Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 11
O „The Road Stars“ eru gamalkunnir í London. Þeir birtast íyrirvaralaust á götunni og taka að skemmta vegfarendum. En þetta er bannað, og þess vegna hafa götustjörnurnar menn á verði á vissum götuhornum, og ef sézt til lögreglunnar, gellur við skerandi blíst- ur. Og „The Road Stars“ eru horfnir í sömu andrá, cins og gatan hafi gleypt þá. Li6smyndip Qíslí Gestsson Þa3 vekur gjarnan athygli íslendings, að sjá Breta veita ástar- þörf sinni útrás í skemmtigörðum landsins. í Hyde Park er það daglegur viðburður að sjá pörin í heitum atlotum, og þykir engum mikið. O Hann er orðinn roskinn og lítilþægur, enda aflar hann sér matar á þann hátt að hirða úr ruslatunnunum í Soho. En hann er þrifinn, og þess vegna tekur hann dúkinn sinn með sér og breiðir liann yfir hnjákoll- ana áður en hann sezt að snæðingi. íslendingum þykir bágt að fá ekki glasið sitt á mið- vikudögum, en Bretar mega ekki fá sér sopa nema á vissum tímum sólarhrings. En þá eru menn gjarnan þaulsætnir yfir bjórnum sínum og ræða landsins gagn og nauðsynjar af VIKAN 24. tbl. — •O Þessar myndir eru teknar skammt frá „bum“hverfinu. Á myndinni til vinstri híma menn og bíða eftir því að Hjálpræðisherinn opni. Á hinni myndinni, sem tekin er handan götunnar, hefur einn gefizt upp á að vaka eftir því. Q Bretar eru einhverjir þolinmóðustu menn, sem til eru. Þessi mynd er frá járnbrautar- stöð og geislar af langlundargerði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.