Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 28

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 28
Kraftar og kvenhylli Það er nú komið svo, að varla er hægt að opna nokkurt blað nokkurs staðar í heiminum, að maður reki ekki augun í mynd af einhverri fallegri stúlku. Ilún þarf ekki endilega að vera „Miss World“ eða eitthvað svoleiðis, bara að hún sé fallega vaxin og hafi eitthvað til að bera, eins og t.d. fallega fætur, falleg brjóst, fallegt hár, falleg augu, fallegan munn, að hún sé fallega klædd, lítið klædd — eða ekkert klædd. Aðalatriðið virðist vera það, að viðkomandi persóna sé kven- maður og hafi enga áberandi persóunlega galla, eins og t.d. að vera hjólbeinótt, rangeygð, sköllótt, tannlaus eða að tærnar snúi aftur. Þannig er næsíum hvaða kvenmaður sem er, tal- in góð og gild vara í kyntöframyndir heimsblaðanna, og þær keppast um að gefa upp á sér málið yfir mjaðmir, mitti og brjóst — eins og það hafi eitthvað að segja þegar öllu er á botninn hvolft! Það vita allir, að það gildir raunar einu hvort karlmaður- inn nær utan um mitti stúlkunnar, aðeins ef hann fær að reyna. Á þessu má sjá hversu kvenkynið er eftirsótt, og hvað þær eiga gott, blessanirnar, og þurfa eiginlega ekkert að gera nema sýna sig, stæra sig af sinum vexti eða ákveðnum líkamshlut- um, Það er allt og sumt. Ekki er þessu þannig farið með karlmennina, greyin. Að vísu er stundum sagt um einstaka kvikmyndahetju: „Guð, hvað hann er myndarlegur!" En hafið þið nokkurntíma heyrt minnzt á málin yfir mjaðmir, mitti og brjóst hjá karlmanni? Nei, mér datt það í hug. Hann gæti verið með rauðbirkið kartöflunef, grátið í kross á bakinu og haft heilt olíufat milli fótanna. Hann gæti verið sköllóttur, tannlaus, eineygður ístrubelgur og samt verið „anzi myndarlegur“. Kannske er þetta gott. Sennilega alveg prýðilegt fyrir karl- menn. Það sýnir að hinir karlmannlegu eiginleikar fara ekki eftir útlitinu einu saman, — eða þá kannske að það sýni hve skynsamara kvenfólkið er en karlmennirnir, að dæma manninn ekki eftir roðinu. En mig grunar óljóst að þarna sé ekki allt með felldu. Mér finnst ekki allt vera kæfa, ef það bara heitir kæfa, lítur út eins og ópússaður múrveggur og kostar kr. 18,75 pr. stk. Mig grunar að fleiri hafi sömu sögu að segja. Það er vitað mál, að álit kaupenda fer mikið eftir útlit- inu, hver svo sem varan kann að vera, kadillakk, kvenmaður eða kúlutyggjó, og þannig á það að vera. Ef kvenfólk kann ekki að velja vöru — eða karlmenn — eftir útliti, þá þarf að kenna því það. Það þarf að láta það vita hvaða eigin- leikar ættu að vera eftirsóttastir í fari þess karlmanns, sem það kýs sér, hvort sem þeir eru „hið innra“ eða brilliantín, bjórvömb og bognir fætur. Það er nauðsynlegt að karlmenn rækti með sér ýmsa eiginleika, sem líklegir eru til að draga til sín athygli kvenna í fljótu bragði. Framhald á bls. 37. Undir ffjögur — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.