Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 13
Ég keypti eitthvað smávegis af honum. Hann
talaði ensku mun betur en ég hafði vænzt. Þeg-
ar viðskiptunum var lokið baðst ég leyfis að
mega skoða þarna nokkra skrýtna smáhluti.
Það kynni að vera að mig langaði til að kaupa
einhvern þeirra síðar. Þetta voru skrautmunir
úr grafinni skel með einkennilega snotru hand-
bragði.
Gerið þér svo vel, anzaði kaupmaðurinn.
— En er yður það á móti skapi, að ég geri bæn
mína?
— Að sjálfsögðu ekki. —
Hann tók fram bænaábreiðu sína, breiddi
úr henni á gólfinu og sneri sér í átt til Mekka,
féll á kné og laut til jarðar, unz enni hans
nam við gólfið. Næstu 5—8 mínúturnar vissi
hann auðsýnilega ekki af nærveru minni. Hann
var gersamlega niðursokkinn í bænagjörð sína.
Svo stóð hann upp og vafði ábreiðunni sam-
an. Þá hneigði hann sig í átt til mín og sagði:
— Ég óska yður friðar Guðs.
Ég svaraði kveðjunni og hvarf út úr búð-
inni.
IV.
Um kvöldið kom hann og settist í hornið
sitt á veitingasvölunum í Meiron hóteli. Og nú
var hann klæddur eins og sæma myndi ættar-
höfðingja eða fyrirmanni. Og nú var ég orðinn
alráðinn í að kynnast þessum manni betur.
Ég bað þjón að bera á borð mitt brauð, salt
og kryddaða grænmetisídýfu, sem ég vissi að
Aröbmu þykir mesta lostæti. Ennfremur flösku
af góðu víni. Þegar ég hafði látið þjóninn
koma þessu snyrtilega fyrir á borði mínu, bað
ég hann að fara til Mitri Shofar með nafn-
spjald mitt og mælast til þess, frá mér, að
hann vildi gera mér þá ánægju að sitja við
borð mitt.
Mitri Shofar tók við skilaboðunum, en fór
sér að engu óðslega. Hann lauk úr glasi sínu,
greiddi reikning sinn. Svo kom hann, hægum,
virðulegum skrefum. Ég stóð upp og hneigði
mig fyrir honum eins og tignarmanni.
— Ég er hér einn á ferð, en hef haft þá
ánægju að eiga við yður viðskipti, sagði ég. —
Viljið þér gera mér þann heiður að sitja við
borð mitt og eta brauð mitt og salt?
— Ég þakka, herra. Ég heiti Mitri Shofar.
— Kaupmaður hér í borginni?
— Smákaupmaður aðeins. — Á einhverju
verður maður að lifa, úr því að maður hefur
ekki haft lag á að deyja.
Ég skenkti í glas hans, braut brauðköku og
rétti honum. Við tókum til snæðings. Mitri
Shofar var fremur fár, enda tæplega annars
að vænta. En ég gat ekki varizt því að mér
geðjaðist ákaflega vel að honum. Allir hættir
hans voru prúðmannlegir og þokkalegir. — Ég
ákvað að komast nokkru nær honum með því
að sýna honum fullkominn trúnað. Einmitt það,
sem ég hafði verið varaður við að gera, er Arab-
ar ættu í hlut.
Ég lyfti glasi mínu:
Herra Mitri Shofar! Þér gerið mér gleði með
því að vera gestur minn í kvöld. Ég er hér
á ferð til þess að fræðast um líf fólks og háttu.
En mér er talsvert erfitt um Frli. á bls. 37.
Hann gægðist fyrir liorn og sá, að Gyðingastrákurinn var að búa uppá asnann.
ar um Araba, teinréttur og stoltur og bar
sig með náttúrlegum virðuleik. Hann var
holdgrannur, koldökkur á brá og skör, en
farinn nokkuð að grána. Augun stillileg en
hvöss, svipurinn markaður varyggð. Hann
hlaut að hafa verið mjög glæsilegur mað-
ur á yngri árum og mátti kallast það enn.
Þegar hann var farinn, gat ég ekki á
mér setið og spurði þjón, hvort þessi mað-
ur væri gestur hótelsins.
— Nei, hann er það ekki. Hann á heima
hér í Tiberias. Hann kemur hér á hverju
kvöldi. Ég held hann sé einhverskonar
kaupmaður. Hann heitir Mitri Shofar.
Það var af hreinni tilviljun að ég rakst
á Mitri Shofar daginn eftir. Ég var á
rangli um gamla bæinn og rakst þá inn
í eina af þessum skemmtilegu, skugga-
legu allsnægtabúðum, þar sem þú getur
keypt þér gullofið sjal eða kaldan drykk,
eða perluhálsband eða sultaðar froskalapp-
ir. Það var enginn að verzla í búðinni.
Á lágum stóli sat Mitri Shofar innan um
varning sinn. Hann hafði steypt yfir sig
hvítum sloppi, sem mér til talsverðar undr-
unar mátti kallast tandurhreinn.
Encflurminningar ffrá ísrael
eftir séra Sigurð Einarsson í Holti
VIKAN 15. tbl. —