Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 29
— Ég skrifa heima á mínu heimili, og hef nú á undanförnum árum farið á fætur klukkan fjögur á nóttunni og skrifað í næturkyrrðinni, því eftir að komin er fótaferðartími og borgin fer að vakna, hef ég ekki lengur vinnufrið. Ég skrifa með penna, eins og gerist og gengur, og hef enga sérstaka sérvizku. Nei, ekki einu sinni sér- stakan uppáhalds penna. Ég sit bara við borð og skrifa eins og ég hef alltaf gert. Meðan ég skrifaði blaðagreinar gerði ég aldrei uppkast, en nú, eftir að ég fór að skrifa bækur, geri ég oftast eitt uppkast að flestu. Ég geng að sjálfsögðu, það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að fullu og öllu frá mínum handritun, og síðan er sett eftir þeim. Ég er mismunandi lengi að viða að mér efninu, eftir því hvað ég er með. Ég var lengi að búa mig undir að skrifa sögu Sigurðar búnaðarmálastjóra. Hinar bækurnar mínar, sem ég hef skrifað síðan, bera það með sér, hvernig þær eru gerðar. Ég veit ekki, hvernig aðrir skrifa. En ég skrifa eins og hver annar maður; það er erfiðast að gera grindina, en hún verður að koma fyrst. Það er eins og að byggja hús; það er oft erfiðast að gera skipu- lagið. Hitt er auðveldara, að byggja upp, þegar skipu- lagðið er fengið. Fréííamaður - — Ég skrifa bækur mínar heirna hjá mér, eftir vinnu hjá útvarpinu. Ég vélrita handritið og nota tveggja fingra aðferðina á^ætu, og er mjög fljótur að vélrita. Fyrst geri ég uppkast og vinn svo úr því. Efn- inu hef ég stundum safnað á löngum tíma og raða því svo niður í hendi mér, þegar þar að kemur. Því er náttúrlega ekki til að dreifa með þá bók, sem nú kemur út; um Pétur Hoffmann Salómons- son, það ckrifa ég bara eins 03 það valt upp úr kallinum. Ég tók það upp á dikta- fón og skrifaði það svo beint niður, eins og það lá fyrir, og vann svo úr því. Ég er ekki kominn á það stig að hafa púlt, sem ég stend við, eða sérstakan stól til að hugsa í. Og ég á ómögulegt með að trúa því, að það þurfi að hætta að vinna aðra heiðarlega vinnu, til þess að skrifa bækur. Ég hef heldur ekki komið mér upp ncinum sérstökum kúltúrhljóðum — ha, ha? — og hef heldur ekki náð svo langt, að ég þurfi að taka mér löng frí í Suðurlöndum eftir hverja bók. Ég geri þetta bara heima hjá mér, vin- ur, utan vinnu, og við hinar prími- tíviskustu aðstæður. mundsson Stýrimaður — Uss, fáðu þér heldur rjóma- köku, sagði Jónas, því í hann er ekki hægt að ná í síma, heldur verður maður að fara á kreik og svipast um eftir bláu striki, sem endrum og eins dregst saman í blá- an Benz. Að þessu sinni rakst ég á hann inni á Hótel Borg. — Það sem ég skrifa, lendir á blaði á ólíklegustu stöðum. Uti á Hala, norður í Dumbshafi, suður í Eystrasalti eða vestur í Ameríku. Alls staðar nema í Póllandi. Þar er ekki hægt að skrifa. Þetta verður líka til við allar mögulegar að- stæður, sko. Ýmist í fínum herbergj- um á landi, en það gengur illa, með aðra höndina teppta undir glasi. í fínum skiupm; á rauðviðarskrif- borðum eins og í hounm Grána gamla (Ægir), eða við frumstæð- ari aðstæður, svo sem í efstu koju- Framhald af bls. 70. Ég skrifa svona hér og þar. Sumarið er minn tími, því ég kenni á veturnar. En á sumrin skrifa ég oftast úti, þegar ég get, það má til dæmis segja, að Syndin sé skrifuð í hraunbollunum ofan við Hafnarfjörð. Ég ligg bara í sólbaði og skrifa. Já, með penna náttúrlega. Svo hreinskrifa ég það á ritvél, því handritin getur enginn lesið nema ég sjálfur. Það sem ég skrifa með penna er alveg ólæsilegt. Það þyrfti dulræna hæfileika til þess að ráða í það. Ég hcld að ég sé alveg laus við alla kæki, þegar ég skrifa. Annars eru lóan og spóinn þar ein til frásagnar. Sjálfur held ég, að ég hagi mér ekkert skrýti- lega við skriftir. Ég man aldrei eftir því að hafa hlegið, ég hef aldrei haft ástæðu til að hlæja upphátt að því, sem ég er að skrifa. Hins vegar skal ég ekki fortaka, að ég hafi eins og einu sinni tárast, þegar ég skrifaði síðustu bókina mína. Sú bók er að mestu skrifuð uppi í fjalli fyrir austan. Ég verð aldrei glaðari, en þegar ég vakna á sumarmorgni og sé að það er sól. Framhald á bls. 55 VIKAN 49. tbl. — 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.