Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 52

Vikan - 05.12.1963, Síða 52
NÝKOMIÐ: Skólapeysur Sportpeysur Peysujakkar Peysur fyrir alla við öll tækifæri Hvergi meira úrval Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 aö þú hafir fundið hér öryggi, veiztu samt ekki hvort þú átt að vera kyrr eða halda áfram. Það er eins og þú bíðir eftir einhverju, sem aldrci kemur. — Það kemur, sagði maður- inn. — Hvað kemur? hélt Akim áfram. —- Nýtt teikn, sagði smiður- inn og lyfti öxi sinni. Daginn eftir hafði Akim frétt- ir að færa. — Ég sá hávaxinn, óltunnug- an mann, sagði hann. Hann kem- ur langt að, því að föt hans, fas og mál sýnir, að liann er af öðru þjóðerni. Hann spurði hæjarhúa margs, og þegar þeir liristu liöfuðið og hentu á mig, kom hann til mín þar sem ég sat á barmi brunnsins. Spurn- ingar hans voru undarlegar, al- veg óskiljanlegar. Hve gamall var bærinn Gliada? Hve margir áttu hér heima? Hitti ég alltaf úlf- aldalestirnar og vissi ég nokkuð um heiminn fyrir utan Ghada? Þegar ég svaraði þessum ein- földu spurningum, varð hann ákveðnari. Gat ég sagt honum, Iivort gráliærður maður i fylgd ineð konu og ungbarni á asna, hefði komið hér? Ég sagði, að mig minnti að þannig fjölskylda hefði farið hér um. Komu þau ein, var enginn með þeim? Já, sagði ég. Hvenær? Fyrir mörg- um mánuðum síðan. Voru þau hér ennþá? Nei, sagði ég, þau höfðu aðeins stanzað hérna um stund. Hvert liöfðu þau farið? Ut í eyðimörkina? endurtók liann. En þaðan liafa þau ekki komizt iifandi. Að öllum líkind- um ekki, sagði ég og yppti öxl- um. En ertu viss um að þetta sé rétt? hélt liann áfram. Ég yppti þá aftur öxlum. Akim leit á smiðinn. — Það var þetta, sem þú ótt- aðist, var það ekki? Þá þarftu ekki lengur að hræðast. Ókunni maðurinn sagði, að hann yrði að halda áfram leit sinni — og ég horfði á úlfaldana leggja af stað út í eyðimörkina. Þetta kvöld ríkti gleði í litla húsinu í Ghada. Smiðurinn sagði konunni sinni, að hættan væri liðin hjá og nú þyrftu þau ekki lengur að fara huldu liöfði. Hún flýtti sér að segja Adiru þessar góðu fréttir og hún gladdist innilega með lienni. — Við verðum að halda veizlu, hrópaði Adira, klappaði saman höndunum og kailaði á manninn sinn. Við verðum að segja öllum frá þessu. Allir munu samgleðjast þeim. Við skulum ekki bíða, við skulum halda þeim fagnað strax á morgun. —■ Já, sagði smiðurinn, þvi að á morgun er afmælisdagur barnsins. Fábreytt veizluborðið i húsi Akims var prýtt laufi og sveig- um úr möndlublómum. Einn ná- granninn hafði komið með krukku af hunangi, annar með skál af melónum, og apríkósum. Pálmavín hafði akim útvegað, og Adira hafði stráð myntu og kamfóru á gólfið, svo að ilmur- inn fyllti herbergið við hvert skref. Þegar gleðin stóð sem hæst, birtist hár skuggi i dyrunum. Ókunni maðurinn, sem hafði farið óánægður, hafði snúið við. Hljómlistin þagnaði. Dans- fólkið stanzaði. Ókunni maðurinn gekk lil smiðsins. — Það liefur tekið mig lang- an tíma að finna þig, sagði hann. Á nafnlausri götu í ókunnri borg. Þú faldir þig vel. En ég fann þig. Hér ertu þekktur sem Jethro, en þú ert Jósef, smiðurinn frá Nasaret. Og konan þín, sú, sem þú kallar Miriam, heitir María. Og þú átt son. Enginn hreyfði legg né lið, angistin hafði heltekið alla. Svo rétti Akim höndina varlega aft- ur fyrir sig og stóð svo með hníf í hendinni. Jósef tók sér stöðu fyrir framan sofandi barn- ið. Ókunni maðurinn rétti upp liöndina og kallaði út í myrkr- ið. Tveir menn komu i dyrnar og ruddust svo gegnum mann- fjöldann í lierberginu. Gestirnir þrýstu sér upp að veggjunum. María ve.inaði og færði sig nær barninu. Hún var náföl og titrandi, örvinluð, en ákveðin að verjast. Ókunni maðurinn benti á barnið, og mennirnir tveir gengu nær. Jósef kom á móti þeim. Áður en hann gat nokkuð að- hafst, höfðu þeir kropið á kné frammi fyrir Maríu. Þeir settu skrín ó gólfið. Þögnin vaið að vonarand- varpi. Jósef rétti úr sér, hend- ur lians opnuðust og slökuðu á krepptum linefunum. María losaði takið á barninu. Hún horfði á beygð höfuðin fyrir framan sig og skrínin tvö á gólfinu. Þau voru úr sandelvið, gyllt og útskorin. —■ Þau eru til barnsins, sagði ókunni maðurinn út í þögnina. Hann beygði sig niður og opn- aði skrínið til hægri. ■—■ Hér er fegursti vefnaður, sem finnst í Austurlöndum, sagði hann. Svo opnaði hann það til vinstri. •—■ Hér, sagði hann, er gullkór- óna fyrir hið blessaða liöfuð. — Teiknið, livíslaði María. —■ En hver ert þú? spurði Jósef torfrygginn. Til hvers ertu kominn? — Til þess að reka erindi ]>að, sem Melcliior fól mér, en nafn Langar ySur aö breyta um hárgreiðslu? Hringið og pantið tíma, og við greiðum yður eftir nýjustu haust- og vetrartízku. TJARNARSTOFAN - Tjarnargötu 10 - Sími 14662J HS g2 — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.