Vikan


Vikan - 09.04.1964, Page 22

Vikan - 09.04.1964, Page 22
>> Dreyfus gengur út úr réttarbyggingunni eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Heiðursvörð- ur herréttarins snýr í hann bakinu. > Dreyfus stóð tein- réttur fyrir herrétt- inum og kvaðst enga möguleika hafa haft til að vita það sem í ákærubréfinu stóð. >> Dreyfus auðmýktur og sviptur öll- um tignarmerkjum. Alfreð Dreyfus var kominn af auðugri og mikilsvirtri fjölskyldu í Mulhouse, þar sem faðir hans átti klæðaverksmiðju. Þegar Alsace varð þýzkt land eftir ósigurinn 1870, fluttist fjölskyldan til Frakklands, þar sem hún vildi halda sínu franska þjóðerni. Alfreð var þá ellefu ára gamall, fámáll og dulur og átti sér einungis eitt markmið — að verða liðsforingi í franska hernum. Að loknu til- skildu námi við æðri skóla í París, hlaut hann inngöngu í verkfræði- háskólann, École Polytechnique, árið 1878 — þá frægu stofnun, sem opnað hafði mörgum ungum manninum hliðin að áliti og embættisframa innan hersins. Alfreð var ekki vel látinn af skólabræðrum sínum. Hann var dulur og álitinn leiðinlegur, og auk þess hafði hann meira fé handa á milli en þeir flestir. Þeir voru yfirleitt komnir af gömlum embættismanna- eða aðalsættum og höfðu fengið menntun sína í jesúítaskóla þeim, er hafði það að sérgrein að búa unga menn af þeim ættum undir nám í verkfræðiháskólanum. Leit þessi klíka niður á bæði mótmælendur og Gyðinga, og jafnvel þá kaþólsku, sem voru minni ættar, en á sjálfa sig sem sjálfsagða til að taka við öllum meiriháttar virðingarembætt- um innan hersins, enda var svo um hnútana búið. Jesúítarnir höfðu mikil áhrif á allt skólakerfið franska og einnig höfðu þeir töglin og hagldirnar í nefnd þeirri innan hersins, sem réði vali og frama liðsforingjanna. En þó að Alfreð væri ekki af þessari klíku, hlaut hann skjótan frama engu að síður, sökum óvenjulegra hæfileika sinna, dugnaðar og kostgæfni. Þrítugur að aldri var hann orðinn höfuðsmaður við miðskóla stór- skotaliðsins í Bourges. Hann sótti þá um inngöngu í herforingjaskól- ann, École de Guerre, en hana hlutu eingöngu þeir, sem æðstu for- ingjar innan hersins mæltu með, sem líklega í embætti við herráðið. Beið hann svarsins með eftirvæntingu, og á sjálfan brúðkaupsdaginn, þann 21 apríl 1890, barst honum svo það svar, að honum væri veitt innganga í skólann. Ekki veitti próf úr herforingjaskólanum þó skilyrðislaust stöðu við herráðið, og var aðstaða Alfreðs því vonlítil, þar sem hann hafði ekki hlotið undirbúningsnám við jesúítaskólann að Rue des Postes. Hann átti í samkeppni við hina dugmestu liðsforingja á sínu reki, sem höfðu einmitt þetta fram yfir hann og nutu auk þess ýmissa for- réttinda, sem sambönd og erfðavenjur veittu þeim. Hann átti allt sitt brautargengi undir óvenjulegum hæfileikum og óvenjulegu starfsþreki. Hann vakti athygli á sér fyrir hvorttveggja bæði námið og her- æfingar og yfirforingi herráðsins fékk álit og áhuga á hinum unga og efnilega höfuðsmanni. DREYFUSMALIÐ 2. HLUTI BLOÐIN H E IMTA E^ DAUÐADOM ANDGYÐINGLEG HREYFING. Allt til ársins 1890 hafði yfirleitt ekki borið neitt á Gyðinga- andúð í Frakklandi. Gyðingar reyndu að samrýmast Frökkum, og Frakk- land var fyrsta ríkið í Evrópu, sem veitti þeim full réttindi á við aðra borgara. En þegar pólitísk átök eiga sér stað, er löngum hætt við því, að það komi niður á minnihlutanum, hvort heldur sem sá minnihluti er pólitískur, trúarlegur, kynþáttar eða stéttar. Og í Frakklandi gerðist það, að Gyðingahatur blossaði þar upp við átökin. Alfreð Dréýfús var enn í herskólanum, þegar Edouard.Drumont gaf út fyrsta tölublaðið af hinu nýja blaði, La Libre Parole. Hlaut þetta andgyðinglega æsingablað síaukna útbreiðslu og hafði hættuleg áhrif á múginn. Hóf það þegar hatrammar árásir á þá liðsforingja í hern um, sem voru af Gyðingaættum, birtu nöfn þeirra og kallaði þá svik- ara og landráðamenn. Einn af kennurunum við herforingjaskólann gaf Dreyfus lægri eink- 22 — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.