Vikan - 11.06.1964, Page 8
Yfirstéttarfólk Englands hefur undan-
farna mónuði fengið á sig heldur slæmt
orð fyrir vafasama lifnaðarhætti. Þetta
er að vísu ekkert nýtt fyrirbrigði, né
neitt sérstakt fyrir það land, því að
alls staðar, þar sem ríkt fólk er sam-
ankomið, spinnast um það ýmsar sög-
ur, bæði sannar og lognar. Það, sem
hefur helzt orðið til þess að vekja
athygli almennings á aðlinum í Bret-
landi, var Profumo-málið fræga, þegar
Christine Keeler varð fræg á einum
degi fyrir greiðasemi sína við karl-
kynið. í það blönduðust fleiri kunnir
aðalsmenn, eins og t.d. Lord Astor,
sem átti sundlaugina, þar sem Profumo
og Christine hittust fyrst. Þess er líka
skammt að minnast, er hertogaynjan
af Argyll fékk sig auglýsta í blöðum
sem óvenju léttlynda aðalsfrú, þegar
hertoginn. komst að því að hún hefði
farið í strípaleik með ýmsum heimilis-
gestum, og krafðist skilnaðar á þeim
forsendum að hún væri ekki nægilega
' trú eiginkona.
•J Sennilegt er þó, að aðalsfólk og
auðjöfrar hafi engan einkarétt á slík-
um leikaraskap, en að það þyki meira
til þess koma, þegar upp um það
kemst. Sannleikurinn er einfaldlega sá,
að margir verða til þess að öfunda
ríka fólkið — sem líka þykist stund-
um vera betra en annað fólk — og
reyna að ná sér niður á því með því
að gera mikið úr slíkum sögum, sem
varla þætti ómaksins vert hjá „venju-
legu fólki".
Sá maður, sem einna mest hefur
orðið fyrir barðinu á slíkum hugsun-
arhætti og sögusögnum, er önnur æðsta
persóna brezka heimsveldisins. Philip
prins, hertogi af Edinborg, eiginmað-
ur Hennar Hátignar, Elizabetar drottn-
ingar. Sannleikurinn mun samt vera
sá, að fáir aðalsmenn hafa eins góða
samvizku í þessum efnum og einmitt
hann.
Til þess eru þó margar skiljanlegar
ástæður, að hann fer ekki varhluta af
slúðursögunum.
Prins Philip er myndarlegur og karl-
mannlegur maður, og eftirlætisgoð
milljóna manna um allan heim, sem
ekki geta né vilja trúa því, að hann
noti sér ekki persónutöfra sína á þann
hátt, sem karlmönnum er oftast eig-
inlegast. Hann er öfundaður af þess-
um eiginleikum sínum og stöðu í þjóð-
félaginu. Hann er hataður af mörgum
undirmönnum sínum fyrir hörku og
óbilgirni í starfi. Ljósmyndarar reyna
margir að sýna hann á óheppilegan
hátt, því að Philip er illa við blaða-
Ijósmyndara, og gerir þeim allt til
miska, sem hann getur. Hann sá einu
sinni þegar Ijósmyndari datt niður úr
háum staur, þar sem hann hafði kom-
ið sér fyrir til að ná myndum. Nær-
staddir heyrðu hann þá segja stund-
arhátt: „Ég vona að helvítið háls-
brotni!"
Prins Philip er líka dáður og virt-
ur af milljónum, sem engu illu vill á
hann trúa. Það er þess vegna oft freist-
andi fyrir dagblöðin, að birta um hann
vafasamar sögur, því þá er salan örugg
þann daginn.
Það er grátbroslegt að þótt Philip
sé einn áhrifamesti maður Bretlands,
þá er hann næstum varnarlaus gegn
g — VIKAN 34. tw.
slíkum sögum. Það er sagt að það sé nokkrum erfið-
leikum bundið að dveljast einn eða tvo tíma í nætur-
klúbb í London án þess að heyra einhverja sögu um
Hans Hátign og einhverja konu — eða konur. Það er
t.d. oft sögð sú saga að hann eigi tvö börn með þess-
ari eða hinni, — að einhver þekktur maður sjái honum
reglulega fyrir leikkvendi, — að frú þetta hafi trúað
frú hitt fyrir því, að hún hafi samrekkt honum.
Margar konur, sem hafa hitt hann í nokkur skipti
í samkvæmum, virðast ekki geta staðizt þá freistingu
að trúa sinni beztu vinkonu fyrir því að kunnings-
skapurinn hafi orðið annað og meira en það. Og hver
sá, sem hefur gengið þarfa sinna á opinberu salerni
í Bretlandi, getur séð þar skrifað á vegginn, hvað
Philip hafi gert, hvað hann ætti að gera, eða hver
áhugaefni séu honum hugfólgnust. Við þessu getur
hann hreint ekkert gert.
