Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 8

Vikan - 05.12.1963, Síða 8
• • • • Faðir hans var franskur barón, yfirkonsúll í Kanada og sendiherra í Perú, móðir hans dóttir bandarísks þingmanns í Öldungadeildinni, bróður hans þekktur verkfræðingur í Bandaríkjunum og annar bróðir kunnur listmálari. Sjálfur var baróninn þekktur tónlistarmaður og tónskáld, hafði samið heila óperu, og meðal eigna sinna taldi hann stórbýli í Borgarfirði, nokkur veiði- vötn og ár, húseign í Reykjavík, gufubát og og eina dýrmætustu knéfiðlu í heimi, — en í kollinum hafði hann haft stórfelldar áætlanir um kaup á 20 togurum til fiskveiða við ísland, sem veita mundi fjölda íslendinga atvinnu og máske gjörbreyta atvinnulifi og framleiðsluháttum landsmanna um langa framtíð. Þegar Alþingi íslendinga felldi stuðning við áætlanir barónsins með jöfnum atkvæðum (10 : 10), féll um leið baráttuhugur barónsins og jafn- vægið fór úr skorðum. Nokkrum vikum áður hafði bóndi heima á íslandi falað af honum hest til kaups, og setti baróninn á hann 300 króna verð. Bóndinn átti aðeins 200 krónur til. Þá hafði baróninn sagt, um leið og hann brosti: „Vitið þér hvað sá maður á að gera, sem vantar peninga? Hann á að stinga byssu upp í sig og hleypa af.“ Þetta voru kaldranaleg orð við fátækan bónda, en kannski jafnvel ennþá kaldranalegri við manninn sjálfan, sem sagði þau, því hann vissi manna bezt að þetta var ekki sagt í gríni, heldur blákaldri alvöru, enda fór hann g — VIKAN 49. tbl. sjálfur að þessu ráði nokkru síðar — þetar peningarnir voru gengnir til þurrðar. __ O — Baron C. Gauldréc Boilleau (framb. Boajö). hafði vegna einkennilegra ör- laga og ekki sízt fyrir óstöðugt skap- lyndi listamannsins, hafnað hér úti á íslándi, jafnvel þótt framtíðin virtist blasa við honum björt og rík allsstað- ar smnarsstaðar í heiminum. Hann var, eins og áður er sagt, sonur mætra for- eldrá, efnaðs og virts aðalsmanns og cmbættismanns og konu af góðum ætt- um í Banöaríkjunum. Hann hafðí hlot- ið ástríkt uppeldi og haft gnægð fjár handa í milli í uppvextinum, var á bertu skólum, sem völ var á í „hinum menntaða heimi“, var m.a. á Eton há- skclanum í Englandi og nam síðan hljómlistarfræði í Þýzkalandi. Senní- legt er að tónlistin hafi átt hug hans allan, og að þar hafi honum verið vís frami og frægð. En örlögin tóku í taum- ana áður en af því gæti orðið, þegar foreldrar hans létust bæði og skildu hann eftir óþroskaðan mann, viðkvæm- an — en vanan hóglífi og ráðsmennsku nanarra — mann sem nú þurfti að ráða sjálfur sínum gerðum, ráðstafa sínum fjármunum og haga lífi sínu á þann veg. sem honum fannst beztur, hann hafði vanizt og var alinn upp í. Þetta tókst honum ekki, þrátt fyrir nám í ýmsum skólum heims, ferðalög og kunningsskap ýmissa frægra manna. Hann vantaði alveg reynslu í fjármál- um og kunnáttu í því að sjá sér far- borða. Viljann til þess vantaði aldrei, né hugmyndaflugið, en þegar út í al- vöruna var komið, þá reyndist hug- myndaflugið oft of háfleygt, og að al- vara lífsins var meiri en hann bjóst við. Þess vegna var það, að þegar hann horfði stjörfum augum á síðasta penný-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.