Vikan


Vikan - 11.06.1964, Side 12

Vikan - 11.06.1964, Side 12
ÞaS er auðvelt að verða KONAN í lífi mannsins. - Allar konur verða að hafa þekkt einn kvennabósa. - Kvænti maðurinn, ókvænti maðurinn og kvenlegi maðurinn. — Hættulegt að ætla sér að hugga mann, sem stendur í skilnaði. Hún getur verið ótrúlega hræsnisfull og hlaupið bak við óskina um að „halda sér ósnortinni“ fyrir manninn sem hún einhvem tíma giftist. Úrdráttur úr bandarískri metsölubók Kvennabósinn er eini karlmaðurinn, sem ekki fyllist skelfingu, þegar konan fær móðursýkis- kast — honum finnst það vera gullhamrar við sjálfan sig Það eru mörg vctndamál, sem ógift stúlka þarf að horfast í augu við, og eitt það erfiðasta er oð losna við tilraunir annarra við að koma henni í hjónabandið. Það endar stundum með því, að henni finnst allt sitt líf verða að vera einskonar afsökun vegna þess að hún er ógift. Fólk og hagskýrslur slá svo mörgu föstu. En þau minnast aidrei á þá staðreynd, að ógifta stúlkan er ekkert brjóstumkennanlegt rekald, heldur er hún mesta glæsikvendi nútímans. Hvers vegna? Hún hefur aðdráttarafl fyrir karlmenn vegna þess að hún er sjálfstæð og hefur orðið að þroska skapgerð sína, og vegna þess, að hún gætir þess jafnan að líta vel út. Aðdráttaraflið liggur þó aðallega í því, að hún er ógift. Vegna þess, að þannig er hún óbundin og frjáls að því, að verða KONAN í lífi manns- ins, eða kannski konan, sem manninn dreymir um, hvort sem hann er kvænt- ur eða ekki. Hún er aðlaðandi vegan þess, að hún hefur meiri tíma en gifta konan og oft meiri peninga fyrir sjálfa sig, og svo hefur hún betri tækifæri til að þroska andann. Og ekki sízt af því að hún lifir í heimi karlmanna og er á sömu bylgjulengd og þeir. Það má ekki hafa orð á því, að slíkur hlutur sem „sex" sé til fyrir ógifta stúlku — það er ekki gert ráð fyrir þvi, að hún hafi neitt kynlíf. Hvílik fjar- stæða! „Sex" er annað og meira en að hátta hjá karlmanni. Það byrjar með gagnkvæmu og dásamlegu aðdráttarafii karls og konu. Ef til vill nær það aldrei lengra, en „sex" er það samt. Ógift stúlka getur notið þessa aðdráttar- afls. Hún getur lofað með augnaráðinu, snertingu eða kossi — og hún ÞARF ekki að standa við loforðið. Hún getur verið óþolandi hræsnisfull og falið sig bak við óskina um að „halda sér ósnertri" fyrir manninn, sem hún ein- hverntíma giftist. Það gæti farið svo, að aðdáandi hennar sneri hana úr hálsliðnum af reiði, en hann getur ekki rökrætt þetta við hana. Af giftri konu er hægt að ætlast til, að hún efni loforðin, sem hún hefur gefið með daðril Allir vita, að það er meðan ástasamband stendur yfir eða um það leyti og það hættir, sem ógift stúlka kvelst svo hræðilega, að hún gerir ráð fyrir dauða sínum þá og þegar. En er það nú víst, að giftum konum liði betur? Satt að segja yrði það erfitt, að velja milli hjónabandskvala og þeirra þján- inga, sem fylgja því að vera ógiftur. Það er hvort tveggja nógu bölvað! — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.