Vikan - 04.06.1964, Side 37
ég sat enn á bekknum, glennti
upp augun, svo brúnirnar hurfu
undir faxið, þandi nasavængina
og anzaði:
— Hvers vegna ekki ?Það gæti
verið gaman að syngja í snjó-
húsi fyrir Eskimóa.
Svo hló hann með öllu andlit-
inu, hneppti að sér jakkanum og
fór.
Ég hafði lokið við að lesa ann-
an kafla sögunnar um stórborg.
Hann fjallaði um óþekktan blaða-
mann utan af íslandi, sem gekk
inn til söðlasmiðs í London og
hitti þar óvænt eina þá stjörnu,
sem hæst ber í glamurheimin-
um. Sagan um kóngsdóttur og
karlsson í nútímaformi. Og
hverju var ég nær? Hafði ég
lesið mér til gagns? Var ég ekki
eitthvað öðruvísi nú, eftir að
hafa talað við mann, sem í huga
venjulegs íslendings er vera án
áþreifanleika, annað hvort skræk
rödd í glymskratta eða ómennsk
filmuvera. Fann ég ekki ein-
hverja breytingu á hugarfarinu,
eftir að hafa átt samtal við einn
þeirra, sem ógna hinni ævafornu
menningu íslands?
Ég gat ekki fundið það. Það
var miklu líkara, að ég hefði átt
orðastað við saltgráan fiskiskip-
stjóra í þorskagöngu við íslands-
strönd.
Og kannski er þetta ekkert svo
ólíkt. Fiskiskipstjórinn byggir
sitt á góðum veiðarfærum og
útbúnaði, svo sem fisksjá og
fleira, en dægurlagaútgerðar-
menn kanna fyrst hvað markað-
ur er fyrir og miða svo allt út
frá því. Og skipulagningin er góð
hjá bítlunum. Svo það getur vel
verið, að þeir haldi enn um skeið
áfram að vera vinsælir. Og segja
mætti mér, að þegar sala í plöt-
um þeirra fer að verða tregari,
líður yfir færri stúlkur, þegar
þeir ganga hjá, og færri reyna að
rífa sér lokk úr hári þeirra eða
pjötlu úr fötum þeirra, muni þeir
og framkvæmdastjóri þeirra
finna sér ný veiðarfæri og ný
mið. Því allt er þetta vísindalega
útreiknað.
Og það skiptir Ringó engu
máli, að hafa talað við eskimóa
eina kvöldstund, meðan æskan,
sem á hann trúir, tvistaði og
sjeikaði á dansgólfinu í The
Saddle Room. ★
TÍMINN SKREPPUR
SAMAN
Framhald af bls. 19.
rúm eru svo óaðskiljanleg, að
það er fjarstæða að hugsa sér
annað án hins. Hver hlutur, hver
maður, hver pláneta, hver sól,
heimurinn allur, — gerist í þvi
sem visindamenn kalla „sam-
hengi rúms og tima“.
Sé þetta samhengi staðreynd,
en stundin, sem er að líða, ekki
nnnað en depill, sem færist til
um þessa heild og liggur þá ekki
fjarri að álykta, að tíma-rúm
liins liðna sé ennþá til með
nokkrum hætti, og sama máli
gengdi um hið ókomna. Sé þetta
staðreynd, ætti ekki að vera
fjarstæða að ímynda sér, að sá,
sem hefði hin réttu tök, gæti
horfið úr stundinni, sem er að
líða, yfir á annan stað tímarúms-
ins, fyrri eða seinni. Það er nógu
auðvelt að fara þessa ferð í
huganum, og það er jafnvel unnt
að sveifla rafeindum eða mu
mesonum upp í afstæðan hraða.
En er það ekki óhugsandi, að
lifandi manni, sem staddur væri
í geimskipi gerðu úr efnum jarð-
arinnar, yrði hrundið á svo ofsa-
liraða reið um geimdjúpin? Ó-
fáir vísindamenn hafa reynt að
leysa úr þessu, og þeir hafa lát-
ið sér hugkvæmast livert elds-
neytið öðru ólíklegra, og hverja
aðferðina annarri fjarstæðari til
að koma geimskipi á slika braut.
Það var árið 1960 að eðlis-
fræðingur að nafni R.W. Buss-
ard stakk upp á því að nota
„þrýstilofts-túrbínu", eða dælu,
sem sópaði að sér þvi litla er
til félli á ferðinni af „geimryki",
og brenndi ])ví á mjög magnað-
an hátt og þótti mörgum af sam-
verkamönnum Bussards þetta á-
gæt hugmynd.
Stjörnufræðingur við Harvard-
háskóla, Carl Sagan að nafni,
hélt þá fyrirlestur á fundi í
Eldflaugafélagi Bandaríkjanna,
sem hann kallaði „Beint sam-
band við viti bornar verur á
öðrum hnöttum í Vetrarbraut-
inni, með flugferðum förnum
með allt að þvi hraða ljóssins,“
og var ekki laust við að sum-
um þætti þessi hugmynd nokk-
uð nýstárleg. Meðal þess sem
hann sagði var þetta: „Ef svo
fer, sem líklegt er, að vísindi
haldi áfram að þróast næstu ald-
irnar, held ég að flug milli
hnatta með allt að þvi ljóshraða
verði siður en svo óhugsandi
fyrir okkur jarðbúa."
En svo hafa verið gerðar til-
raunir á mönnum til að láta þá
ferðast um tímann, ekki með
þvi að þeyta þeim á braut út í
geim með ofsahraða, heldur með
því að láta lífsstörfin hægja á
sér, eða stöðvast þvinær, ann-
aðhvort með því að djúpfrysta
þá eða gefa þeim meðul, sem
hefðu svipuð áhrif. Maður sem
sætti slíkri meðferð, mundi
falla í dá likt og björn í hýði,
meðan farkostur hans þeyttist
um himingeiminn, og vakna síð-
an sem nýr af nálinni, þegar
hagkvæmast þætti!
Til eru þeir menn, sem halda
að þeir hefðu unað lifinu betur
á einhverri liðinni öld, en er
nokkur ástæða til að halda, að
þeim geti orðið að trú sinni?
Við lifum með nokkrum hætti
í hinu liðna. Til dæmis má nefna
það, að í hvert sinn sem við
Ullarkápur - terrelinekápur
poplinkápur - nylonkápur
apaskínnsjakkar - hattar
hanskar og töskur.
Ennfremur glaesilegt úrval
aff allskonar sumardrögtum
Póstsendum
Sumartízkan
1964
BERNHORD LOXDOL, Kjörgarði
Laugavegi 59 - slmi 1 44 22
VIKAN 23. tbl. — 27