Meiðyrðalöggjöfin í Bretlandi er mjög stíf — kannske
enn stífari en sú íslenzka — og það hefur oft orðið
til þess, að blöðin hafa ekki þorað að birta ýmsar
sögur, sem þó er vitað að eru sannar. Þess vegna er
það að slíkar sögur ganga manna á milli án þess
að nokkuð sé við því að gera, og fólk hefur oft kom-
izt að raun um að þær eru sannar, þegar öll kurl koma
loks til grafar. Sagan um Profumo og Christine Keeler
var t.d. á flestra vitorði í London löngu áður en hún
komst í blöðin.
Þetta leiðir af sér að slúðursögum er trúað ef heimild-
ir eru líklegar, sérstaklega ef um frægt fólk er að
ræða.
Það kemur ósjaldan fyrir, að sagðar eru sögur,
eða birtar á prenti urh drykkjuhreysti Philips. Þó er
það svo, að hann hefur á undanförnum 19 árum verið
í hundruðum samkvæma, afmælisveizlum, giftingar-
veizlum, skipsskírnum, opnunum ýmissa stofnana, sem
allt eru viðurkennd tækifæri til drykkju fyrir þá, sem
þess óska. Þau tækifæri munu teljandi, þar sem sézt
hefur að hann hafi drukkið meira en tvo drykki. Ef
hann er einn og óafskiptur, velur hann sér oftast bjór
með mat eða glas af rínarvíni. í síðdegisveizlum
kýs hann helzt að drekka einhverja ginblöndu. Þegar
þau hjónin matast saman, eru oftast engir slíkir
drykkir á borðum, annars velur hún sér sherryglas en
hann ginblöndu.
Philpi er fæddur á grísku eynni Korfú. Hann hét
Philip af Schleswig-Holstein — Sonderburg — Glúcks-
burg. Hann og Elizabet drottning eru frændsystkin í
þriðja og fjórða lið. Langafi hans var Kristján IX,
Danakonungur, en langa-langamma Victoria Breta-
drottning. Victoria er líka langa-langamma Elizabetar
og Kristján IX langa-langafi. Til gamans og fróðleiks
birtum við sameiginlegan uppruna þeirra frá Victoríu
og Kristjáni í töfluformi.
Það var taminn api, sem varð til þess að faðir
Philips kom fram á sjónarsviðið. Þessi api var uppá-
hald Alexanders Grikkjakonungs, og einu sinni beit
apinn í kónginn með þeim afeliðingum að hann fékk
blóðeitrun og dó eftir þrjár vikur. Föðurbróðir Philips,
Konstantín, sem áður hafði verið konungur í Grikklandi,
tók aftur við krúnunni í desember 1920.
Nokkrum mánuðum síðar var farið í stríð
við Tyrki, sem lauk með því að Tyrkir unnu
Smyrna, stjórnin sagði af sér og Konstantín
flúði land.
Faðir Philips, prins Andréw, hafði verið
einn æðstu hershöfðingja Grikkja. Hann var
tekinn höndum og álitinn í lífshættu. Bretar
sendu þá herskip til Grikklands með þau
skilaboð, að ef það kæmi ekki til baka með
Andrew og fjölskyldu hans, þá yrðu afleið-
ingarnar ófyrirsjáanlegar. Þetta náði fram
að ganga, og fjölskyldan fór til Bretlands,
ásamt Philip prins, sem þá var eins árs
gamall.
Það er sagt að fjölskylda Philips hafi ver-
ið mjög fátæk, en það er e.t.v. nokkuð orð-
um aukið. Þau settust að í París, og móð-
ir Philips opnaði þar verzlun með listmuni.
Það var þó ekki eingöngu í því augnamiði
að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni, heldur
einkum til að aðstoða gríska flóttamenn til
að koma listvefnaði sínum og öðrum lista-
verkum á markað. Móðir Philips er enn á
lífi í Aþenu og er þar í nunnukiaustri. Faðir
hans lézt í Monte Carlo 1944.
Philip fór í skóla í París, síðan í Bretlandi
og Þýzkalandi, og var þar þegar nazistarn-
ir voru að komast til valda. Hann fylgdist
lítið með stjórnmálastefnu þeirra, en mis-
líkaði hetjudýrkunin og Hitlerskveðjan, fannst
það kjánalegt og hló að þessum látum, hve-
nær sem hann sá þau. Það var reynt að
útskýra þetta fyrir honum, en það virtist
engin áhrif hafa, svo að systur hans fjórar,
sem allar eru giftar þýzkum prinsum, álitu
það heillavænlegra fyrir hann að fara úr
landi, og sendu hann á skóla í Bretlandi. Ef
Philip hefði ekki haft þessa sérstöku kímni-
gáfu, hefði sennilega farið svo að hann
hefði barizt í stríðinu með Þjóðverjum, hvort
sem honum hefði fundizt það Ijúft eða leitt.
Eftir skólavist í Gordonstoun, fór hann á
sjóliðsforingjaskóla i Dartmouth, og þar er
álitið að Elizabet hafi fyrst séð hann.
Hann var þá 18 ára gamall og tók þátt
í íþróttakeppni, en Elizabeth var áhorfandi
ásamt fylgdarfólki. Þegar hún sá hann
stökkva léttilega yfir tennisnetið, hrópaði