Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 47
klukkan oft eitt og jafnvel meira þegar hann loksins kemur heim. Hún kvaðst vera orðin vön þessu og hafa ágætan félagsskap þar sem eru synir þeirra tveir. Þrátt fyrir þennan óvenju langa vinnu- dag er Albert ekki þreyttari en svo, að hann tekur sér gjarna bók eða blað í hönd, þegar heim kemur og les frameftir nóttinni, stundum til klukkan fjögur eða fimm. „Það kemur fyrir“, segir hann, „að ég sef aðeins í tvo tíma“. Hann er heima við á sunnu- dögum, eða þá að hann hittir menn að máli, sem erfitt er að ná tali af aðra daga. Annars segist hann kunna fremur illa við helgidaga; líður tæplega vel, þeg- ar sprettinum linnir. Honum finnst það svo undarlegt ástand að sitja heima í rólegheitum, að hann á það til að spyrja sjálfan sig: „Hvað er eiginlega að; er allt að fara á hausinn eða hvað?“ Þrátt fyrir þetta erilsama líf, verður ekki séð nein þreyta á Albert, né 'heldur merki þess að hann brenni kertinu í báða enda. Hann hefur þrek, sem aðeins mjög fáum er gefið. Gísli. DR. NO Framhald af bls. 25. Bond fann það sem hann leitaði að. Árvík, þar sem vatnið virtist vera dýpra. Hann sagði: — Pass- aðu þig að br|óta ekki greinarnar. Hann beygði sig og óð inn í víkina. Hún var um 10 m á lengd. Sand- urinn undir fótum þeirra varð dýpri og mýkri. Svo varð trjáveggurinn fyrir þeim og þau komust ekki lengra. Brúnt vatnið myndaði þarna breiðan, þögulan poll. Bond nam staðar. Stúlkan kom þétt upp að honum: — Þetta er reglulegur felu- leikur, sagði hún spennt. — Já, finnst þér það ekki? Bond var að hugsa um byssuna sína. Hann var að velta því fyrir sér, hvernig hún myndi vinna eftir að hafa verið böðuð í ánni — og hve marga menn og hunda hann mundi geta drepið ef þau fyndust. Hann fann til nokkurrar óánægju. Það hafði verið óheppilegt að rekast á þessa stúlku. Hvort sem menn vilja eða ekki, verður stúlka alltaf þungamiðja bardagans, ef hún er með ( leiknum. Og það sem verra var, óvinurinn hafði þá tvö skot- mörk ( staðinn fyrir eitt. Bond var þyrstur. Hann tók vatn í lófa sinn. Það var óhreint og moldarbragð af því. En það var ekki slæmt. Hann fékk sér meira. Stúlkan lagði höndina á handlegg hans og kom í veg fyrir að hann drykki það. — Drekktu ekki of mik- ið. Skolaðu munninn og skyrptu því svo. Þú getur veikzt af þessu vatni. Bond leit þögull á hana. Svo gerði hann eins og hún sagði hon- um. Quarrel blístarði einhversstaðar utar með aðalánni. Bond svaraði og óð á móti honum. Þeir komu saman inn í víkina. Quarrel skvetti á trjástofnana, þar sem hugsanlegt var, að líkamar þeirra hefðu snert þá. — Drepur af okkur lyktina, útskýrði hann stuttaralega. Hann dró fram bambuspípurnar og tók að tálga þær til. Bond skoðaði byss- una sína og varaskotfærin. Þau stóðu kyrr ( pollinum til þess að róta ekki upp meiri leðju. Sólarljósið brauzt í geislum niður í gegnum þykkt laufþakið. Rækj- urnar nörtuðu ( fætur þeirra. Spenn- an óx í heitri þrúgandi þögninni. Það var næstum léttir að heyra geltið í hundunum. 10. KAFLI. - DREKAKYN. Leitarflokkurinn kom hratt niður ána. Mennirnir voru í sundskýlum og vöðlum og þurftu að hlaupa til þess að hafa við hundunum. Þeir voru stórir Kínnegrar og báru byssur í axlarhulstrum og ólarnar lágu yfir nakin svitaglansandi brjóst- in. Endrum og eins skiptust þeir á hrópum sem voru einkum bölv og klámyrði. Á undan þeim var hópur af stórum Dobermann Pinschers lög- regluhundum, sem svömluðu og hentust gegnum vatnið og geltu ákaflega. Þeir höfðu fundið lykt- ina og sóttu ákaft fram með sperrt eyrun. — Þetta getur svo sem verið djöfuls bölvaður krókódíll, kallaði forystumaðurinn. Hánn bar