Vikan


Vikan - 29.11.1963, Side 6

Vikan - 29.11.1963, Side 6
wméttí brjóstahöld og mjaðmabelti í fjölbreyttu úrvali. itíuHiéttt vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæði. í. f. r. vmœjmsssr8rm&}. - IIETSI Óílenzkt . . . Vika mín. Hvernig er það með þessa nýju íslenzku orðabók eiginlega? Ég hef svolítið verið að glugga í henni og mér virðist höfundur tína upp öll óíslenzk orð, sem fyrirfinnast í mæltu máli. Þarna eru taldar upp erlendar slettur og slagyrði við hliðina á góðum, rammíslenzkum orðum. Mér finnst mjög vafasamt að vera að ýta undir útbreiðslu slíkra óyrða. Með kærri kveðju. Snorri. ------— Ekki er ég fyllilega sam- mála. Þessar „erlendu slettur og slaguryrði" eru nú einu sinni orð, sem allur þorri manna notar í daglegu tali til þess að tjá sig. Mér finnst einmitt mjög virð- ingarvert að birta þessi óís'enzku crð, og ég er sannfærður um, að höfund hefur tekið það sárt að þurfa að telja þessi orð upp. Orðabókin kemur aldrei að fullu gagni nema hún telji upp öll al- gengustu orð ritaðs og mælts máls. Rétt er að geta þess, að sér- stakar krúsidúllur eru fyrir fram- an „erlendar slettur og s!iagyrði“, táknnadi, að notkun þessara orða sé naumast til eftirbreytni. Óhnyttapeyjar staursettir . . . Kæri Póstur! Mig langar að segja þér smá sögu, sem ég var vitni að nú um helgina. Svo er mál með vexti, að ég fór á ball hjá Lúdó- sextett í Þjórsárveri um helgina og sá ég þar alveg fádæma hrottaskap hjá lögreglunni. Ég var inni á gólfi og sé smávegis áflog í einu horninu. Þyrpast þá þangað 3 lögregluþjónar og taka annan strákinn þann sem var ofaná og fara með hann út, með viðeigandi handleggja-uppá- snúningum og úlnliðabeygjum svo mér þótti nóg um. En hvað heldur þú að þeir hafi svo gert við hann? Þeir handjárna hann upp við staur og skilja hann svo eftir hlekkjaðann upp við staur- inn í brunagaddi. En hann var bara í einni skyrtu og illa það, að ofan. Þegar ég fór var hann búinn að vera í 10 mínútur upp við staurinn. Að þessum atburði eru mörg vitni, þ.á.m. skólastjóri Villingaholltsskóla að ég held. Þess má geta að Kópavogslög- reglan sá um gæzluna. Hvað finnst þér nú Póstur góður um þetta? Viku-lesandi. ----T----Ég er smeykur um, að á þeim (íma sem þetta bréf var skrifað, hafi enginn brunagaddur orðið, hvorki austur í Flóa né annarsstaðar. Hinsvegar er lircttaskap aldrei bót mælandi og íslenzka lögreglan ætlar seint að vaxa uppúr því að sýna einhver barnaleg kraftalæti, þegar ekk- ert liggur við. Það er ómögu- legt um það að dæma, hvort drengstaulinn hefur átt fyrir því að fá ráðningu. Ef svo hefur ver- ið, mundi það ekki hafa sakað hann neitt að híma við staurinn i tíu mínútur í því veðurfari, sem verið hefur í haust. En ólíkt væri það skárra fyriy þá í FIó- anum að koma sér upp geymslu fyrir óknittastráka heldur en að nota þessa staura-aðferð. Sveitarþrá ... Kæra Vika! Ég er ungur að aldri og bíl- stjóri að atvinnu. Ég skrifa þér vegna þess að mig hefur lengi langað að verða bóndi. Hefur þú nokkra hugmynd um það, hversu mikið það kostar að kaupa jörð og allt sem til þess þarf að byrja búskap? Einn á mölinni. ---------Það er nú rétt meira en að segja það að byrja búskap í sveit, eins og sakir standa. Þó er þess að geta, að jarðir eru hlægilega ódýrar miðað við önn- ur verðmæti og orsakast það vafa'aust af þeirri staðreynd, að eftirspurn eftir jörðum er minni en framboðið. Það lætur oft og tíðuni nærri, að séu einhver hús á jörðinni, þá færðu annaðhvort þau eða jörðina fyrir ekki neitt. Verð á sæmilega húsaðri jörð mun láta nærri að smasvari verði á þriggja til fjögurra her- bergja íbúð í Reykjavík. Ef þú ætlar að koma þér upp sæmi- legu búi, bæði kúm og sauðfén- aði, kaupa nauðsynlegar vélar og verkfæri eftir kröfum nútímans, þá mun láta nærri, að til þess þurfir þú hálfa milljón — fyrir utan jarðarvcrðið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.