Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 24
EFTIR GK. Allir gamlir og rótgrónir Reykvíkingar kannast við hann, og margir hinna yngri líka. Hann stendur þarna á krossgötum og horfir á veg- farendur, margfróður og minn- ugur á menn og málefni. Glettni og mannlífsskilning- ur skín úr svip hans, — en hann „segir lítið“, vegna þess að hann vill ekki fá skammir. Svo ber hann fingur að vör sér til áherzluauka: „Uss, ekki segja. Þessi segir þetta, og hinn -segir hitt, en það er ekk- ert að marka. Það kannast enginn við neitt. Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu. Ég er hættur að tala um svoleiðis. Þú mátt engum segja. Ég vi! ekki heldur tefja neinn“. -— Þú ert ekkert að tefja mig, Haukur. Segðu mér eitt- hvað um einhvern, sem talar við þig. „Uss, þú verður þá að lofa að þegja. Gamla fólkið talar við mig af því það segir að ég sé skemmtilegur. En ég nenni ekki að tala við alla. Ég er svq stilltur að ég lít ekki til hægri og vinstri í bæn- um . . .“ — Hvert horfirðu þá? „Ég má ekkert vera að þessu kjaftæði. Ég er búinn að standa mig vel í vonda veðrinu. Þegar bílarnir voru fastir, þá labbaði ég með tré- hestinn minn og boltann. Hann Lárus segir að boltinn og tréhesturinn eigi að vera á Árbæjarsafninu, af því ég er hættur þessu. Þrír læknar hafa beðið itíitg um að hætta, af því þeir ségja það sé hættulegt. Ég átti að vera hættur fyrir löngu“. — Þú mátt ekki hætta, Haukur, því þá breytir bærinn alveg um svip. „Já, ég veit það. Ég hef komið mörgum í gott skap. Ég hef pressað fyrir marga og hugsað um fötin þeirra. Og það veitir ekki af. Ég sé um að þeir gangi vel til fara. Þú mátt engum segja þetta. Ég segi þér þetta alveg prívat. Þú verður að lofa því . . . annars segi ég ekki neitt. Bless“. — Heyrðu! Heyrðu mig, Hauk- ur. Ekki fara strax. Hvaða menn þekkirðu? „Uss, þú mátt engum segja. Mátt ekki kjafta. Hann Einar í Sparisjóðnum og Alfreð Elíasson eru ánægðir af því ég kjafta aldrei, og segja að ég hafi þá alltaf vel til fara. Ragnar í Þórs- kaffi er heimilisvinur. Og ég er heimilisvinur hans og konunnar hans. Ég er líka heimilisvinur Alfreðs Elíassonar hjá Loftleið- um. Líka Malmquists. Og Lási og ég erum beztu vinir. Ja, beztu vinir“. — Fleiri . . . ? „Ja, já. Margir. En þú mátt engum segja. Hann Martin Pet- ersen hjá Loftleiðum er líka vel til fara, af því ég hef pressað fötin hans. Ég er líka búinn að hjálpa honum Tómasi Péturssyni mikið. Ég er stórvinur Geira Bárðar. Ég hef heldur aldrei pressað fyrir hann. Jón í Úða- fossi er stórvinur minn. Viltu þakka honum fyrir mig allan vinskapinn og hjálpina. Hann hefur oft pressað fyrir mig“. — En þú segist ætla að fara að hætta . . . ? „Já, ég er í reynslurpufu hjá Sigurjóni í Borgarþvottahúsinu. Ég er á manntali í Kirkjutorgi 6, en er bara blánóttina á Vífils- stöðum“. — Þú ert búinn að vera þar lengi? „Uss, já. Þar er ekkert ungt fólk. Allir vinir mínir farnir. Engin böll á gamlárskvöld. Allt dautt. Tómt gamalmennafólk". — Ségðu mér meira . . . „Neí, ég segi þér ekkert meira. Ég er stórgáfaður og stórminnug- ur um margt, en segi lítið. Ég á mörg leyndarmál, sem enginn má vita“. — Jú, segðu mér . . . „Nei. Þú kjaftar frá. Það kjafta | allir blaðamenn. Ég veit það. Bless“. Og svo er auðvitað sagan um nýgiftu hjónin, sem þið hafið vafalaust heyrt hundrað og fimmtíu sinnum. En þið hafið gott af því að heyra hana einu sinni enn — í nýrri útgáfu. Hjónin — nýgiftu, auðvitað, komu vestur í NAUST á fimmta degi eftir brúðkaupið. Þjónninn kom og spurði hvað þeim þókn- aðist. , Þú veizt hvað mér finnst bezt, — er það ekki, elskan?" sagði brúðurin. „Jú, ég veit það“, stamaði brúð- guminn, „en við verðum ein- hverntíma að borða“. Það hafa kannske verið sömu hjónín — ég veit það satt að segja ekki. En læknir, vinur minn, sagði mér að nýgiftur mað- ur hefði komið til sín, og kvart- að yfir því að einhvenrveginn hefðu þau hjónin ekki komið sér nógu vel saman í rúminu. Eitt- hvað væri að, kannske sálfræði- I legt eða bara feimni. Læknirinn sagðist hafa sagt nýja húsbóndanum að hann skyldi engar áhyggjur hafa af því. Þetta kæmi allt saman eðli- lega, þegar tíminn væri kominn og þau væru bæði í samstilltu skapi. „Bara nota tækifærið, hvenær, sem það gefst“, sagði hann. Viku síðar kom maðurinn aftur til læknisins, og var nú ánægður á svip, og sagðist aðeins vilja þakka lækninum ráðleggingarn- ar. Þær hefðu gefizt vel . . . „svo langt sem þær náðu“. „Hvað áttu við með því?“ „Jú, það var þannig“, sagði sá nýgifti, „að við sátum sitt hvoru megin við matborðið, og ætluð- um að fara að borða. Maturinn var aðeins daufur, og ég ætlaði að salta hann og teygði mig að saltbauknum, sem stóð á miðju Framhald á bls. 44. ijr 24 VIKAN 15. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.