Vikan


Vikan - 09.04.1964, Page 44

Vikan - 09.04.1964, Page 44
inmanni sínum; það er eins og hún viti ekki af nærveru hans. Jæja, hvað um það, það lítur út fyrir að sannir húsbændur og húsmæður fyr- irfinnist ekki lengur í henni veröld. UNDIR FJÖGUR AUGU Framhald af bls. 24. borðinu. Þá vildi það til að kon- an mín gerði það sama, og hend- ur okkar snertust við saltbauk- inn. Það fór rafstraumur um okkur bæði, og ég sópaði öllu draslinu af borðinu, og . . . og . . .“ „Nú, þetta var ágætis ráð. Hvað finnst þér að því“, spurði lækni- inn. „í sjálfu sér ekkert, — nema það, að ég er hræddur um að okkur verði ekki hleypt inn í NAUSTIÐ aftur“. Ég veit að þið haldið að þessi saga sé hreinn uppspuni —- en þið ættuð að vera farin að þekkja mig betur en svo að væna mig um lýgi í opinberu blaði. Þess vegna ætla ég segja ykkur þessa sönnu sögu. Og þeir, sem trúa henni, þekkja mig illa. Sonur minn — hann er 14 ára og greiðir sér vel og vandlega á hverjum morgni með Brillantine og öllu slíku, hvað sem það nú 44 — VIKAN 15. tbl. heitir — þurfti að láta klippa sig. Það er að segja; mér fannst hann þurfa að klippa sig. Hann vill helzt hafa Beatnik-hár. En það endaði með því að hann gegndi, og fór til rakarans. Þegar hann kom heim aftur sagði hann; „Þessi rakari er vitlaus“. „Hvða áttu við, drengur? Þetta er minn eigin rakari, og prýðis- maður. Hvað gerði hann?“ „Ég settist í stólinn og þá sagði rakarinn; Á að klippa eða skipta um olíu . . . ?“ Ég er að hugsa um að senda rakaranum heiðursskjal. SPARAKSTUR 1964 Framhald af bls. 9. spurðu, hvort hann hefði séð nokkuð til keppnisbílanna. Hann kvað jú við, það hefðu farið þarna framhjá tveir eða þrír for- ljótir bílar, og „það var eitthvað miðadrasl á þeim“. Þeir GK héldu áfram, og áður en langt um leið sáu þeir, hvar Citroén 2CV stóð á veginum, og ökumaður hans starði stórum augum á Eyjafjöllin. Hann skók hnefann og sagði: — Hefði ekki vgrið þessi mótvindur, hefði ég farið þarna upp að fjöllunum! Citroén Ami stóð þarna litlu austar, sigurvegarinn yfir alla línuna. Og rétt hérna megin við Hvolsvöll, stóð Citroén ID19. Þrefaldur sigur Citroén. Þetta var of góður árangur til þess að hægt væri að reikna með, að menn festu trúnað á réttmæti hans, svo bílarnir voru allir skoðaðir á staðnum, og reyndust vera full- komlega eðlilegir. Eins og við var að búast. Þeir sem til þekkja, hafa ekki getað varizt dálitlu glotti við tönn, yfir öllum þeim Gróusög- um, sem þutu upp þegar daginn eftir keppnina. Þessi bíll og þessi bíll átti að hafa verið svo og svo breyttur frá því eðlilega, hafa verið ekið svona og svona o.s.frv. Þeir sem til þekkja, vita, að eng- in þátttökubíla gerði betur en hann hefur áður gert, og í þeim tilvikum, að keppendur fóru sem næst hámarki, voru bílarnir at- hugaðir á staðnum. En um hitt hafa engar Gróusögur á kreik komizt: Að sumir þátttakenda komu út úr keppninni með lé- legri árangur en við hafði verið búizt. Eitt atriði misfórst í sambandi við fréttir í blöðum og útvarpi af niðurstöðum keppninnar. Þannig stóð á, að í þeim bókum, sem ég hef yfir að ráða, stend- ur að Fíat 1100 sé með 1221 ccm vél, og þess vegna skipuðum við honum í 3. flokk — 1221—1600 ccm, — þar sem hann kom út sem sigurvegari. Daginn sem þessi frétt birtist í blöðunum, kom framkvæmdastjóri umboðs- ins til okkar og taldi, að þessi bíll væri ekki nema með 1089 ccm vél. Meðan ekki sannast, að keppnisbíljinn liafi verið með stærri vélinni, 1221 ccm — og það verður ekki sannað nema með fyrirspum til verksmiðjunnar og svarið verður ekki komið fyrr en þetta blað kemur út, taldi dómnefndin, í samráði við um- boðið, rétt að telja Fíat 1100 hafa 1089 ccm vél, þótt það kosti hann að fara í lægri flokk. Ég tel ástæðu til að undirstrika þetta atriði, því sú niðurstaða sem hér birtist, er þá í þessum eina flokki ósamhljóða fyrstu fréttum af keppninni afstaðinni. Hér fer á eftir heildarniður- röðun bílanna án tillits til flokka, og er sá númer eitt, sem komst lengst austur: 1. Citroéen AMI Ökum.: Oddur Gíslason. Umboð: Björn og Ingvar. Ekið: 130,1 km. Meðalhraði: 50 km/klst. Eyðsla pr. 100 km: 3,85 1. 2. Citroén 2CV. Ökum.: fvar H. Friðþórsson. Umboð: Björn og Ingvar. Ekið: 128,3 km. Meðalhraði: 49,3 km/blst. Eyðsla pr. 100 km: 3,9 1. 3. Citroén ID19. Ökum.: Björn Örvar. Umboð: Sólfell h.f. McCORMICK KRYDDs Allrahanda Basilikum Engifer Fuglakrydd Karrí Kanill Merian Múskat Negull Oregano Paprika Rosmarín Saffran Salvía Sellerisalt Sinnepsduft Timian Pipar, svartur, heill og malaður Pipar, rauður heill og malaður Pipar, hvítur Hvítlauksduft Hvítlaukssalt Hvítlaukur, malaður Laukur, þurrkaður Súpujurtir Blandað jurtakrydd Lárviðarlauf Graslaukur, þurrkaður Steinselja, þurrkuð Barbecue-krydd Season-AII Kjötmeyrnir, kryddaður Beef-Stew krydd Spaghetti-Sauce krydd Sandwich Spread Salad Dressing Mayonnaise • Kb. Vesturbæjar, BræSraborgarstíg 43 Lullabuð, Hverfisgötu 61 Matardeildin, Hafnarstræti 5 (Innflytjandi: Sláturfélag Suðurlands).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.