Vikan


Vikan - 05.12.1963, Qupperneq 4

Vikan - 05.12.1963, Qupperneq 4
 ÞórhallurSigurjónsson hf Þingholtsstræti 11 Símar 18450 og 20920 Sífelldar spurningar ... Kæri Póstur! Ég er 22 ára og líklega ekki óálitlegri en gerist og gengur. En það er eitt, sem ég þoli ekki, og það eru þessar sífelldu spurn- ingar: „ætlarðu ekki bráðum að fara að hugsa um að gifta þig, vina min?“ Og ekki eru foreldr- ar mínir beztir. Þau eru síspyrj- andi. Það endar með því að ég fyllist þrjózku og dey uppþornuð piparkerling. Það vill nú einu sinni þannig til, að ég er ekki „skotin“ þessa dagana, og ég hef ekki hugsað mér að rembast við að verða það. Þetta verður líklega að koma að sjálfu sér. Ég vonast til þess að giftast einhvern daginn, en mér liggur bara ekkert á. Mér kemur ekkert við, hvað öðrum finnst: þegar ég giftist, giftist ég sjálfrar mín vegna en ekki ann- arra. En hvað sem því líður, þá fara þessar sífelldu spurningar óskaplega í taugarnar á mér. Hvað á ég að taka til bragðs? Ógift. --------Klipptu þetta bréf út úr Vikunni og iáttu fjölrita það. Svo geturðu útbýtt því til allra þeirra, sem eru að hnýsast í þín einkamál. Tengdamamma... Kæri Póstur! Hún tengdamamma mín er er ágætasta kerling, en stundum hættir henni til þess að verða ein- um of afskiptasöm, eins og í skrýtlunum. Yfirleitt umber ég þessa afskiptasemi, en þó er eitt, sem ég þoli ekki: Þegar hún kemur í heimsókn til okkar, á hún það til að reka upp skaðræðisvein, slá sér á lær og óskapast lengi yfir því, hvernig húsgögnunum, myndun- um á veggjunum og öðru er fyr- ir komið. Og sú gamla lætur ekki sitja við orðin tóm. Nei, hún læt- ur hendur standa fram úr ermum og byrjar að rútta öllu til, þang- að til allt húsið okkar er ein argasta ringulreið. Hverjum manni er nú gefinn takmarkaður skammtur af þolin- mæði, og minn er alveg á þrot- um. En áður en það verður, þætti mér vænt um að fá gott ráð hjá þér, Póstur minn. -----— Næst þegar þú ferð í heimsókn til tengdamömmu, skaltu svona smádutla við að breyta íbúðinni hennar: færa til stóla, myndir (jafnvel snúa þeim á hvolf), stilla hrærivélinni hennar upp á píanóið, setja tann- burstann hennar í litla Bing & Gröndal-vasann, eða eitthvað þvílíkt — þegjandi og hljóða- laust. — Ef hún skilur ekki sneiðina, skaltu flytja til Ástral- íu. Stereo . .. Póstur sæll! Veiztu, hvort nokkurt íslenzkt orð er til yfir „stereo“? Mér finnst þetta andstyggilega leið- inlegt orð, og væri vel, ef ein- hver gæti fundið gott íslenzkt heiti yfir það. Vertu svo sæll. Málvinur. — — _ Eftir því sem ég veit þá á íslenzkan ekkert orð yfir þetta fyrirbrigði, en ef svo er, þá er það orð svo óþjált og tor- kennilegt, að það hefur ekki náð að festast í málinu. Annars finnst mér sosum stereó ekki verra orð en t.d. bíó — og bíó finnst mér alveg fyrirtak. Systrabrúðkaup . . . Kæra Vika! Mér er boðið í systrabrúðkaup eftir rúman mánuð. Nú vill svo til, að ég þekki ekkert aðra syst- urina, en hina þekki ég mjög vel. Nú kemur svo vandamálið: Þarf ég að gefa báðum brúðhjón- unum brúðargjöf? Væri ekki ægilega dónalegt að gefa bara þeirri systurinni, sem ég þekki? Ein í vanda. -----— Auðvitað gefurðu bara þeirri, sem þú þekkir. Ef annað þætti viðeigandi, gæti það orðið dálaglegur „bisness" að gifta sig í stórum hópum. 17 bréf . . . Kæri Póstur! Hvernig er það með þig, Póst- ur minn, ég er búin að skrifa þér 17 bréf, og ekkert þeirra hefur birzt ennþá. Er þér eitthvað illa við mig eða hvað? T.V. Lóa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.