í lagi...“ öskraði Morelli. Kelly vissi að hann mátti ekki eyða broti úr sekúndu lengur í þras. Með erfiðismunum lagði hann aftur liendur á stýrið og tók að stöðva hrap vélarinnar og náði henni láréttri með ýtr- ustu varkárni. Þegar það hafði tekizt, gerði hann ekki neina til- raun til að draga úr veltu lienn- ar í stormsveipunum. Enn var tuttugu og einnar minútu flug til Tampa. Hann heyrði Morelli lesa sér bölbænir, en nú þrýsti hann ]ió skammbyssuhlaupinu ekki lengur í 'hnakkagrófina. „Þú ert ekki SIGILDAE MEÐ ^MYNDUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. sloppinn, kunningi, þó að 'þetta samkomulag hafi náðst", urraði hann. „Ég leyfi þér einungis að lenda á flugvellinum í Tampa, svo að þú getir losað okkur við farþegana og tekið benzín, og svo höldum við beint til Havanna. En ég held byssuhlaupinu að þér á meðan ó þvi stendur, skil- urðu það. Og ef þú reynir ein- hver undanbrögð, hika ég ekki við ... þú skilur það líka“. „Ekki fyllilega maldaði Iíelly kaldi í móinn. „Þau tvö, sem þú barðir i rot, þurfa að komast í læknishendur. Og eins er um hann þarna, aðstoðarflugmann- inn minn. Þegar frá því hefur verið gengið, skal ég fljúgá með þig til Havanna, en ekki heldur fyrr, Morelli...“ „Allt I lagi“, svaraði Morelli, sem virtist vera að ná sér eftir hræðsluna. „Þú hefur samband við þá í flugturninum og segir þeim að þetta, sem þú sagðir þeim hafi verið grin eitt, og að þeir skuli ekki gera neinar ó- venjulegar ráðstafanir. Annars er úti um þig, kunningi. Ég hætti ekki á neitt, það geturðu bölvað þér upp á“. „Ég skal segja þeim það“, sagði Kelly kaldi ofur rólega. Iívölin í höfðinu eftir seinna höggið var sárari en nokkru sinni fyrr. Kelly kaldi hugsaði vandlega sitt ráð i einstökum at- riðum. Fyrst varð hann að koma farþegunum í örugga höfn. Sjá um að þau þrjú af áhöfninni væru flutt frá borði. Og þegar þvi væri lokið, kæmi röðin að þeim bófunum Morelli og Joe. Klukkan var 2:43:00 síðdegis. Framundan öskraði hátalarinn í flugturninum: „Flugturninn á Tampa kallar flugvél þrír-einn- fjórir. Fljúðu að, þrír-einn- fjór- ir ...“ Kl. 2:57:15 síðd. Flugvélin tók brautina, hoss- aðist lítið eitt og það hvein i hjólbörðunum um leið og dró úr bruninu. Bílar komu fram úr skuggunum og virlust vera í kappakstri við vélina, þegar hún rann inn ó stæðið. Kelly kaldi fann hlaupi skammbyssunnar enn þrýst í hnakkagróf sér. Þau Lee Strange, María Burke og Mark Bender lógu í sætunum aftur í farþegarýminu — Joe hafði dreg- ið þau þangað, en Morelli beint skammbyssunni að óttaslegnum farþegunum á meðan. Stigajium var ekið upp að hlið flugvélarinnar. Bílarnir héldu sig spölkorn frá. Kelly kalda hafði tekizt að koma þeim í flugturnin- um í skilning um það á hálfgild- ings dulmáli, að ekki skyldi geng- ið til atlögu við bófana fyrr en farþegarnir og þau þrjú af á,höfn- inni væru örugglega frá borði. Enn lieyrðist röddin i hátalaran- um á flugturninum, hraðmælt- ari og ákafari en áður: „Turninn kallar þrir-einn- fjóra.. Farþegarnir komnir frá borði. Benzínbilarnir á leið- inni . . .“ „Allt i lagi“, sagði Morelli. „Við tökum ekki neittt benzín. Af stað tafarlaust, skilurðu það!“ Kelly kaldi hafði hálft í hvoru búizt við þessu. „Þá það,“ svaraði liann rólega. Flugvélin hélt út á brautina aftur, bilarnir kornu á eftir henni í rigningunni, Kelly jók benzín- gjöfina, hreyflarnir öskruðu og regnið buldi á framrúðunni þegar brunhraði vélarinnar jókst. Tvö þúsund fet út á brautar- enda, hugsaði Kelly kaldi. Nú má ekki neinu skeika. Öll tök hans á stjórntækjum vélarinnar voru hröð og örugg. Nú reyndi á alla þá leikni og þekkingu, sem hann hafði til- einkað sér á fhigi sínu í þrjá ára- tugi. Engu mátti muna, ekki minnsta broti úr sekúndu, allra minnsta ,hik gat orðið til þess að flugvélin stæði samstundis I björtu bóli. Hann heyrði Mor- elli öskra í eyra sér: „Komdu þér á loft, mannfjandi!