stutt keyri, sem hann sveiflaði endrum og eins ( kringum sig. Hinn maðurinn fór aðeins nær honum. Svo kallaði hann ákafur: — Það veit sá sem allt veit, að hann er var um sig! Ég þori að veðja að hann liggur einhversstað- ar í feninu. Passaðu þig að hann freti ekki á okkur. Forystumaðurinn tók byssuna úr hulstrinu og hélt henni í skotstöðu. Þeir voru á leið frá opna svæð- inu niður í skógargöngin. Fyrri mað- urinn var með flautu. Hún stóð út úr breiðu andliti hans eins og vindil- stubbur. Við og við blés hann ( flautuna og þegar hundarnir sveigðu til hliðar, sló hann með keyrinu fram fyrir þá, til þess að beina þeim á rétta leið. Með báðar byssurnar reiddar óðu mennirnir hægt undan straumnum ( fenjaleðj- unni. Leitarstjórinn kom að þrönga op- inu í skógarvegginn, sem Bond hafði fundið. Hann greip ( háls- bandið á hundinum og neyddi hann inn milli trjánna. Hundurinn urraði ákafur og öslaði áfram. Maðurinn renndi augunum á trjástofnana sitt hvoru megin við mynnið til þess að sjá hvort þeir hefðu skrapazt. Maðurinn og hundurinn komu inn ( litla víkina. Maðurinn leit var- færnislega í kringum sig. Hann tók aftur í hálsbandið á hundinum og dró hann til baka. Hundurinn vildi ekki fara. Maðurinn barði ( vatn- ið með keyrinu. Hinn maðurinn hafði beðið við mynnið. Fyrri maðurinn kom út, hristi höfuðið, og þeir héldu áfram niður eftir ánni, og hundarnir, sem ekki voru lengur eins ákafir, fóru fyrir þeim. Smám saman fjarlægðist hund- gáin og hvarf. Næstu fimm mínút- urnar hreyfðist ekkert ( tjörninni. Loks kom mjó bambuspípa upp á yfirborðið. Svo birtist andlit Bonds. Hárið lá vott niður á ennið. Þetta var eins og lík, sem rís úr sæ. 1 hægri hendinni var byssan tilbúin. Hann hlustaði af athygli. Það var dauðaþögn. Ekkert heyrðist. Eða hvað? Var einhver hreyfing úti á aðalánni? Oð einhver hljóðlega á eftir leitarflokknum? Bond teygði út höndina og snerti mjúklega við líkömunum tveimur, sem lágu á botni tjarnarinnar við hlið hans. Um leið og andlitin komu upp á yfirborðið brá hann fingri á varir. Það var of seint. Quarrel hóstaði og spýtti. Bond gretti sig og benti ákafur út að aðalánni. Þau hlust- uðu öll. Það var dauðaþögn. Svo heyrðist lágt svampið aftur. Hver sem þetta var, var hann að koma gegnum trjágöngin. Bambussteng- urnar hurfu aftur upp í munnana þrjá og höfðuðin sukku hægt aftur. í kafi í vatninu hvíldi Bond höf- uðið ( leðjunni, hélt fast um nas- irnar með vinstri hendinni og herpti varirnar um bambusstöngina. Hann vissi, að tjörnin hafði þegar verið rannsökuð. Hann hafði fundið, þeg- ar hundurinn kom þangað. í það skiptið höfðu þau ekki fundizt. Mundu þau geta leikið sama leik- inn aftur. Að þessu sinni hafði aur- leðjan ( vatninu ekki fengið ráð- rúm til að setjast til. Ef leitarmaður- inn sæi, hvar vatnið var gruggugt, mundi hann skjóta í gruggið eða stinga í það? Hvernig skyldi hann vera vopnaður? Bond ákvað að tefla ekki á tvær hættur. Um leið og hann fyndi einhverja hreyfingu í vatninu nálægt sér, ætlaði hann að þjóta á fætur og skjóta og vona það bezta. Hann lá grafkyrr og beitt öllum slnum skilningarvitum Það var óþægilegt að anda gegnum bamb- usrörið og rækjurnar, sem nörtuðu ( líkama hans gerðu honum gramt LOXENE er fegrandi Hún þekkir leyndarmálið Hún veit að LOXENE Medicated Shampoo með hinni heilbrigðu nærandi sópu tryggir henni fagurt, heilbrigt og flösulaust hár. KAUPIÐ lears clumlrulY - leuves luiir eleancr ■uiul lovelier LOXENE STRAX I DAG Takið eftir nýju rauðu og grænu umbúðunum. LOXENE Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F., Reykjavík. VIKAN 23. tbl. — ^rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.