Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 27

Vikan - 05.12.1963, Síða 27
Vilhiálmur S* Vilhfálmsson „Ég hef sett saman fimmtán bækur. Af þeim ei’u fjórar skáldsögur og eitt safn smásagna, hinar segja endurminning- ar og ævisögur. — Það er annað að skrifa skáldsögur en endurminningar og ævi- sögur. Við samantekt hinna síðartöldu, stjórnast maður af öðrum einstaklingi að miklu leyti. Líf hans og ævikjör er sá möndull, sem efnið snýst um og frásögn- in verður að lúta honum þó að frásagn- armátinn kunni að vera eigið fóstur höf- undarins. Oft er hægt að semja þessar bækur í ákveðnum vinnutíma og þó kem- ur það fyrir, að mjög miklu skiptir hvar er byrjað á frásögninni, svo að hún fái þann hugblæ, sem hún þarf að hafa, svo að hún hafi þau áhrif á lesandann, sem atvikin höfðu á sjálfan sögumanninn. Ef það tekst ekki, þá hefur sagan mistek- ist. Ein setning getur skapað þennan hug- blæ, eða hún getur splundrað honum. Það hefur hvað eftir annað komið fyrir, að ein hreyfing, eitt lítið hik, undansláttur, feimni eða snögg ljómun sögumannsins, jafnvel ein setning hans, hefur opnað mér nýja sýn inn í ævi .hans og gefið mér tækifæri til þess að bæta nýjum þætti í ævisöguna eða endurminninguna. Menn segja ákaflega misjafnlega frá. Þetta fer ekki eftir gáfum eða lærdómi, ég mundi vilja segja að það færi helzt eftir ein- lægni. Erfiðast er að ræða við þá, sem alltaf óttast að þeir missi af virðingu sinni ef þeir komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hégómlegir menn ættu aldrei að ljá máls á því, að saga þeirra sé rituð. Saklausir menn og af hjarta lítillátir, eru beztu sögumennirnir, ein- lægnin er fyrir öllu. Svo er það allt ann- að mál hvort skrásetjarinn setur allt á blað, sem honum er sagt. Ég verð að gera þá játningu Framhald á bls. 53 Indriði G. Þorsteinsson ■— Ég hef skrifað mest norður á Akureyri, vegna þess að þar hef ég alltaf fengið ýmsa fyrirgreiðslu um húsnæði og kost, sem mér hefur ekki boðizt annars staðar. Ég hef jafnvel reynt að fara eitthvað annað, en þeir staðir hafa ekki verið eins góðir. í rauninni veit ég ekki hvernig bækur eru skrifaðar. Sumir vinna á ákveðnum tímum, en ég þekki ekkert til slíks. Sjálfsagt er æskilegt að hafa ákveðinn vinnudag, en mér finnst það óhugsandi. Þegar ég þykist vera að vinna mundu aðrir halda þetta væri mestanpart rölt og leti og kannski er það ekki ann- að. En einhvern dag er þetta búið, og það skiptir heldur engu sér- stöku máli. Vinna eins og þessi er yfirleitt leiðinleg, nema í þau fáu skipti þegar vel gengur. Verst er að flest af því sem unnið er „þegar vel gengur“ er ónýtt fjas. Nú mun einhver vilja spyrja hvers vegna maðurinn sé að þessu, fyrst það er ekki skemmtilegra. Þeirri spurningu gæti ég ekki svarað, einfaldlega vegna þess að ég veit ekki svarið. Ég veit aðeins, að það getur verið alveg ofboðslegt að setjast við ritvél, og oftast vel ég heldur þann kostinn að leggjast út af eða rölta eitthvað burt. Ég hef jafnvel spurt menn að því hvort ég gæti ekki snúist eitthvað fyrir þá, skroppið bæjarleið, eða skrúfað í peru eða teflt við þá slæma skák, til þess eins að losna við að skrifa. — Ég skrifa á kvöldin og næturnar, meðan börnin sofa. Og skrifa á ritvél. Nei, ég svæfi ekki bóndann með börnunum, ég skrifa aldrei, nema þegar hann er ekki á landinu, en hann vinnur hjá Flugfélaginu. Nei, það getur ekkert komið í staðinn fyrir hann, ekki einu sinni ritstörf. Venjulega geri ég ekki nema eitt uppkast. Nema kannske að einhverju leyti að upphafinu. Þegar ég byrja, er ég venjulega búin að hugsa efnið í langan tíma; það er sérstaklega þægilegt að hugsa yfir uppþvotti, en heimilisstörfin eru mjög misjafnlega innspírerandi. Þegar ég byrja, eru öll aðalatriðin til og nokkuð af samtölum, mér gengur alltaf vel með þau, en aftur ver með atburðina. Ég er oft búin að horfa mikið á dúkinn, áður en atburð- irnir komast á blað. Það er af því að ég er ekki skáld, held- ur skemmtisagnahöfundur. Skáld getur búið til langa sögu og góða þar sem aldrei gerist neitt, en ekki skáld verður að láta at- burðina vera marga og mikla til að hylja andleysið, en gera samt bók sem einhverjir nenna að lesa. Sérvizka? Ekki nema það sé sérvizka að drekka mikið kaffi og reykja sígarettur. Ég held samt, að svo sé ekki. En mér er alveg sama þótt ég heyri einhver hljóð, og truflast ekki þótt bíll flauti fyrir utan. ingibjörg Jönsdóttir VIKAN 49. tbl. — 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.