Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 9

Vikan - 05.12.1963, Síða 9
itt penny í vasanum ið, sem hann átti til í vasanum, þá bugaðist hann gersamlega — ekki sízt vegna þess að vonir hans um stórútgerðarfyrirtæki á íslandi höfðu farið út um þúfur — og greip til skammbyssunnar, sem oft er heigulssál- inni nærtækust. Það er óhætt að fullyrða það í dag, að ef baróninn hefði mætt þessum tímabundnu fjármálavandræðum sínum djarfmannlega og án vorkunnsemi við sjálfan sig, þá hefði hann getað bjargað sér út úr þeim á ein- hvern máta, — ekki sízt þegar þess er gætt að hann átti tvo bræður í Bandaríkjunum, sem allt vildu fyrir hann gera og að hér heima á íslandi var fjöldi manna, sem hik- laust hefðu lagt mikið í sölurnar til þess að honum aúðnaðist að framkvæma eitt- hvað af sínum djörfu áformum. En kannske að ég vanmeti stoltið, sem er aðalsmerki heiðursmannsins, og sem hann getur ekki án verið. Kannske að stoltið hafi verið svo sterkur liður í sálarlífi hans, að hann hafi frekar kosið byssukúlu í heilann, en að vera án þess. Þótt baróninn hefði ekki dvalist á íslandi nema tæp fjögur ár, þá hafði honum á þeim tíma tekizt að afla sér hér eigna og álits, sem margur mætti vera stoltur af. Hann sást fyrst á götum Reykjavíkur í apríl árið 1898, og var þá þegar staðráðinn í því að setjast hér að, byrja hér nýtt líf og gerast stórbóndi og mikill athafnamaður, endurheimta fjármuni sína og sjálfstraust. Hann var ógiftur, 33 ára gamall, fríður sýn- um og glæsilega klæddur. Með honum kom systursonur hans Richard Lechner að nafni, sem var ritari hans. Barón Boilleau komst fljótt í kynni við ýmsa betri borgara Reykjavíkur, enda var hann samkvæmismaður góður, menntaður vel og góður málamaður. Einar Benedikts- son og baróninn urðu brátt góðir kunningj- ar, enda aðstoðaði Einar hann við að finna þær fasteignir hér, sem baróninn fýsti að kaupa. Björn Kristjánsson, stórkaupmaður, lagði einnig sitt til við að aðstoða barón- inn í kaupum fasteigna og sýslu þeirra. Leið nú ekki langur tími þar til baróninn gerði sér ferð upp í Borgarfjörð, þar sem nokkrar jarðir stóðu honum til boða, og lauk þeirri ferð með því að hann festi kaup á þrem jörðum þar, Hvítárvöllum, Heggs- stöðum og Fossártúni, og fylgdi með í kaup- unum veiðiréttur í Hvítá og Grimsá. Fóru eignaskiptin fram um tveim mánuðum eftir komu barónsins hingað. Tók hann þvínæst til við búskapinn og var það með þeim hætti, sem annars einkenndi flestar hans gjörð- ir, að þar var hvergi til sparað. Þar var oft um þrjátíu manns í heimili, en ráðsmaður var Sigurður Fjeldsted, síðar bóndi að Ferju- bakka. Hélt baróninn sig ríkmannlega svo sem hæfði tign hans í mannfélaginu, og spar- aði hvergi við sig né gesti í mat og drykk, eins og enn má sjá á úttektamótum hans í verzlunum hér í bænum. Til dæmis um það, er þessi nóta frá W. Christensens verzlun, frá 15. okt. 1900: 3 flöskur Bankó 2/25 6,75 6 flöskur Champagne 3/50 21,00 2 flöskur Portvín 2/50 5,00 4 flöskur Sherry 2/50 10,00 6 flöskur Whisky 2/50 15,00 1 dunk Curacao 4/75 4,75 1 flaska Chartreuse extra 4/50 4,50 29/1 flöskur Hylstre (tómar fl.) 0/03 0,87 2 kassar 1/00 2,00 5 flöskur Monopol Champagne 4/50 22,50 1 fl. Carte Marie Champagne 6/75 6,75 2 flöskur Martinique rom 3/00 6,00 4 kassar vindlar 2 á 4/50 og 2 á 5/50 20,00 2 hulstur 0/03 0,06 13% ???????? 0/60 8,10 2 leirkrukkur 3/70 7,40 12 flöskur Vachenheimer 3/25 39,00 12 hulstur 0/03 — 1 kassi 0/75 1,11 180,79 Samtals er úttekin 43 flöskur af víni. Sam- kvæmt verðlagi og gildi peninga í dag, er ekki fjarri sanni að áætla upphæðina um hundrað sinnum hærri, eða kannske aðeins tæplega það. Líklega í kringum 15 þúsund krónur. í sambandi við þessa nótu er fróðlegt að sjá, að umbúðirnar utan um vínið — flöskur og kassar — hefur verið reiknað sér, og hafa glerin þá kostað 3 aura, sem nú mundi sam- svara 3 krónum. Fleiri nótur eru til frá þessum tíma, og bera þær flestar því vott ,að ekki hafi skort vín og dýrar veigar á heimili barónsins, né annað það, sem aðalsmanni og höfðingja sæmdi að bjóða gestum sínum og neyta sjálf- ur. Fullyrt er að baróninn hafi samt verið hófsmaður á vín, en haft yndi af að neyta þess eftir öllum kúnstarinnar reglum, og að geta boðið gestum sínum úrval góðra vín- tegunda. f öðrum efnum er hvergi annað að sjá en að hann hafi verið hófsmaður mjög og hógvær, og er þess t.d. hvergi getið að hann hafi seilzt til kvenna hér á landi, en um fyrri ævi hans erlendis er lítið vitað. f bréfum, sem bræður hans senda honum hing- að, er hvergi minnzt á kvenfólk eða gömul ástarævintýri, og engar stoðir hægt að finna fyrir þeim orðrómi sem var á, að hann hafi farið hingað til að gleyma ástarsorgum. Lík- legast er að þær sögur hafi orðið til í heila- búum almennings hér á landi, þegar engar aðrar ástæður var hægt að finna fyrir þessu furðulega uppátæki þessa glæsilega og menntaða manns, að setjast að hér langt frá öllu, sem hann þekkti. Hann hafði ferðast víða um Evrópu og var orðinn vel þekktur fyrir hinn frábæra leik sinn á cello, en duttlunagfull framkoma hans og skapbrestir listamannsins höfðu oft leik- ið hann grátt og var að lokum svo komið að hann gat ekki lengur séð sér farborða með því móti. Hann átti það jafnvel til að hætta við hljómleika á síðustu stundu, og þegar Framhald á bls. 24. VIKAN 49. tbl, — g

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.