Vikan - 11.06.1964, Síða 17
Fanelli hafði komið því þannig
fyrir með vilja. Þriðji farþeginn
var Barry Smith, sem strax lagð-
ist aftur á bak í sætið og sofn-
aði.
„Ég þarf varla að segja yður,
faðir, hve þakklátir við erum
yður fyrir að koma með okkur.
Ég vona bara að yður leiðist
ekki“.
„Þvert á móti“. Faðir Monahan
kveikti í pípu og dró nú að sér
reykinn, eins og hann væri að
losa sig við óviðeigandi hugsanir.
„Ég hlakka til að fara þetta“.
„Við höfum farið fljúgandi
þarna til Cape Florence núna í
sex ár — sami hópurinn", hélt
Fanelli áfram. „Við höfum kofa
þar á sandhæðunum og hugsum
um okkur sjálfir. Það er ein-
kennilegt — eða yður gæti fund-
izt það skrýtið —- en ég er eini
maðurinn, sem ekki er íri í hópn-
um. Hins vegar get ég eldað. Ég
vona áð yður falli ekki ítölsk
fæða illa, faðir?“
Presturinn hló, kannski einum
of hjartanlega, hugsaði Fanelli.
„Ég er mikið fyrir ekta ítalskan
mat og lítið fyrir óekta íra —
ef svo mætti taka til orða“.
Lou Fanelli stundi með sjálfum
sér. Hann vildi ekki vera ósann-
gjarn í dómum um kunningja
sína. Þeir hefðu alls ekki þurft
að bjóða honum með, en það var
ekki hægt að loka augunum fyrir
því, að hann var hafður með af
því að hann var ávallt tilbúinn
til að taka að sér meira en hon-
um bar af óþægilegustu verkun-
um. Hann sagði: „Þeir eru ágætis
náungar, faðir“.
Faðir Monahan varð undrandi
á svipinn. „Ég hef aldrei efazt um
það“.
„Hafið þér stundað veiðar
áður, faðir?“
„Ég var í skotklúbb í háskól-
anum. Við skutum leirdúfur. Það
er varla hægt að kalla það veiði-
skap“. Hann horfði upp í gegn-
um gluggann á þaki bílsins, upp
í himin fullan af háværum flug-
vélum. „Það er orðið æðilangt
síðan, Mr. Fanelli".
Þeir leigðu tvo bíla til þess
að flytja sig frá Fayetteville út
á Cape Florence, og eftir nokkra
viðdvöl hjá matvörukaupmannin-
um og töf við að leigja tvo veiði-
hunda, voru þeir komni’ veiði-
kofann. Hann var inni í strjál-
um furulundi með útsýni yfir
hæðirnar. Bak við hann var
hrjóstrug sjávarströnd þakin
þangfléttum. Á báðar hliðar voru
fen og votlendi með hávöxnum
marhálmi og dalurinn endaði
með lágri brekku í suðri. Faðir
Monahan heyrði öldurnar skella
á klettunum, og fyrsta skipi í
mörg ár fann hann til djúprar
gleði. Meðan hinir losuðu bíl-
ana, gekk hann niður að strönd-
inni. Stormurinn fyllti lungu
hans og sjúvarúðinn lék um hann
og hann fann biturt saltið í nasa-
holunum. Engir mannabústaðir
voru innan sjóndeildarhringsins,
og kyrrðin og einveran hafði
djúp áhrif á hann. Hann kveikti
í pípunni sinni og sat í hálftíma
og horfði út á sjóinn.
Þegar faðir Monahan kom aft-
ur inn í kofann, höfðu allir geng-
ið frá dótinu sínu. Frank Rear-
don sagði: „Jæja, faðir, má ég
bjóða yður eitthvað til að bæta
meltinguna?“
Mennirnir hiðu spenntir eftir
svarinu. Þeir höfuð alltaf gengið
út frá því, að hann byggist við
að þcþ- smökkuðu áfengi. En
drakk hann sjálfur? En faðir
Monahan virtist taka þessu með
ró.
„Það megið þér“, sagði hann
vingjarnlega.
„Bourbon eða Skota, faðir?“
spurði Reardon.
„Bourbon er ágætt. Aðeins
vatn í“.
Meðan Reardon var að hella
í glösin, kveikti Luo Fanelli upp
í eldstónni. Það var ekki auð-
velt og hann varð að hafa mikið
fyrir því. Allt var orðið heimils-
legra, en mennirnir höfðu farið
í peysur til að mæta kvöldkuld-
anum, Faðir Monahan var að-
eins á skyrtunni. Davitt horfði
rannsakandi á hann og velti því
fyrir sér, hvort hann væri
kannski drykkfelldur. Hann
reyndi að sjá einhver merki þess,
en eftir tvö glös neitaði prestur-
inn því þriðja og kveikti í píp-
unni sinni. Hann virtist ánægð-
ur með að hlusta á þá rifja upp
minningar frá síðustu veiðiferð
og að horfa á Lou Fanelli búa til
spaghettisósu.
Eftir kvöldverðinn stakk Lou
Fanelli upp á því, að þeir spil-
uðu bridge. „Þér spilið, er það
ekki faðir?“
„Það geri ég“, svaraði faðir
Monahan.
Reardon kvartaði um þreytu
og fór að hátta, en Smith og
Fallon báðust undan. Jack Davitt
var ekki sú manngerð sem sá sig
Framhald á bls. 29.
.
-
■«««
.
■