Vikan


Vikan - 05.12.1963, Qupperneq 21

Vikan - 05.12.1963, Qupperneq 21
Clare Ruthland renndi aug- unum inneítir björtum sjúkra- húsganginum, leit á úrið og úlf- liðinn á sér, og þráði innilega, að klukkan yrði bráðum átta, og að hún stæðist mátið þangað til. Því að þá var vaktinni hennar lokið í dag. Hún var með höfuðverk, og ennþá var hún máttlaus í hnjánum, eftir inflú ensuna. Hún öíundaði alla sjúkl- ingana, sem hún hafði verið að hagræða undir nóttina og gátu hvílt í næði. í þeim svifum gekk Gradson deildarhjúkrunarkona framhjá. Hún hafði hvöss augu og tungu, og var sérlega lagið að setja út á allt sem aflaga fór, bæði hjá hjúkrunarkonunum og sjúklingunum. Faith litla Ham- den, sem var blind og þessvegna mjög tilfinninganæm, sneri sér kvíðinn að Gradson deildar- hjúkrunarkonu. — Ég er hrædd um að Clare Ruthland sé veik í dag. Gradson fussaði fyrirlitlega og leit með andúð á blindu aug- un í Fgith; einhverra hluta vegna kom alltaf hrollur í hana þegar hún sá þau. Svo hreytti hún úr sér, einsog verið væri að skjóta úr vélbyssu: — Farið þér nú að sofa, ung- frú Hamden. Yður kemur ekk- ert við hvernig hjúkrunarkon- unum líður. Hefur Clare Ruth- land kanske verið að kvarta? sagði hún loks með tortryggnis- hreim. — Nei, alls ekki, sagði Faith. — Hvernig vitið þér þá hvort hún er veik, eða ekki? — Að vísu er ég blind, sagði Faith rólega. — En þar með er ekki sagt, að ég sé blind á það, sem gerist kringum mig. Gradson gramdist alltaf er hún vai’ð vör við samúð og hlut- tekningu hjá öðrum. Og það var nærri því eitthvað óhugnanlegt við þessa blindu stúlku, fannst henni. Eitthvað sem var hættu- legt hennan eigin myndugleik þarna í sjúkrahúsinu. — Það er líka hugsanlegt, að þér blátt áfram ímyndið yður hitt og þetta, svaraði hún kulda- lega. — Farið þér nú að sofa. SflGflEFílR SIISAN MARSH Hér byrjum við nýja, hörkuspennandi frambaldssögu, sem farið hefur sigurför um öll mennmgarlönú heimsins, og hefur m. a. hlotið verðlaun sem bezta skáldsaga ársins í tutt- ugu og sex þjóðlöndum. Sagan gerist að verulegu leyti á sjúkrahúsi og fjallar um hjúkrun- arkonu, einkaritara, sjúkling og vitanlega lækni. Fylgist með frá byrjun, þið sjáið ekki eftir því. Teikns Gylffi Reykdal. Það gengur ekkert að Clare Ruthland . . . Hún þagnaði er hún heyrði hálfkæft vein og dynk á eftir. — Clare er fallin í ómegin! kall- aði einhver. Áður en yfirhjúkrunarkonan kom að, var Morgate læknir kominn þarna og hafði lyft Clare upp af gólfinu. Hann bar hana á rúmið þar inni og leit ávítandi augum á yfirhjúkrun- arkonuna. — Hún hefði ekki átt að fara að vinna svona fljótt — hún er alls ekki heilbrigð, sagði hann. Clare jafnaði sig smátt og smátt. Hún var máttlaus og ringluð og hvíslaði eitthvað um, að sér þætti leitt að hafa orðið öði’um til óþæginda. Morgate lækni var fullkunn- ugt að Gradson yfirhjúkrunar- kona var óvinsæl hjá flestum, þar á meðal hcnum sjálfum. Hún var atorkukvendi og afskipta- söm, og hafði sérstakt lag á að sletta sér fram í allt, þegar aðrir kærðu sig síst um. — Nú skuluð þér hvíla yður, sagði hann vingjarnlega við Clare. — Og ég skal skrifa sjúki-avottorð handa yður. — Maður getur ekki horfið frá skyldustörfum sínum, þó að .... byrjaði yfirhjúki’unarkon- an. — Látið þér mig um það, svaraði hann stutt. Clare reyndi að setjast upp Framli. á bls. 62.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.