Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 17

Vikan - 05.12.1963, Síða 17
betur um barnið í faðmi sér. ÞaS var langt liðið á kvöldið, þegar þau gengu í gegnum hlið úlfaldanna. Lugtirnar loguðu, úlfaldarnir lágu hjá húsbændum sínum, sem stóðu i hóp- um, talandi og patandi í allar óttir. All- ar slúðurfréttir úr suðri og norðri áttu þarna áheyrendur. Aðrir sátu á jörð- inni og bjuggu til mat við eldana. For- vitin augu fylgdu litlu fjölskyldunni þeg- ar hún gekk yfir rykugt torgið, en eng- inn sagði orð. Við enda torgsins var brunnur. Maður- inn dró upp vatnið, meðan konan fór af baki asnans og nokkrir af áhorfend- unum komu nær. — Það er svalara núna, sagði konan. Hann sefur. Maðurinn gaf asnanum að drekka. Of mikið vatn er ekki gott, sagði rödd- in við lilið mannsins. Asninn getur feng- ið illt í magann. Ég hef séð úlfalda deyja af því, að dr.ekka mikið og of liratt. Maðurinn sneri sér við og sá liúð- dökkan mann, vatnsbera, með langt, svart skegg. — Þið komið að norðan, sagði vatns- berinn rólega, og þið eruð á flótta. Ó, nei, þið þurfið ekki að neita því, né heldur spyrja mig hvernig ég viti það. Aðeins sá, sem á von á illu, leggur konu sína og barn hennar i hættu á hálfdauð- um asna, sem óvanur er sandinum. Þið höfðuð ekki einu sinni tíma til að fá ykkur úlfalda. Maðurinn leit undan rannsakandi augnaráði vatnsberans. — Er nokkur gististaður hér i bæn- um? sagði hann. —- Gististaður? endurtók vatnsberinn. Það getur maður kannske nefnt það. Næturskjól fyrir úlfaidalestarmenn, kaup- menn og ræningja. En — hann hristi liöfuðið — ekki fyrir ])ig. Og alls ekki fyrir konu, hvort sem lnin er með barn eða ekki. — Er enginn annar staður? — Nei. — Þá, sagði maðurinn og leit á konuna, sem sat og laut höfði á barmi brunnsins, verð- um við að fara á gististaðinn. Við höfum farið langan veg, og við verðum að fá hvíld — að minnsta kosti í nótt. — Þið finnið enga hvild á gististaðnum, sagði vatnsberinn dauflega. En ég skal visa ykkur leiðina þangað. Þau lögðu þögul af stað þangað. Nokkrir krakkar hlupu á eftir þeim, en enginn annar hreyfði sig né sagði neitt. Þau komu að gististaðnum. Eftir kyrrð- ina úti á veginum var hávaðinn hræðilegur. Öskur, blót og ragn glumdi i næturkyrrð- inni. Asninn fékkst ekki til að fara nær. — Við eigum einskis annars úrkosta. Við verðum að halda áfram á morgun, sagði mað- urinn, en i kvöld . . . Halda ófram? sagði vatnsberinn. TJt í eyðimörkina? Það er langt til næstu byggð- ar, E1 Maresch, og brunnarnir eru strjálir á leiðinni þangað. Á asna er það óframkvæm- anlegt. — Við eigum cinskis annars úrkosta, endur- tók maðurinn. —- Eyðimörkin er grimm, sagði vatnsberinn Ég hef séð úlfaldalestir leggja héðan af stað og hverfa og sjást aldrei framar neins staðar. Hann leit á konuna og sá sorgina í augum hennar. Ég er fátækur inaður, sagði hann. Húsið mitt er lítið og börnin eru mörg. En enginn er svo fátækur, að hann geti ekki skipt þvi litla sem hann á með öðrum, sem á cnn- þá minna. Þessa nótt skal konan og barnið hvílast. Meiru get ég ekki lofað. Fylgið mér. IIús vatnsberans var hrörlegt hreysi. Hálf- nakin börn þrengdu sér inn i herbergin tvö, kjúklingarnir tístu og í einu horninu stóð geit með kiðlinginn sinn. Hundur gelti ofsa- lega, þegar þau komti inn. — Þetta er konan mín, Adira. Ég lieiti Akim. Hvað heitið þið? — Nafn mitt er — Jethro. Konan mín heit- ir — Miriam. — Við skulum atliuga hvað við getum gert fyrir manninn, sem kallar sig Jethro. Adira, hjálpaðu konunni, sem kallar sig Miriam. Kofinn, sem þau áttu að sofa i, var varla meira en skýli, hrúgað upp af rís og leir. Einhverntíma hafði það verið liesthús. Hurð- in liékk á brotnum hjörum, myglað hey lá í hornunum og gólfið var þakið þurrum hús- dýraskít. Adira hljóp þangað inn og nokkrar hænur hlupu frá hurðinni um leið og svalt nætur- loftið streymdi iun. —- Ég veit ekki hvernig ég get þakkað ykk- ur, ég veit ekki hvað ég get sagt, tautaði Jethro. — Segðu þá ekkert — þetta er enginn höll, en það skýlir ykkur fyrir sól og vindi. Og þetta er góður felustaður, sagði Akim og brosti. Nú skulum við atliuga livað hungruðu börn- in mín hafa skilið eftir. Það var skál með laukum, svolítið lamba- kjöt og biti af grófu brauði. Á eftir kom Adira með litla flösku. — Þetta er ekki fyrir þig, sagði hún við manninn, þegar hún setti mjólkina fyrir Miri- am. Konurnar horfðust i augu og brostu. Þau lögðu ekki af stað næsta morgun. Asn- inn var veikur og gat tæpast borið sjálfan Framhald á bls. 51. VIKAN 49. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.