“ Nú ... heyrði Kelly kaldi hvíslað snöggt hið innra með sér. Flugvélin lyftist af brautinni, eins og hún tæki undir sig stökk, skall niður aftur, annar væng- broddurinn snart brautina leift- ursnöggt og Kelly kaldi lyftist í sætinu þegar hún snarstanzaði. Morelli hafði kastazt út að hlið- arþili stjórnklefans, og lá þar á grúfu á gólfinu, en Joe hafði skollið harkalega utan í bita og þurfti ekki meira með. Kelly kaldi rétti út fótinn og sparkaði hart og snöggt í höfuð tylorellis, þegar hann teygði út höndina eftir skammbyssunni, sem honum hafði orðið laus í fallinu. Að þvi búnu spennti Kelly kaldi af sér öryggisbeltin og reis úr sætinu. „Þá er þessum leik lokið, Morelli,“ sagði hann. „Það verður ekkert úr þessu Havanna- flugi á næstunni“. Lögreglumennirnir komu um borð. Þess mátti enn sjó greini- leg merki á andlitum þeirra, að þeim hafði verið meira en nóg boðið, þegar Kelly greip til sinna ráða. Það voru blaðamenn i fylgd með þeim, og þeir spurðu Kelly strax hvernig honum' liði eftir þetta glannalega heljarstökk. „Eins og bezt verður á kosið“, svaraði Kelly kaldi ofur rólega. „Er nokkuð til í því að þú sért að hugsa um að hætta að fljúga?“ „Ég, nei... það er ekkert hæft í því“, svaraði hann. „Síður en svo ...“ Klukkan var 3:11:02 síðdegis. Hann stóð úti í horni i af- greiðslusalnum og reykti vindl- ing sinn. Hann átti að fljúga vél 212 til Houston með fjögurra manná áhöfn og sextiu og átta farþega innanborðs. „Átt þú að fara með Keelly kalda? “ heyrði liann spurt frammi í dyrunum. „Já“, svaraði Lee Strange að- stoðarflugmaður, og það var stolt í röddinni, þegar hann bætti við. „Hann bað þess sérstaklega að fá mig með. Ég get sagt þér það, að sá gamli krummi verður enn í lofti, þegar þið hinir verðið komnir í mjólkurflutninga til tunglsins — og þú getur hengt þig upp á það, að ég verð með honum ...“ ★ HANN Á LÚXUS- KONU. Framhald af bls. 20. ætla að gifta mig og hætta að vinna, auðvitað." En hve margar þeirra gera nokkra tilraun til að kynna sér starfið, sem bíður þeirra þá — starf húsmóðurinn- ar og móðurinnar? Margar þeirra ná settu marki og komast í hjóna- bandið og komast þá fljótlega að raun um, að „húsverkin séu leið- inleg!“ Sú kona, sem vinnur húsverk- in með hangandi hendi og án þess að gera lífið bjartara og auðveld- ara fyrir mann sinn og börn, sú sem lítur á það sem sjálfsagða skyldu eiginmannsins að sjá fyrir henni, sú sem lítur á hjónavigsl- una sem nokkurs konar ævilanga líftryggingu — er hún ekki lúx- uskona á vissan hátt? Hún legg- ur ekkert af mörkum sjálf, en krefst alls af öðrum ■— eiginmann- inum! Húsmæðrakennari lét eitt sinn þau orð falla í minni viðurvist að enginn maður ætti að kvænast án þess að krefjast vottorðs upp á kunnáttu á heimilishaldi af kær- ustunni. Sumum finnst það nú kannski heldur um of róttækt, en hugsi maður um, hve mörg hjónabönd hafa farið illa vegna skorts á kunnáttu uin undirstöðu heiinilishalds og þá ekki síður fjárhagslegan rekstur þess — og gætu báðir partar tekið það til sín -—• er þetta ekki svo fráleitt. Það getur enginn haldið heimili, sem ekkert kann til þess og það kunnáttuleysi hefur orðið mörg- um eiginmanninum dýrt. ☆ EITT ER KENNING - ANNAÐ REYND. Framhald af bls. 9. Megan í faðm sinn, hann gróf andlit sitt í ilmandi hár hennar og tautaði sundurlaus ástororð. Allur skáldskapur sálar hans, öll tilfinning hjarta hans og öll hans óendanlega ást blasti við henni. Hann langaði mest til að krjúpa við fætur hennar og tilbiðja hana. Ekkert var til, sem hann ætl- aði ekki að gera fyrir hana. Hann ætlaði að gæta hennar og vernda hana. Hún varð að hvílast, hún varð að gera allt, sem hugsan- legt var til að vernda heilsu sína. Hann vildi, að hún sæti kyrr, alveg grafkyrr, og síðan ætlaði hann fram og laga tesopa fyrir hana. Hann ýfði á sér hárið, þar til að það stóð beint upp í loftið, og í hátt enni hans komu djúpar áhygg j uhrukkur. Megan hló og teygði sig eftir grænu bókinni. — Ég vísa í kafla fimm, byrjaði hún. — Barns- fæðing er það eðlilegasta fyrir- brigði, sem þekkist. Konunni hefur verið ætlað þetta hlutverk, sem er hámark hamingju henn- ar. Sársauki við fæðingu er bein afleiðing ofmenningar, stafar beinlínis af röngum hugsana- gangi, afleiðing ótta og fáfræði ... að fæða barn ætti að vera jafn auðvelt og að gleypa eina möndlu. David gekk hugsandi fram í eldhúsið og setti vatn í ketilinn. Hann minntist þeirrar nætur, er yngri bróðir hans, Gareth, fædd- ist. Allir höfðu reynt að koma David út úr húsinu, en hann var orðinn sextán ára gamall og svo sem ekkert barn, hafði hann sagt þeim. Hann var kyrr í herberg- inu sínu og reyndi að útiloka sig frá öllum hljóðum með því að gg _ VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.