Vikan - 05.12.1963, Síða 18
UNDIR
FJOGUR
flUGU EFTIW
Furðufuglinn
Ég sat á háfættum stól við glæsilegan og fallegan vínbar
á veitingahúsi í Kent, um 30 km. fyrir utan London. Fyrir
frarnan mig á borðinu var freyðandi kampavín á háu, mjóu
glasi. Ég var þarna staddur í boði Loftleiða, sem oft fer með
gesti sína á þennan yndislega stað, og forstöðumaður félags-
ins í London, Mr. Orme sat mér til vinstri handar, en eigin-
kona hans sat mér á hægi hönd.
Mér leið einstaklega vel, var í konunglegu skapi og fannst
eins og ég ætti töluverðan slatta af heiminum.
Beint fyrir framan mig, fyrir innan barborðið, hékk fugla-
búr og í því var lítill, svartur fugl, sem stóð þar á priki og
virtist hafa mikinn áhuga á þvi, sem fram fór í salnum.
Mér fannst fuglinn svo skoplegur, en jafnframt dálítið ein-
manalegur þarna í búrinu, að ég ákvað að ávarpa hann
fyrir kurteisissakir, og sagði því við hann um leið og ég
veifaði til hans hendi:
„Halló!“
Fuglinn lagði undir flatt, einblíndi á mig öðru auganu,
opnaði gogginn og sagði skýrt og greinilega:
,,Halló!“
Mér brá óneitanlega. Brosið hvarf af andliti mínu, ég
fann að ég roðnaði í framan og mér svelgdist á sopanum,
sem var kominn upp í mig. Ég lokaði augunum augnablik,
en leit svo laumulega til sessunauta niinna, til að vita hvort
þau hefðu tekið eftir nokkru, en svo virtist alls ekki. Ég
hafði aldrei tekið eftir því fyrr að ég heyrði ofheyrnir. Það
hefur jú komið fyrir að ég hafi séð tvöfalt, en aldrei að
ég hafi heyrt tvöfalt. Þetta var eitthvað grunsamlegt, og
bezt að fara varlega í sakirnir. Ég setti glasið á borðið,
reyndi að gleyma atvikinu, snéri m,ér að frúnni og við
fórum að ræða saman. Eftir augnablik sagði hún einhvern
brandara, sem kom mér til að skellihlægja, og mér er sagt
að ef ég hlægi á annað borð, þá sé það ekkert hálfkák. Ég
halla höfðinu afturábak, opna munninn upp á gátt og segi:
„HA - HA - HA - HA!“
Um leið og ég lauk ha-ha-ha-ha-ha-inu, var það endur-
tekið alveg nákvæmlega, rétt við eyrað á mér. Málrómur-
inn var nákvæmlega eins, tónstyrkleikinn og allt hvað eina.
Nú brá mér heldur ónotalega. Nú, það er þá bara svona,
húgsaði ég, og greip báðum höndum í borðröndina. Nú er
það ljott!
En ekki skánaði það. Nú sprungu hjónin bæði, og velt-
ust um af hlátri. Barþjónninn settist niður og hló, og ég
heyrði að allur salurinn glumdi af hlátrarsköllum við-
staddra.
Ég var orðinn náfölur og leit flóttalegum augum til dyr-
anna, ýtti barstólnum frá borðinu og bjóst til að flýja. En
áður en af því gæti orðið, lagði Mr. Orme handlegginn
utan um herðar mér og stamaði á milli hláturkviðanna:
„Þetta er allt í lagi, Mr. Karlsson, þetta er bara hann
Toby, sem er að stríða þér.“
„Toby . . . ? Hver er Toby?“ spurði ég.
Hann benti á fuglinn svarta i búrinu og hristi af
hlátri. Ég leit á fuglinn og fuglinn leit á mig. Svo glennti
hann upp ginið og hrópaði svo undir tók í salnum:
„Quiet, please!" sem mætti útleggja: Vinsamlega haldið
ykkur saman.
Nú skildi ég loksins. Þetta var talandi fugl. Mér létti
auðvitað stórlega, en hláturinn braust um leið fram aftur,
og nú hafði ég engar hömlur á honum, og það leið góð stund
þangað til ég gat farið að þurrka tárin úr augunum og
hlusta á útskýringar sessunauta minna.
Fuglinn kom frá Indlandi, en ég man hreint ekki hvað
hann heitir. Víst er að það var ekki páfagaukur, því ég
margspurði um það. Nei þetta var einhver önnur fuglsteg-
und, sem er svona einstaklega námfús og fjölhæfur í radd-
böndunum. Það sá ég, þegar bæði ég og aðrir fóru að tala
við hann. Hann hafði sýnilega mikið yndi af að tala, og
Jg — VIKAN 49. tbl.