Vikan


Vikan - 29.11.1963, Page 37

Vikan - 29.11.1963, Page 37
r Nýir íslenzkir danslagatextar við öll nýjustu danslögin. — Sendið kr. 25.00 og þið fáið heftið sent um hæl burðar- gjaldsfrítt. Nýir danslagatextar Box 1208 - Reykjavík ------------------------------1 hvort af stríðni eða af illvilja, tekið burtu það eina, sem hann gat bjargað sér með. Hann minntist þess, að frá enda járn- stigans og niður á jörð voru yfir sex metrar. Honum datt snöggv- ast í hug að fara niður á neðsta þrepið og biðja sér náðar þaðan, en gerði sér ljóst, að á meðan hann færi niður mundu þau hæða hann og spotta og neita að setja stigann undir aftur, og hann fann, að hann gæti ekki þolað það, svo máttfarinn og huglaus sem hann var orðinn. Þar að auki varð hann var við, að þau voru öll ó leið burtu. Piltarnir leiddu þöglu stúlkuna og athygli þeirra beindist nú öil að henni, en það var eins og þeir hefðu gleymt honum. Samvizkubit þöglu stúlk- unnar hafði náð hámarki, þegar stiginn var tekinn. Nú hafði hún fengið móðursýkiskast. Hún sár- bað þá að setja stigann aftur á sinn stað. Hún, sú eina, sem ekki ekki átti neinn þátt í þessu, fann á sér skelfinguna, sem beið þeirra allra. En hróp hennar báru engan árangur. Nú varð það að nýrri skemmtun, að láta hana veina — og þá höfðu þau engan áhuga á Flegg lengur, þarna langt uppi yfir þeim. Þau fóru. Þau yfirgáfu hann, áttu enga samúð með honum einmana og hjálparvana uppi í stóra ryðfang- elsinu. Hjarta hans hrópaði og sárbændi þau að vera kyrr. Hann gleymdi háði þeirra í skelfing- unni. Angistin settist eins og kökkur í háls hans, augun voru sár af þurrum tárum. En þau fóru. Öllu var lokið. Þau vissu ekki einu sinni að hann átti í erfiðleikum. Þá var um ekkert annað að gera en að klifra áfram upp. Örvæntingar- fullur reyndi hann að hrista af sér hræðsluna, hann fór meira að segja að hrista höfuðið. Svo einblíndi hann á rimlana frammi fyrir sér og reyndi að ímynda sér að hann væri alls ekki hátt uppi. Hann lyfti sér varlega upp á ann- að þrep, síðan annað til og mjak- aði sér þannig hærra og hærra ... hann hlaut að vera svona tíu til tólf rimlum frá toppnum, eins og á fimmtu hæð í húsi, og þá var ekki upp nema eina hæð að fara. Hann hélt nú að hann væri að nálgast pallinn, og til þess að fullvissa sig um hve langt væri eftir, leit hann upp. Hann leit upp og greip andann á lofti. Nú fyrst missti hann næst- um stjórn á sér, skelfingin nísti hann, og nú fann hann hvernig hann var að öllu leyti hræði- lega bjargarlaus. Hann sleppti næstum takinu. Hann fann til ómótstæðilegrar löngunar til að sleppa, en hendur hans neituðu að opna sig. Hann var tættur milli þessara handa, sem ekki vildu losa takið og æðisgenginn- ar óskar sinnar um að láta sig falla niður. Taugarnar dofnuðu í höndunum, svo að fingurnir voru eins og þurr bein, sem gripu um rimlana, beinkrókar, nægi- lega vel festir til að hanga í, en sem þá og þegar gátu rétt sig upp og opnast, svo að hann hrapaði niður. Kaldir krampa- drættir fóru um ristar hans. Svitinn bogaði af honum, svo að honum varð óglatt. Lendar hans voru eins og tómar og holar og buxurnar rennblautar af svita. Hann hríðskalf og ákafur svimi sótti að honum. Hann þrýsti sér af öllu afli inn að stiganum. Hann sá nú greinilega hve hátt hann var kominn. Himinninn virtist svo nærri og jörðin svo iangt niðri í djúpinu. Hann sá fyrir sér menn detta niður þetta haf, með útbreidda arma eins og örn á flugi og svo skella með afli eins og lest á fullri ferð á grýtta jörðina. Hann fann hvern- ig hann snerist í loftinu, en hugs- anirnar þeyttust með meiri hraða í fallinu. Flegg þrýsti sér enn fastar að járninu og umlaði eitthvað ó- skiljanlegt í sífellu. Skjálfandi byrjaði hann að feta sig upp aftur, hann beindi hnjám og olnbogum út á við eins og frosk- ur svo að maginn gæti fundið til öryggis stigans. En var hann ör- uggur? Hann fékk heita suðu fyrir eyrun og hann fór að hraða sér, hann byrjaði að klifra eins hratt og hann gat og reyndi að nota síðustu kraftana til hins ýtrasta, meðan hann hvíslaði ákaft einhver meiningarlaus orð, eins og í martröð. Nú nálgaðist hann toppinn. Hann komst hærra. Nú var hann við efsta rimilinn — og hann starði enn á ryðgað járnið. Augu hans leit- uðu ákaft og hann varð stjarfur af ótta. Þetta var efsti rimillinn! Stiginn var á enda! Efstu þrepin vantaði og pallurinn skagaði út og tveir metrar voru eftir. .. Flegg starði orðlaus, velti höfð- inu fram og aftur eins og dýr, Nýtt frá Síðar teygjubuxur SPANDEX net- teygja, tvöföld mjaðmastykki. V Síður brjóstahaldari, dacronteygja nylon- blúnda, stoppaðar skálar, lausir hlírar. Stærðir A+B 30-40. > Corselett eins og til hliðar, hlíralaust. Stærðir 30-40. Siðjið um - og þér fáiS þaS bezta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.